Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 56
60 LAUGARDAGU R 22. M ARS 2003 HeIqarblað DV A horni Laugavegar og Klapparstigs Eigum aðeins eftir þrjá afþessum gullfallegu sjón varpsskápum. Verð 250 þús. Tilboð 195 þús. http://simnet. is/bomedecorl928/ Laugardagstilboð Funkis-stólar í anda afa og ömmu Verð 49 þús. Tilboð 39 þús. Skoðið heimasíðuna okkar ogkíkið d tilboðin DAGUR I-ÐNAÐARINS í dag laugardaginn 22. mars kynna félagsmenn í Meistarafélagi bólstrara glæsilega íslenska húsgagnaframleiðslu og bólstrun. Verið velkomin í opið hús milli 13 og 16 í dag. Þið finnið allt um Dag iðnaðarins og bólstrara á Meistarinn.is og í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Samtok^iðnaðarm ^ ..1 - par sem pu finrtur fagmanninn MORE& MORE A LIFE PHILOSOPHY FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Kjólar - Dragtir - Pils - Toppar St. 36 - 52 Flottir bandaskór í hvítu og beige. Glæsibær Viðskipta bátturinn Utvarpi Sögu fm 94.3 Þáttur um viðskipti og efna- hagsmál þar sem blaðamenn Viðskiptablaðsins rýna í það helsta á markaðnum á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 tilll þnð áluifi<irerð(isla í lirinii riðskipla í <laf> - þaá borgar sig að hlusta □ Landsbankinn Umsjón Sævar Bjarnason Amber-mótið: Blindskák og í Mónakó fer fram þessa dag- ana hið árlega Amber-mót sem einhver auðkýfingur heldur til minningar um látna dóttur sína, sem hét einmitt Amber. Keppend- ur tefla 2 skákir við hvern og einn, eina atskák og eina blind- skák. Blindskákirnar vekja mesta athygli, það er ótrúlegt hvað þess- ir kappar geta teflt þær vel, en þeir eiga það nú til sumir að skilja menn eftir í dauðanum eða yfirsjást mát í 2 leikjum. Blindskákin er tefld á tölvu- skjám, skákmennirnir hafa tóm- an tölvuskjá fyrir framan sig en á áhorfendasvæðinu, hjá dómurun- um og á netinu geta menn séð skákirnar. Skákmennirnir „klikka“ með músinni á þann reit sem maðurinn eða peðið stendur sem þeir ætla að færa og siðan á þann reit sem á að færa á. Þetta virkar vel. Margir eiga erfitt með að skilja hvernig skákmennirnir sjái stöðuna og geti hugsað leiki síðan út frá henni. Þetta er auð- vitað hin mikla reynsla sem skák- menn búa yfir og er keimlíkt því hvernig skákmenn hugsa út sína leiki áður en þeir leika þeim í venjulegri skák. Ég hef stundum líkt þessu við prjónaskap, þeir (þær!) sem prjóna þekkja þetta, flókin mynst- ur koma nær sjálfkrafa hjá vönu fólki og sumir eru svo flinkir í þessu að þeir geta haldið uppi samræðum um leið og fipast ekki hið minnsta. Það sem aðgreinir blindskák frá venjulegum prjóna- skap er að sífellt þarf aö finna upp ný mynstur eða stef, sérstak- lega þegar líða tekur á skákina. Flestir þokkalegir íslenskir sem erlendir skákmenn geta teflt blindskák en eru að sjálfsögðu misjafnlega góðir. Helsta afrekið er að tefla blindskákarfjöltefli, þar reynir á einbeitinguna og eft- ir því sem skákunum fjölgar fækkar þeim sem geta teflt svona. En ég held að flestir skákmenn með yfir 2300 Elo-stig geti teflt 3-4 skákir samtímis, bara ef þeir fá næði til að einbeita sér. Stór- meistarar og margir aðrir geta teflt fleiri en til hvers að leggja á sig þetta erfiði? Það eru bara ein- staka harðjaxlar sem gera það. En víkjum að mótinu í Mónakó. Svona er staðan eftir 5 umferðir (tvöfaldar). Staða efstu manna í blindskák- inni: 1. Kramnik 4,5 v. 2.-3. Gelfand og Leko 3,5 v. Það vekur athygli hversu öflug- ur Kramnik heimsmeistari er í blindskákinni en hann hefur að- eins skrapað saman 2 v. í atskák- inni. Anand virkar jafnvígur á bæði at- og blindskák, enda efstur. Shirov er í óstuði eftir góða ís- landsför og er næstneðstur. Stór- meistarinn Ljubojevic er neðstur, en hann hefur verið sérstakur heiðurskeppandi undanfarin ár. Ljubo er fæddur 1951, jafnaldri Anatolíjs Karpovs. Þarna eru flestir þeirra bestu, en ég held að Kasparov hafi aldrei verið með. Hann annaðhvort vill ekki vera með í blindskákarmótum eða ger- ir of miklar peningakröfur. Staða efstu manna í atskákinni: 1.-2. Anand og Morozevich 4 v. 3. Bareev 3,5 v. Bareev og Móri eru þekktir atskákmenn, sérstaklega Bareev. Hann hefur unnið sterk ofuratskákmót en er líklega slak- ari í blindskákinni. Réttara er að segja að hinir séu einfaldlega að- eins betri! Staðan í heildarkeppninni: 1. Anand 7 v. 2.^1. Leko, Kramnik og Morozevich 6,5 v. 5. Gelfand 5,5 v. 6.-8. Almasi, Ivanchuk og Topalov 5 v. 9.-10. Bareev og Van Wely 4,5 v. 11. Shirov 2,5 v. 12. Ljubojevic 1,5 v. Tefldar veröa 11 tvöfaldar umferðir þannig að mótið er rétt rúmlega hálfnað. Þannig að allt getur gerst enn. Lítum nú á blindskák á milli Kramniks og helsta aðstoðar- manns hans, Bareevs. Hvítt: Vladimir Kramnik (2807) Svart: Evgeníj Bareev (2729) Slavnesk vörn. Monte Carlo, Mónakó (5), 20.3. 2003 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 a6 5. Rc3 b5 6. b3 Bf5 7. Re5 h6 8. g4 Bh7 9. Bg2 e6 10. 0-0 Be7 11. f4 Rfd7 Kramnik hefur teflt þokkalega hvasst sem er ólíkt honum en nú verða sviptingar á miðborðinu þar sem Kramnik hefur uppgvötað slæma stöðu hróksins á a8. Vel af sér vikið í blindskák! 12. cxd5! Rxe5 Eftir 13. - cxd5 eða 13. exd5 kemur 14. Rxd5! Með peðsvinn- ingi. 13. d6! Dxd6 14. dxe5 Dc7 Bareev þorir ekki í endataflið enda er það greinilega verra. Að auki er Kramnik sennilega mesti endataflsmaður sem nú teflir. Smyslov gamli er enn lifandi en kominn yfir áttrætt. Hér áður fyrr tefldi hann mörg glæsileg enda- töfl. 15. Re4 0-0 Hrókar beint ofan í sóknina! Nú jæja. 16. Bb2 Rd7 17. Hcl c5 18. g5! hxg5 19. Rxg5 19. - Bxg5 Nei, þetta er ekki sjónrænn afleikur, hvítur er bú- inn að yfirspila svartan. Eftir 19. Ha7 eða 19. Had8 kemur 20. Rxh7 Kxh7 21. Dh5+ Kg8 22. Be4 og fátt er til varnar. 20. Bxa8 Hxa8 21. fxg5 Rxe5 22. Dd4 f6 23. Df4 Frekari barátta er vonlaus, svarta staðan er í rústum. 1-0. Anand fór illa með Ivanchuk sem hefur teflt með öryggiö í fyr- irrúmi undanfarið ár. Ivanchuk er frábær skákmaður en Anand er einfaldflega oftast ofjarl hans. Hvítt: Vishy Anand (2753) Svart: VassUíj Ivanchuk (2699) Spánski leikurinn. Monte Carlo, Mónakó (4), 18.3. 2003 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 atskák Vladimir Kranmik Stendur sig vel í blindskákinni. 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. h3 Bb7 9. d3 He8 10. a3 h6 11. Rc3 Bf8 12. Ba2 Rd4 13. Rh2 d5 14. exd5 Rxd5 15. Rg4 Rf4 16. Re4 Rg6 17. c3 Re6 18. Df3 Hb8 Þetta er nokkuð hefbundinn leikmáti í þessu af- brigði spænskrar varnar. Hvítur teflir upp á veikleika svarts á skálínunni a2-g8 og Ivanchuk var- ar sig ekki nóg á margbreytileika hvítu stöðunnar. 19. g3 h5 20. Rh2 h4 21. Df5 Bd5 Þessi leikur var í sjálfu sér nauðsynlegur en hefði mátt koma fyrr. Ekki gekk 21. - Dxd3 vegna 22. Rf6+ og svarta drottningin fellur. 22. Bxd5 Dxd5 23. Rf3 Hbd8 24. gxh4 Dxd3 25. Dg4 Rc5 26. Bg5! Rxe4 Sennilega var 26. - Hd5 betri leikur með flóknu tafli. 27. Hxe4 Hd6 28. h5 Rf4? Nauðsynlegt var 28. Re7 og sætta sig við peðstap. Nú skella á verri atburðir. 29. He3 f5 A#I ^ Slæmt er að hafa óvaldaðan hrók á a8. Nú fellur riddarinn djarfi og frekari skýringar ekki þörf, að sinni. 30. Dh4 Re2+ 31. Kfl Dd5 32. Kxe2 f4 Þetta er víst bara smá sprikl. 33. Bxf4 exf4 34. Hxe8 Dd3+ 35. Kel Dxf3 36. De7 Hf6 37. h6 Dg2 Nú kemur glæsilegur lokaleikur. 38. Dxg7+ 1-0.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.