Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Side 11
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 11 Skoðun — f 5Ct8ii ■ i ■ 4 I m m r* m 1 i 1: ^ Lima & DV-MYND GVA var á Sandey aKjartan Gunnar Kjartansson blaðamaöur Laugardagspistill Ég er óforbetranlegur fortlðar- gutlari. Alla mína ævi hef ég verið að missa af nútíðinni við það að trega fortíðina. Ég hef aldrei getað haldið vatni yfir skáldlegum alhæf- ingum um timann og hverfulleik- ann: „... því tíminn vill ei tengja sig viö mig." - segir Jónas Hallgrims- son i sínu fræga kvæði, ortu á nýársdag, 1845. T.S. Eliiot orti sniildarlega um hverfulleikann í Öskudegi og í Gömlu Ijóði segir Tómas Guðmundsson: „Þó vori á ný rís aldrei framar sá dagur, sem bar þig til mín og tók þig aö síöustu frá mér. Tíminn er dauöur á þeirri stund, er hann fœöist. ” Þetta er auðvitað allt saman hin fullkomna blanda heimspeki og skáldskapar - snilldin hrein. Fortíðin minnir á sig Fortíðardraugar eins og ég verða auðvitað að halda sinu striki og láta sem ekkert sé. Því hér stend ég, ár- ið 2003, og get ekki annað. En stundum minnir fortíðin á sig með óvæntum hætti. Hún læðist kannski inn í hversdagsleikann í formi angurværs dægurlags sem sló í gegn þegar ég var fimm eða sex ára. Lagið gæti verið með Platters og því smellt á fóninn á einhverri útvarpsstöðinni. Ég sit þá í bílnum á heimleið, eftir langan vinnudag, og kikna í hnjáliðunum af áfengri nostalgíu. Fortíðin státar svo af fleiru en gömlum dægurlögum. Stundum birtist hún ljóslifandi i gömlum ljós- myndum. Slíkar myndir geta verið sára ómerkilegar fyrir flesta sem berja þær augum en kalla fram kunnuglegar kenndir, þrár og tíðar- anda hjá öðrum. Þetta gerðist reyndar í mínu tilfelli á dögunum með svo eftirminnilegum hætti að ég verð eiginlega að gera því dálitil skO í þessum pistli. Gömul mynd Ég var í minni vinnu uppi á DV að leita að myndefni sem ég átti erfítt með að finna. Af einskærri tO- viijun fletti ég upp á umslagi sem merkt var Sandey. Ég varð forvit- inn, fór að skoða innhaldið, og hver var þar þá kominn, nema ég sjáifur, fyrir aldarfjórðungi á sanddælu- skipinu Sandey uppi í Hvaifirði. Ég man vel eftir því þegar Gunn- ar Andrésson ljósmyndari kom um borð tO okkar á Sandey fyrir tutt- ugu og fimm árum, fór með okkur eina ferð og tók m.a. þessa ágætu mynd af mér. Ég féO auðvitað í minn nostalgíutrans þegar ég sá myndimar, fann hafgoluna leika um hárið sem ég eitt sinn hafði, heyrði gamalkunnar drunumar í dæluvél skipsins, fann olíulyktina blandast sjávarloftinu, fékk pönnu- kökubragð í munninn og varð aftur ástfanginn. Svona getur gömul ljós- mynd hrist upp í gömlum mönnum. m.s. Sandey Sandey var 499 brl. sanddæluskip, smíðað i HoUandi 1957. Hún var ein- staklega rennOegt og faUegt skip, með rómantískri trébrú sem státaði af stóru eikarstýri, vélasíma úr látúni og stóru, fomfálegu korta- borði. Hún var flatbotna en stöðug og traust í sjó, teiknuð á þeim tíma þegar bflar og skip höfðu enn hinar ávölu línur kvenmannslíkamans. Það var heiðursmaðurinn Krist- inn Guðbrandsson í Björgun sem festi kaup á skipinu 1962 en eftir það var skipið burðarásinn í hinu merkflega fyrirtæki, Björgun hf. Ég minnist þess hve nota- legt það var að koma um borð á vorin að afloknum prófönnum, skilja allar áhyggjur eftir í landi, end- umýja kynnin við gömlu sérvitringana sem voru hver öðrum óborganlegri, hverfa inn í þetta róandi, reglufasta og fábrotna starf og sigla um Sundin blá sem voru engu lík á löngum vomóttum. Sandey hafði helst það hlutverk að dæla upp byggingarsandi í Hval- firði, út af KiðafeUi, og dæla efninu í land inni í Ártúnshöfða á athafha- svæði Björgunar hf. Auk þess sótti skipið skeljasand út í Bugt og dældi honum í land uppi á Akranesi fyrir Sementsverksmiðjuna. Kaupmaðurinn og forstjórinn Ég komst á Sandeyna í gegnum klíku en þannig gerðust kaupin á eyrinni í þá daga. Pabbi var kaup- maður á hominu inni í Kleppsholti en Kristinn bjó í nágrenninu og keypti í matinn hjá fóður mínum. Þetta var áður og um það leyti sem Kristinn festi kaup á þessu góða skipi. Kristni var margt tfl lista lagt, at- hafnasamur eldhugi og þúsund- þjalasmiður með margar hugmynd- ir í koflinum. Stundum var hart i ári og þá skipti máli að hafa láns- traust hjá kaupmanninum sínum. Faðir minn klikkaði ekki á láns- traustinu og naut þess æ síðan. Þeir Kristinn urðu aldavinir og faðir minn sá síðan um aUan kost í skip Björgunar en þau urðu þrjú þegar mest var uppleikis. Óskastarf skólastráka Það voru mikfl forréttindi fyrir skólastráka að vera á Sandeynni á sumrin. Skipið gekk þá aOan sólar- hringinn enda á vísan að róa með sandinn. Unnið var tólf tíma á sólar- hring á sex tíma vöktum, hálfan mánuð um borð, og síðan fékk mað- ur vikufrí í landi á fuUum launum sem voru einstaklega góð. Ég byrj- aði á Sandey þegar ég var í mennta- skóla og var þar aUs sjö sumur. Um sundin blá Ég minnist þess hve notalegt það var að koma um borð á vorin að af- loknum prófonnum, skflja allar áhyggjur eftir í landi, endumýja kynnin við gömlu sérvitringana sem voru hver öðrum óborganlegri, hverfa inn í þetta róandi, reglufasta og fábrotna starf og sigla um Sund- in blá sem voru engu lík á löngum vomóttum. Tómas Guömundsson var mitt uppáhaldsskáld enda hafði enginn ort af meiri snflld um sundin sem við sigldum um fjórum sinnum á sólarhring. Ég kunni ljóðin utan að í fyrstu tveimur ljóðabókum hans en ljóð Tómasar, Um sundin blá, í samnefndri fyrstu ljóðabók hans, byrjar einmitt á eftirfarandi erindi: Um vorkvöldin síöla ég sigli einn um sundin blá. Til hvíldar er heimurinn genginn og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá. Um sofanda varir fer viökvœmt bros meöan vornóttin gengur hjá. Það fór þvi ekkert á mUli mála að þetta var minn staöur og mitt starf, mitt skip og mitt skáld. Sérvitringasamfélag Á Sandey vom saman komnir margir stórkostlegustu persónu-leik- ar sem ég hef kynnst um ævina. Þar fór fremstur meðal jafningja, Eggert Sigurmundsson, stýrimaður og skip- stjóri, bróðir Siguröar, bónda og fræðimanns í Hvítárholti. Eggert er sonur Sigurmundar Sigurðssonar, héraðslæknis af Galtarætt, en afi Egg- erts í móðurætt var Eggert á ísafirði, bróðir Matthíasar þjóðskálds. Eggert var afar Oialdssamur og hafði stöðugar áhyggjur af uppgangi kommúnista: „Það er kominn tími tO, faktor, að kristnir menn i þessu landi fari að grípa tfl vopna gegn þessum skrfl,“ - átti hann tU með segja við mig. Hann vOdi aðhaldssama fjár- málastjóm, vfldi banna gjaldeyris- sóandi sólarlandaferðir og draga úr óþarfa menningarprjáli. Eggert kaUaði mig aUtaf faktorinn, enda var ég stundum að koma kostin- um um borð yfir vetrartímann. Hann gaf flestum ný nöfn. EOin hásetinn var fullkomlega vUjalaus meinleysingi. Hann var kaUaður Skúrkurinn. Annar var rammur að afli og hafði fengist við búskap á Skíðastöðum í Skagafirði. Sá var Skíöastaöahrammurinn. Eitt sinn var hjá okkur pUtur frá Marokkó, dökkur á hörund og múhameðstrúar. Hann gegndi nafninu Móri. Jón hét maður HaUdórsson véla- maður. Hann var orðheppinn og stríðinn en sagði aldrei styggðaryrði við nokkum mann. Annar var Rögn- valdur sem spUaði á harmónikku, en ekki vel. Eitt sinn var Röggi með nikkuna um borð að spUa upp á báta- dekki í blíðskaparveðri og ruglaðist mikiö. Ekki var hægt að hæla spfla- mennskunni svo einhver spurði Jón hvemig honum líkaði. Jón svaraði að bragði: „Rögnvaldur spflar svo vel að hann spflar mörg lög í einu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.