Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 52
56 Heigctrbladí H>'V" LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 I Kraftmihil vél í ftflvöxnum jeppa á góðu verðí Kostir: Öflug vél, rafstýröur millikassi Gallar: Staðsetning klukku og sœtishitara Hyundai Terracan er fullvaxinn jeppi sem kom á markað árið 2001 og hefur fengið ágætar viðtökur. Hann er nú fáanlegur með öflugri V6 bensínvél og þannig reyndum við bílinn á dögunum, meðal ann- ars í nýföllnum snjó í hlíðum Úlfarsfellsins. Kom þar í ljós að um hörkuduglegan jeppa er að ræða þótt hann kunni að virka gamaldags á suma. Nýtískulegri innrétting Þótt Terracan sé kannski ekki sá rúmbesti í sín- um flokki er lítið út á hann að setja innandyra í heildina. Terracan byggist aö nokkru leyti á Gall- oper og hefur marga af kostum hans, eins og vel staðsett handfóng sem auðvelda inn- og útstig, sér- staklega þegar búið er að breyta bílnum. Innrétting- in er mun nýtískulegri en í Galloper og efnisval nú- tímalegra. Framsæti eru fjölstillanleg og því auðvelt að finna sér góða stellingu bak við stýrið. Tvennt mætti þó betur fara í innréttingu bilsins en það er staðsetning á klukku, sem er aftarlega fyrir ofan baksýnisspegilinn, og einnig staðsetning takka fyrir sætisupphitun sem eru bak við gírstöngina. Hins vegar eru mikil þægindi af rafstýringu fyrir milli- kassa en þar er hægt að skipta yfir í fjórhjóladrif eða lággír með því einu að snúa takka. Þrælöflug vél í akstri virkar bíllinn nokkuð þéttur en gæta þarf þó að því að þetta er jeppi með aksturshreyfingar jeppa. Ekki bætir úr skák að vélin er þrælöflug og auðvelt að láta hann spóla af stað, jafnvel á malbiki. Stýrið er nákvæmt og þægilegt, sem hjálpar mikið til, og hann leggur sig ekki miera til hliðar í beygj- um heldur en búast má við af bíl í þessum fiokki. Fjöðrunin er samt í mýkra lagi og þá sér í lagi að framan, þar sem hún getur átt það til aö slá saman ef groddalega er farið yfir ójöfnur. Aðalkostur bíls- ins í akstri er samt öflug vélin, eins og komið hefur fram, og fjögurra þrepa sjálfskiptingin sem er með yfirgír. Driflínan er einnig traustvekjandi og virtist ekki eiga í neinum vandræðum með aflið frá vélinni. Af því leiðir að geta hans í torfærum er þónokkur og ekki skemmir fyrir tregðulæsing í afturdrifi. Gott verð Kannski er aðalkosturinn við þennan stæðfiega jeppa verðið: 3.400.000 sjálfskiptur, sem verður varla betra í þessum stærðarflokki. Að vísu fæst Suzuki Grand Vitara V6 á verði sem er undir þessu en þar er um minni bíl að ræða. Aðrir jeppar í sama stærð- arflokki með V6-vélum eru til dæmis Toyota Land Cruiser og Mitsubishi Pajero, en þeir kosta báðir vel yfir fimm mifijónir króna, enda um mun betur út- búna bíla að ræða. Aðrir hugsanlegir keppinautar eru einnig Kia Sorento V6, sem kostar 3.525.000 kr„ SsangYong Rexton, sem með sex strokka Benz-vél- inni kostar 4.190.000 kr„ og hugsanlega annar Mitsu- bishi, en Pajero Sport með 177 hestafla V6 vél kostar 3.630.000 kr. -NG O Rafst rt fj rhj ladrifi er einfalt notkun og er h gt a skipta beint a fer . Setja ver ur hlutlausan ur en skipt er og r 1 ga drifinu. © Stigbretti eru sta alb na ur Terracan. © V6-v lin skilar vel s nu og tryggir b lnum getu utan vega. © R mi fyrir farangur er okkalegt og farangurs- net er kostur. © Innr ttingin er nokku n t skuleg og efnisval me g tum. HYUNDAI TERRACAN V6 Vél: 3,5 lítra bensínvél Rúmtak: 3497 rúmsentímetrar Ventlar: 24 Þjöppun: 10:1 Gírkassi: 4ra brepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Snúninqsöxlar Fjöðrun aftan: Gormafiöðrun Bremsur framan/aftan: Diskar/diskar, ABS, EBD Felqur/dekk: 255/75 R15 YTRI TÖLUR: Lenqd-breidd-hæð:_________________4710/1860/1790 mm HjólahafA/eqhæð:________________________2750/211 mm Beyqjuradíus:_____________________________11,8 metrar INNRI TÖLUR: Farþeqar með ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/örvqqispúða: 5/2 Faranqursrými: 760 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla pr. 100 km: 13,9 lítrar Eldsnevtisqevmir: 75 lítrar Ábyrqð/ryðvörn: 3/8 ár Verð: 3.400.000 kr. Umboð: B&L Staðalbúnaður: Rafknúnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, vökva- og veltistýri, þurrka í aft- urrúðu, þokuljós, tvö 12 volta tengi, lesljós, farangursnet, glasabakkar, fjölstillanleg upphituð framsæti, rafhitaðir hliðarspeglar, stigbretti, toppgrindarbogar, álfelgur, vind- skeið oq leðurklæðninq á stýri. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 200/5500 Snúninqsvæqi/sn.: 302 Nm/3500 Hröðun 0-100 km: 9,5 sek. Hámarkshraði: 185 km Eiqin þynqd: 1990 kg ! .......

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.