Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Side 38
42
Helqarblað I>V LAUGARDAGUR 3. MAf 2003
Léttmeti með
ábyrgð
María Sigurðardóttir leikstjóri
segist ekki vera neinn sérfræð-
ingur í gainanleikjum en hún
hefur oft komið leikhúsgestum
til að hlæja með uppsetningum
sínum.
I)V-mynd Sigurður Jökull.
María Siqurðardóttir leikstjóri frumsýndi á
dögunum íBorgarleikhúsinu farsann Öfugu
megin uppí. Hún regnir að skgra út fgrir les-
endum DV hvað sé fgndið, hvað leikstjórn
og skurðgröftur eiga sameiginlegt og hvað
það sé nauðsgnlegt að umgangast léttmeti
afábgrgð.
Það er ekki eins og María Sigurðardóttir leikstjóri hafi
farið öfugu megin fram úr rúminu þegar hún hittir blaða-
mann DV á Kaffi Roma á Rauðarárstíg. Þvert á móti er
hún enn glottandi eftir vel heppnaða frumsýningu á fars-
anum Öfugu megin uppí sem var frumsýndur í Borgarleik-
húsinu sl. sunnudag.
Þar fer Eggert Þorleifsson á kostum sem afleysingahótel-
stjóri sem af góðvild ætlar að bjarga vandamálum tveggja
para sem gista á hótelinu. Þau eru bæði gift en ekki þeim
sem þau ætla að deila nóttinni með. Þetta er að mörgu leyti
dæmigerður farsi þar sem allt gerist á miklum hraða,
menn eru sífellt á barmi þess aö uppgötva eitthvað sem
þeir vilja ekki og mega ekki vita, margir detta á rassinn
með miklum tilþrifum og mörgum hurðum er skellt eða
dyr opnaðar þegar verst stendur á. María hefúr fengist við
leikstjórn alilengi og leikstýrt bæði áhugasýningum og at-
vinnusýningum á sviði og i kvikmyndum.
Fyrsta leiksýningin sem hún stýrði á sviði Borgarleik-
hússins var reyndar Sex í sveit sem naut gríðarlegra vin-
sælda og var sýnt á fjölum Borgarleikhússins í tæp fjögur
leikár. Því er líklegt að menn hafi talið að hún væri sér-
fræðingur í þvi að koma okkur til að hlæja. Er það rétt?
„Ég er enginn sérfræðingur," segir María.
„Ég geri ráð fyrir að Sex í sveit hafi komið þessu orð-
spori á mig. Ég hef samt gaman af því að fást við farsa sem
margir tala um sem einhvers konar óæðra leikhúsform en
ég er auðvitað mjög ósammáia því. í leikhúsinu er maður
alltaf að gera sýningar fyrir fólk og leggur mikfa vinnu í
að gera sýningu þannig að fólk skilji hana og hafi gaman
af. Margir fara aðeins í leikhúsið til þess að sjá gamanleiki,
eða það sem oft er kailað léttmeti. Þess vegna ber maður
mikla ábyrgð."
- María segir að það sé hættulegt viðhorf að gamanleik-
ir séu annars flokks leikhús.
„Það er mikil áskorun fyrir leikara að leika í gamanleik.
Það er auðvitað reynt að velja þá leikara sem eru ráðnir í
viðkomandi leikhúsi og hafa áður fengist við gamanleik.
Það er þó ekki alltaf hægt. Ég er t.d. með í þessari sýningu
leikara eins og Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur og Jóhönnu
Vigdísi, sem hafa nánast ekkert fengist við gamanleik, og
er mjög ánægð með þær báðar.“
- Hér má ljóstra því upp að Sigrún Edda sýnir ótvírætt
í þessari sýningu að hún er flinkur gamanleikari og dettur
t.d. af fágætri innlifun hvað eftir annað.
Gröfum skurð og mokum ofan í
- Oft er talað um farsa sem einhvers konar formúluleik-
rit. Er það ekki nokkuð rétt?
„Góður farsi byggist á dramatískum atburðum og það
gerir þessi farsi vissulega því fátt er dramatískara en fram-
hjáhald. Þess vegna er það erfitt verkefni aö gera þennan
hræðilega atburð fyndinn. En auðvitað er þetta ákveðin
uppskrift sem er að verða nokkuð þekkt og byggist á mis-
skilningi og blekkingum og hættunni sem alltaf vofir yfir.
Mér fmnst þessi farsi ótrúlega symmetrískur og sérkenni-
legur og við vorum smátíma að átta okkur á því hvemig
við gætrnn nýtt það.
Þessi sviðsmynd er t.d. sú eina sem kom til greina en
hún er jafnframt sú sem höfúndurinn leggur til. Svo kem-
ur sami textinn fyrir aftur og aftur í mismunandi útgáfum
því hjónin sem gista á hótelinu eiga svo margt sameigin-
legt.“
- María lýsir því að mikið hafi verið hlegið á fyrstu sam-
lestrum verksins með öllum starfsmönnum og leikurum.
Svo þarf að rekja leikritið í sundur lag fyrir lag og komast
að kjama þess og þá hættir það að vera fyndið um tíma.
Er þá lítið hlegið á frumsýningu af þeim sem hafa unn-
ið við verkið?
„Þetta er svolítið eins og að grafa skurð til að rekja sund-
ur leiðslur og moka svo ofan í hann aftur. Þetta veröur á
köflum mjög ófyndið í vinnslunni en ég gat samt hlegið á
írumsýningunni og þá er ég ánægð.
Það er nauðsynlegt í vinnu við gamanleik að fá áhorf-
endur inn á síðustu æfmgamar. Þá sit ég úti í sal innan
um fólkið og reyni að nema áhrifin af leiknum, reyni að sjá
með augum þess hvemig þetta virkar. Þetta er dálítið
svona geðklofastarf."
Stjömur og tímasetning
- Oft talað um að góður gamanleikur byggist á góðri
tímasetningu. Er hægt að útskýra það fýrir venjulegu fólki
hvað felst í „góðri tæmingu"?
„Ég get það ekki. Og kannski er bara ekki rétt að gera
það. Betra að það verði áfram bara galdur leikhússins. Ég
held það verki betur þannig!
- Margir hafa talað um stjömuleik Eggert Þorleifssonar
í téðu leikriti. Skyldi þetta verk hafa verið valið fýrir
hann? „Þetta er búið að liggja uppi í leikhúsi í nokkur ár
MAÍI
ÚTSALAN f
er hafin m
MAII
ÚTSALAN ff
er hafin
25%
afsláttur
af öllum vörum
A horni Laugavegar og Klapparstígs
Á horni Laugavegar og Klapparstígs
og það hefur alltaf verið talað um Eggert í aðalhlutverkið.
Hlutverkin í gamanleikritum skiptast í hlutverk Hallanna
og Laddanna, þeirra sem leggja upp brandarana og hinna
sem ljúka þeim. Eggert er ótrúlega flinkur gamanleikari og
það var gaman á æfmgatímanum og mikið hlegið. Það er
afskaplega mikilvægt að leikstjóri sé opinn fyrir hugmynd-
um leikara á æfmgaferlinu, ekki síst í gamanleikjum, og
leyfi þeim að blómstra ...“
- En hverjir eru þínir uppáhaldsgamanleikarar?
„Við eigum marga góða gamanleikara. í augnablikinu
eru uppáhaldsgamanleikaramir mínir Eggert og hinir í
Öfugu megin uppí. En mér fannst algjör upplifun að vinna
með Ladda og Eddu Björgvinsdóttur á sínum tíma. Einnig
finnst mér Ólavía Hrönn góð, Siggi Siguijóns, Halldóra
Geirharðsdóttir o. fl. o. fl.
Náttúrutalent og gagnrýni
- Þessir tveir sem þú neftidir, Laddi og Eggert, eru báð-
ir sjálfmenntaðir leikarar. Þýðir það að gamanleikur sé
náttúrutalent eða meðfæddur hæfileiki?"
Þessir tveir eru náttúrutalent. Svo er líka hægt að segja
um fleiri gamanleikara að þeir hafi meðfædda gaman-
leikja-hæffleika þó þeir hafi gengið í gegnum leiklistar-
nám. Það er bara þannig. „
- Flosi Ólafsson lýsti einu sinni viðtökum áhorfenda í
skopstælingu af leiklistargagnrýni svo að þeir hefðu tekið
sýningunni „fálega en af hrifningu og hlýju“. Halldóra
Friðjónsdóttir skrifaði um þessa sýningu undir fyrirsögn-
inni: Fimm í sveit. Fannst þér það fyndið og varstu ánægð
með viðbrögð gagnrýnenda?
„Ég hef oft verið mjög viökvæm fyrir gagnrýni og oft örl-
ar á því að gagnrýnendur horfi niður á gamanleiki. Mér
fannst gagnrýnandi Mbl. vera jákvæður meðan gagnrýn-
andi DV flæktist dálítið um í smá-misskilningi. Mér fannst
þetta með fimm í s'veit svolítið fyndið en kannski ekki á
þann hátt sem ætlast var tiL Mér finnst gagnrýni nýtast
best ef hún bendir mér á eitthvað sem betur mætti fara og
sem ég get lagað.“
Farin í sveitina
- María hefúr starfað lengi í kvikmyndagerð sem aðstoð-
arleikstjóri og að ýmsum verkefnum
en leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd
þegar Regína varð til og segir að kom-
inn sé tími til að koma konum og
sjónarmiðum þeirra meira inn í ís-
lenska kvikmyndagerð. í Regínu voru
konur í öllum burðarhlutverkum við
gerð myndarinnar og það vildi María
sjá oftar. Hún segist vera með í smíð-
um handrit eftir sögu Ólafar skáld-
konu frá Hlöðum þar sem segir frá
sjálfstæðri og einþykkri vinnukonu í
sveit í lok nítjándu aldar sem velur
sér hlutskipti hinnar einstæðu móð-
ur þvert á tíðarandann.
„Ég veit ekkert hvemig það tekst.
Maður verður bara að sækja um og
sjá hvað gerist."
- María segist ekkert vita hvað er
næst á verkefnaskránni og virðist
ekki hafa miklar áhyggjur af því.
Hún hefur ráðið sig til starfa í sumar
í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, þar
sem hún ætlar að vinna í bændagist-
ingu.
„Það er nauðsynlegt að komast í frí
frá leikhúsinu um tíma og sveitin er
besti staðurinn til þess.“ -PÁÁ
Skoððheimasíáma
okkar ogkíkiðá tilboðn