Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 71
l_A.UGA.RDA.OUR 22. fVlARS 2003 He Iq a rb la c? 13 "V 75 V Myndagátur Myndirnar tvær virð- ast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemuríljósaðá annarri myndinni hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi og senda okkur ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimurvikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. Verðlaun: Minolta-myndavél frá Sjónvarpsmiöstöðinni, Síöumúla 2, aö verðmæti 4490 kr. Vinningarnir veröa sendir heim til þeirra sem búa úti á landi. Þeir sem búa á höfuö- borgarsvæöinu þurfa aö sækja vinningana til DV, Skaftahlíö 24. eigi síöar en mánuöl eftir birtingu. Svarseðill Nafn:______________________________ Heimili:___________________________ Póstnúmer:----------Sveitarfélag: Merkið umslagiö meö lausninni: Rnnur þú fimm breytingar? nr. 710, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verðlaunahafi fvrir getraun 708: Rakei Guðnadóttir Tunguvegur 90 Reykjavík. Lífið eftir vinnu Flóaniarkaður á Eiðistorgi I dag verður haldinn RISA flóa- markaður til styrktar 65 strákum og stelpum í 5. fl. handknattleiksdeildar Gróttu. Þar mun kenna ýmissa grasa enda geymslur stórar á Nesinu og í Vesturbænum og bílskúrar og geymslur fullar af dóti sem fólk er hætt að nota. í hádeginu ætlar svo Bubbi að koma og taka lagið. Mark- aðurinn verður opinn frá 11-16 og þegar líða fer á hann má fólk gjarn- an prútta því helst á allt að seljast. Hamionikkugleði á Suðumesjuin Harmonikkugleði verður á Ránni við Hafnargötu í Keflavík á vegum F.H.U.S, Félags harmonikkuunnenda á Suðurnesjum. M.a. koma í heimsókn góðir gestir frá Akranesi auk nemenda úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Aðgangur ókeypis. Kaffisala á staðnum. Danssýning Það verður danssýning í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, kl. 20.30-21.30, dansarar frá ýmsum heimshornum skemmta gestum. Tónleikar með jazz-funk hljómsveitinni HOD. Mat á skólastarfi og raunveruleikinn Mat á skólastarfi hefur verið slag- orð stjórnvalda um nokkurt skeið. Mörgum hefur þó fundist erfitt að finna raunveruleika þess eða tilgang. Ráðstefna um þessi mál verður hald- in í dag i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ráðstefnan stendur frá 9.30-17. Ráðstefnustjórar eru: Lárus H. Bjarnason, rektor MH, og Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari í Flensborgarskólanum. Listadagar í Garðabæ Það eru listadagar barna- og ung- linga í Garðabæ fram á sunnudag. Mikið um að vera í bænum alla dag- ana. Kíkið inn á www.gardabaer.is Tónleikar á Grand Rokk Örkuml, Sein og 5ta Herdeildin leika á Grand Rokk í kvöld kl. 22, 500-kall inn. Einleikarapróf í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs Ella Vala Ármannsdóttir hornleik- trni og Hrefna Unnur Eggertsdóttir píanóleikari munu halda tónleika á vegum Tónlistarskólans í Reykjavik í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, kl. 14. Tónleikarnir eru seinni hluti einleikaraprófs Ellu Völu Ármanns- dóttur, frá skólanum. Bíósýning í Bæjarbíói Kvikmyndasafh íslands stendur fyrir sýningu myndarinnar La Baie des anges í dag kl. 16 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfírði. Myndin sem er frá árinu 1963, var nefnd Stúlkan með ljósa hárið á íslensku og var gífurlega vinsæl á sínum tíma. Miðaverð er krónur 500. Aninia Reykjavík í MÍR Anima Reykjavík er nafnið á nýrri hreyfimyndahátíð sem Bíó Reykjavík stendur fyrir í bíósal MÍR, Vatnsstíg lOa, i kvöld klukkan 19.30. Á hátíð- inni verða eingöngu sýndar myndir sem gerðar eru með hreyfimynda- tækni, eftir leikstjóra eins og Jan Svankmeyers, Jiri Trinka, Aardman og Tim Burton. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Brídge Fyrsta opna EM í Menton í Frakklandi 14.-28. júní Fyrsta opna Evrópumótið í bridge verður haldið í Frakk- landi dagana 14.-28. júní næst- komandi. Keppt verður í öllum flokkum nema flokki yngri spilara og verður spilaður tví- menningur og sveitakeppni. Eins og fram kemur er mótið opið öllum og tekur Bridgesamband íslands við þátttökutilkynningum til 30. apríl. Áætlað er að mótið verði haldið annað hvert ár. Sem sagt, tilvalið tækifæri fyrir alla sem telja sig eiga erindi á al- þjóðlegt bridgemót. Eitt vinsælasta mót Bridgesambands íslands, ís- landsmót í paratvímennings- keppni, verður haldið um helg- ina í húsnæði Brigdesam- bandsins við Síðumúla 37. Ástæða er til þess að hvetja áhorfendur til að koma og horfa á bestu karl- og kvenspil- ara landsins í skemmtilegri keppni. Danir eru eins og íslending- ar að spila undankeppni fyrir landsmót sitt og eins og spilið í dag gefur til kynna, þá virðist þar „valinn maður í hverju rúmi“. Skoðum það betur. V/Allir 4 82 <4 653 4 DG1063 4 762 4 ÁG6 K42 4 985 4 ÁG98 4 KD1073 44 ÁDG8 ♦ K4 4 D5 Spilið var spilað á 12 borð- um og á sjö þeirra var árangur- inn sá sami eftir nokkurn veg- inn sömu vörn og úrspil, sem innihélt tvö endaspil, undir- trompun og trompbragð. Lokasamningurinn var sá sami, eða tveir spaðar í suður. Einn sagnhafi, Nils Graulund, leysti málið svona. Útspilið var laufaþristur drepinn á ásinn, sem gaf austri tækifæri til að hnekkja spilinu. Hann verður að spila tígli strax, en enginn fann þá vörn fyrr en í umræðu á eftir. Reyndar spilaði hann laufi til baka, vestur drap á kónginn og spilaði meira laufi. Suður trompaði, spilaði tíg- ulkóng og fékk slaginn. Hann spilaði meiri tígli, vestur drap og var endaspilaður. Hann reyndi að spila sig út á hjarta- tíu og sagnhafi fékk slaginn á gosann. Suður spilaði nú spaöakóng, austur gaf og þá tók sagnhafi hjartaás og spilaöi hjarta. Austur fékk slaginn á kónginn og var endaspilaður. Staðan var nú þessi: 4 8 < DGIO ♦ - * N |*AG Vc A49 S U G 4 D107 * 8 •f - * - Þaö er vonlaust fyrir aust- ur aö spila trompi, tígull gerir spilið líka auðvelt, þannig aö * 954 »1097 ♦ Á72 4 K1043 4 7 4 10 austur prófaði laufgosann. Sagnhafi var vel á verði þegar hann trompaði með sjöunni og yfirtrompaði síðan með átt- unni í blindum. Svo tók hann tíguldrottningu, kastaði hjarta ~ að heiman og fékk síðan átt- unda sláginn á trompdrottn- ingu með trompbragði. Glæsileg spilamennska, sem eins og áður sagði var endur- tekin á sex öðrum borðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.