Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 47
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 / / e / c) a rb l a cJ H>"V 5 V Sérstæð skaðabótamál: Aular stór- græða á eigin asnaspörkum I þessari i/iku munu unnendur sérstæðra sakamála fara á mis við lostafullar lýsingar á hvernig morðingjar nauðga fórnarlömbum sínum fgrir aftöku og brgtja íspað á eftir og hvernig tæknivædd lögregla kemur upp um ódæðin og réttvísin hegnir fgrir þau. Þess ístað verður skgrt frá nokkrum sér- stæðum skaðabótamálum. I Bandaríkjunum eru árlega veitt svonefnd Stelluverðlaun, sem kennd eru við 81 árs gamla konu, Stellu Liebeck, sem fékk sér dæmdar skaðabætur fgrir að hella ofan á sig kaffi íveitingahúsi McDonald’s. Kerlingin brenndi sig þvíkaffið var heitt og voru henni dæmdar bætur á þeim forsendum að kaffið sem hún dembdi gfirsjálfa sig hefði verið hættulega heitt og gestir ekki verið varaðir við að það væri varasamt að missa það ofan á sig ístað þess að drekka það. I ár eru sjö skaðabóta- þegar útnefndir til Stelluverðlauna og hafa allir sgnt sérstaka hæfileika til að fá sér dæmdar skaðabætur Násltyldur söltudólgur Kathleen Robertson, Austin, Texas, voru dæmdar 750 þúsund dollarar í skaðabætur fyrir að ökkla- brotna í húsgagnaverslun þar sem hún var að skoða mublurnar. Hún hrasaði þegar smábam hljóp fyrir fætur hennar inni í versluninni. Eigendur verslunarinnar voru ekki lítið undrandi á úrskurðinum þegar tekið er tillit tO þess að smá- peyinn sem konan datt um er sonur hennar. Bandarískir dómstólar fá hin undarlegustu mál til ineðferðar og eru skaða- bótakröfur fyrirferðarmiklar í því málavafstri öllu. Oft er það orðfæri í lagabókstaf sein lögfræðingar hengja hatt sinn á þegar þeir krefjast liárra skaðabóta fyrir liönd uinbjóðenda sinnar. bað mun oftast ráða furðulegum úrskurðum dóinstólanna. Stelluverðlaunin eru kennd við konu sem fékk sér dæmdar skaðabætur fyrir að hella niður á sig kaffi sem hún ætlaði að neyta í MeDonald’s veitingastað. Eigandi 10 metra húsbíls var ekki tæknilega hugsandi þegar hann ók á 100 kin hraða á þjóðvegi og stóð upp frá stýrinu til að hella upp á kaffi í eldhúsinu aftur í. En liann fékk nær tvær milljónir dollara í skaðabætur og nýjan bíl. f leiðarvísi um notkun bílsins stóð nefnilcga ekkert um að bílstjórinn niætti ekki fara aftur í eldhús þegar farartækið væri á ferð. Heppinn hjólkoppaþjófur 19 ára pilti í Los Angeles, Carl Truman aö nafni, voru úrskurðaðar 74 þúsundir dollara í skaðabætur og allur kostnaður við læknishjálp eftir að nágranni hans ók Honda Accord yfir hönd hans. Truman hafði augljóslega ekki tekið eftir þegar hann var að reyna að stela hjólkoppi af bílnum að eigandinn sat undir stýri hans og var að leggja af stað í ökuferð. Enn heppnari innbrotsþjófur Terance Dickson í Bristol í Pennsylvaníu datt í lukkupottinn þegar hann var að ræna hús. Innbrot- ið heppnaðist með ágætum en útbrotið fór allt í handaskolum. Þegar hann var búinn að stela ætlaði hann út um bílskúrsdyrnar. En þær reyndust kirfi- lega læstar og var sjáífvirkt opnunarkerfi bilað. Þá ætlaði Dickson að fara aftur inn í eldhúsið, þaðan var innangengt í bílskúrinn. En læsingin var með þeim ósköpum gerð að ekki var hægt að opna dyrn- ar bílskúrsmegin og þjófurinn komst ekki út. Fjölskyldan sem Dickson var að ræna var í sum- arleyfi og mátti þjófurinn dúsa í bílskúrnum í átta sólarhringa. Þar nærðist hann á pepsí, en kassi af drykknum var geymdur í bUskúmum, og þurrum hundamat sem var þar í stórum poka. Dickson kærði meðferðina á sér og varð trygg- ingafélag húseigandans að greiða honum hálfa millj- ón dollara fyrir að valda honum átta sólarhringa sál- arangist. Afsökun hundsms Jerry Williams í Little Rock, Arkansas, fékk 14 þúsund dollara í skaðabætur og læknishjálp að auki eftir að lágfættur og langur veiðihundur beit hann í rassinn. Hundurinn var í eigu nágranna og var tjóðraður við staur og lokaður innan girðingar. ýtrustú .fikaðabótakröfu var hafnað þar sem dóm- urinn taldi aö hundurinn ætti sér nokkrar málsbæt- ur en Williams var búinn að skjóta á hann itrekað með loftbyssu. Féll á eigin bræði Veitingahúseigandi í Philadelphiu var dæmdur til að greiða Amber nokkurri Carson í Lancaster 113.500 dollara eftir að hún rann til á sleipum gos- drykk sem var á gólfi veitingahússins. Hún rófu- beinsbrotnaði. Sullið á gólfinu átti sér þá orsök að hálfri mínútu fyrir slysið skvetti Caron úr glasi sínu á unnusta sinn þegar þau voru að rífast og henni hitnaði í hamsi. > Misheppnað útbrot en vel lukkuð bótakrafa Kara Walton í Claymont, Delawere, kærði eiganda næturklúbbs og fékk greiddar skaðabætur. Málsat- vik voru þau að hún var að reyna að komast út um glugga á kvennaklósettinu til að losna við að borga reikninginn. Ekki vildi betur til en svo að hún datt á gólfið og braut tvær framtennur. Hún fékk 12 þúsund dollara í skaðabætur og allan tannlæknakostnað greiddan. Líklegur verðlaunahafi Sá sem þykir líklegastur til að hljóta Stelluverð- launin í ár er Merv Grazinski í Oklahomaborg. Hann keypti nær 10 metra langan húsbíl af Winnebago-gerð. f fyrstu ferð sinni út á þjóðveginn setti hann hraðatakmörkunina á löglegan hámarks- hraða, 70 mílur á klukkustund. Þá yfirgaf hann bílstjórasætið og fór aftur í eld- húsið til að hita sér kaftlsopa. Von bráðar yfirgaf húsbíllinn akbrautina með skiljanlegum afleiðing- um. í leiðarvísinum með bílnum stóð ekkert um aö ekki mætti skreppa aftur í eldhús og láta bílinn um að aka sér sjálfur og hvergi var tekiö fram að híllinn væri ekki með sjálfstýringu. Kviðdómur verðlaunaði Grazinski með 1.750 þús- und dollara skaöabótum og var framleiöandanum gert að afhenda honum nýjan Winnibago-húsbíl að auki. v Framleiðandi húsbílsins bætti því inn í leiðarvís- inn með þessari bílategund -að bílstjórinn mætti ekki yfirgefa sæti sitt undir stýri þegar ekið væri á þjóðvegi. Það þótti öruggara til að komast hjá skaða- bótagreiðslum ef ske kynni að fleiri kjánar keyptu svona bíl og héldu að í þeim væri sjálfstýring eins og tíðkast í skipum og flugvélum. En sjálfstýrandi bílar eru ekki enn komnir á markað, hvað sem síð- ar verður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.