Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Helgœrhladi DV 59 framleiðandinn skotið Ferrari og BMW ref fyrir rass. Ef í ljós kem- ur að þetta séu staðreyndir er það mikið áfall fyrir BMW sem hefur útvegað Williams bestu keppnis- vélarnar undanfarin tvö ár, án þess að ná viðunandi árangri. „Við báðum Mercedes að hugsa hönnun vélar sinnar upp á nýtt,“ var haft eftir Adrian Newey. „Niö- 'urstaðan kemur til með að verða lægri þyngdarmiðja og minni heildarþyngd vélarinnar. Á móti höfum við einbeitt okkur að því að smíða bíl sem kemur til með að virka betur á nýju Michelin-dekkj- unum.“ David Coulthard hlakkar mikið til að fá að prófa nýja bílinn og sanna bæði getu sína og bíls- ins: „Ég er þess fullviss að með til- komu MP4-18 í vor komum við til með að jafna árangur Ferrari. Þar til komum við til með að njóta for- ystunnar frá því í ástralska kappakstrinum." Ferrari, sem hef- ur lent í vandræðum með prófan- ir á 2003-bíI sínum að undanförnu, gæti loksins þurft að láta í minni pokann eftir röð liða-titla síðan 1999. Nýr heimsmeistari verður jafnvel krýndur í haust. David Coulthard Þrátt fyrir að hæfileikar Skot- ans hægláta, sem hefur ekið fyrir McLaren síðan 1996, hafi lent í skugga félaga hans frá Finnlandi, þá verður ekki fram hjá því litið að David hefur á ferli sínum átt magnaða daga, eins og sigur hans í Mónakó á síðasta ári sannaði. í siðustu keppni naut hann reynslu sinnar og var réttur maður á rétt- um stað þegar flaggið var látið falla í lok keppninnar. Þrátt fyrir að eiga ekki tilkomumesta akstur- inn var það hann sem kom fyrstur í mark. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að Kimi Raikkonen tap- aði heilmiklum tíma vegna refs- ingarinnar sem hann fékk og án hennar hefði hann getað unnið,“ sagði David Coulthard eftir ástr- alska kappaksturinn. „Ég held að sigur minn sé tilkominn vegna reynslu minnar og hæfileika minna til að meta aðstæður í kringum mig.“ Nú hefur hópur manna, þó aðallega í Englandi, sagt að David Coulthard komi til með að leiða lið sitt til sigurs og verða næsti heimsmeistari Eng- lendinga. Ekki eru allir á sama máli en ef allt smellur saman hjá McLaren og David heldur fullri at- hygli út keppnistíðina er ekki ósennilegt að hann endi með pálmann í höndunum í Japan í haust. „Ef ég hefði einhveijar efa- semdir um hæfileika Davids Coulthards, heldur fólk þá virki- lega að ég hefði hann í liði mínu?“ spyr Ron Dennis, liðsstjóri Skot- ans. „Hann er frábær ökumaður og hefur enn heilmikið að færa liðinu. David er efni í heimsmeist- ara og hann stefnir á titilinn. Hann hefur aldrei verið sterkari en nú,“ sagði Dennis að lokum. -ÓSG FOSTUDAGUR 8.45 til 10.45. Prófanii'. Á þessum tíma fá þau keppnislið sem valið hafa takmarkaða prófun- ardaga yfir keppnistímabilið. Jagu- ar, Renault, Jordan og Minardi keppnisliðin fá aðeins tíu prófunar- daga utan hefðbundinnar keppnis- helgar. í staðinn fá þau tvo tíma til prófana á keppnisstað og mega þar nota prufuökumenn sína og auka- bíla. Hjólbarðar, sem liðin nota í þessum prófunum, teljast ekki inn í þær takmarkanir sem liðin hafa yf- ir keppnishelgina. 11.00 til 12.00. Frjáls æflng Hér hefja öll liðin undirbúning fyrir tímatökuna. Liðin mega ein- ungis nota keppnisbíla sína. Vara- bílar eru eingöngu leyfðir við sér- stök tilefhi og með leyfi FIA. 13.00 til 14.00. Fyrri tímataka Hver ökumaður fær aðeins eina tilraún til að gera sitt besta. Sá öku- maður sem hæstur er að stigum í stigakeppni ökumanna hefur tíma- tökuna. í Melboume í Ástralíu fer Michael Schumacher fyrstu ferð þar sem hann var efstur í fyrra. Hér beijast menn um rásröð fyrir seinni tímatökuna. LAUGARDAGUR 9.00 til 9.45 Frjáls æfing Það er nóg að gera á laugardög- um hjá Formúlu 1 ökumönnum. Þeir verða að fara varlega því laski þeir bíla sína er óvíst að þeir fái að brúka varabíl hðsins. 10.15 til 11.00 Fjáls æflng 13.30 til 13.45 Upphitun Þetta er síðasta tækifæri öku- manna til að finstilla bíla sína fyrir seinni tímatökuna og keppni. Hér verða síðustu ákvarðanir teknar varðandi keppnisáætlun og dekkja- val. Upphitun var áður á sunnu- dagsmorgnum en hefur verið felld niður. 14.00 til 15.00 Seinni tímataka Hér verður rásröð keppninnar ráðin. Hægasti ökumaður úr fyrri tímatökunni frá deginum áður fer fyrstur af stað. Sá hraðasti fer síðast- ur. Ökumenn fá aðeins eina tilraun hér líkt og í fyrri tímatökunni. Út- hringur, tímatökuhringur og síðast innhringur. Bannað er að bæta við eldsneyti á bílinn eftir tímatökumar og því verður áhugavert að sjá mis- munandi hraða á ökumönnum. 15.00 Park Farmé Eftir tímatökur fara allir bílar í vigtun og þaðan í Park Farmé, vaktað af eftirlitsmönnum FIA. Mjög miklar takmarkanir eru á þeim lagfæringum sem liðsmenn geta gert á bílum ökumanna sinna. Eftir að eftirlitsmenn FIA hafa gert þær mælingar sem af þeim er kraf- ist geta liðin tekið bíla sína inn í skúra sína. 18.00 Park Farmé Nú skulu allir bílar vera komnir á öryggissvæði FIA og fá að „gista" þar yfir nóttina. SUNNUDAGUR 08.00 til 14.00 Bflskúr keppnisliða Keppnisliðin geta sótt bíla sína á ný af næturstað og farið yfir helstu öryggisþætti bílsins fyrir keppni. Allar viðgerðir verða að vera sam- þykktar af FIA. Engar loftflæði- breytingar má gera á bílunum nema að sérstakt leyfi komi frá tæknimönnum FIA. Um leið og græna ljósið fyrir upphitunarhring logar mega bílar bruna út að rás- stöðu sinni. 14.00 Keppni Keppnin er ræst á hefðbundinn hátt og bílamir öskra af stað. Það verður mjög áhugavert að sjá mis- munandi keppnisáætlanir liða og ökumanna. Þeir sem óvænt áttu góða tíma í tímatökum þurfa að fara inn á fyrstu hringjum eftir eldsneyti. Sá sem ræsti aftastur og fór hægt af stað er um miðja keppni kominn í forystu. Þetta er það sem Max Mosley sá fyrir sér. -ÓSG Tímatafla helgannnar Notaöir bílar hjá Suzuki bílum hf. I Baleno Wagon 4x4, skr. 8/99, ek. 75 þús. Verð kr. 1140 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk., skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Baleno Wagon, ssk., skr. 10/99, ek. 46 þús. Verð kr. 1170 þús. Suzuki Jimny JLX bsk., skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk., skr. 6/01, ek. 67 þús. Verð kr. 1790 þús. Toyota Touring Terra 4x4, skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1250 þús. Subaru Forester 2,0, ssk., skr. 3/98, ek. 89 þús. Verð kr. 1250 þús. Peugeot 406, 3 d. 2,0, ssk., skr. 11/98, ek. 72 þús. Verð kr. 1480 þús. Land Rover Freelander bsk., skr. 6/99, ek. 58 þús. Verð kr. 1490 þús. Ford Focus Trend 1,6, bsk., skr. 3/99, ek. 49 þús. Verð kr. 1090 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI --y///_-----, SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-51 (M)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.