Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Síða 3
Eins og allir vita eru afleiðingar reykinga eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál nútímans og kosta að minnsta kosti einn fslending lífið daglega! Þetta er gífurleg fórn fyrir þá nautn, sem reykingarnar veita og hreint með ólíkindum að ekki skuli meira gert til að sporna gegn þeim! Líklega yrði harkalega brugðist við ef til dæmis umferðin tæki slíkan toll, en til samanburðar má nefna að undanfarin ár hafa að meðaltali 24 farist í umferðarslysum á íslandi. Það er erfitt að sitja hjá aðgerðarlaus! Þess vegna hefur DV ákveðið að hrinda af stað átakinu Notaðu fríið til að hætta! sem mun standa yfir í allt sumar. Við höfum fengið Guðbjörgu Pétursdóttur, hjúkrunarfræðing til að gefa þeim góð ráð sem vilja nota sumarið til að hætta að reykja. Guðbjörg starfar á lungnadeildinni á Reykjalundi og hefur um árabil fengist við reykingavarnir og aðstoðað ótalmarga við að hætta að reykja. Það er því mikill fengur fyrir lesendur DV að fá að njóta leiðsagnar Guðbjargar, en fyrsti pistill hennar birtist hér að neðan. Fylgist með frá byrjun og komist að því af hverju Guðbjörg telur sumarfríið heppilegan tíma til að hætta að reykja. Afleiðingar tóbaksnotkunar eru eitt helsta heilbrigðisvandamál nútímans, en a.m.k. einn Islendingur deyr daglega af völdum sjúkdóma sem rekja má til reykinga, margir langt um aldur fram. Þessir sjúkdómar eru í heild dýrustu sjúkdómar Guðbjörg Pétursdóttir, heilbrigðiskerfisins, en þar má nefna hjukrunarfræðingur, gefur hjarta_ aaðasjúkdón^ lungnasjúkdóma þeim góð ráð sem vilja nota sumarið til að hætta °9 ýmsar te9undir af krabbameini. Það að reykja. er því afar mikilvægt fyrir þá sem reykja að hætta sem fyrst. Það er sérstök skylda heilbrigðisstarfsfólks að hvetja reykingafólk til að hætta að reykja og veita stuðning og ráðgjöf sem hentar hverjum og einum, en kannanir sýna einmitt að reykingafólk sækist eftir stuðningi til þess að hætta að reykja. (pistlum mínum mun ég á næstu vikum fjalla um ýmsar hliðar þess að hætta að reykja og jafnframt reyna að gefa góð ráð til að hjálpa fólki til að halda út reykleysið. Þeir sem ætla að hætta að reykja geta þá tileinkað sér þá þætti úr fræðslunni sem þeir telja að henti sér. Ekki er hægt að setja allt reykingafólk í sama flokk, og því verður hver og einn að hætta á sinn hátt, á sínum eigin forsendum og nota sín eigin bjargráð. Lesendum er velkomið að senda inn spurningar eða frásagnir um hvaða aðferð þeim finnst virka best. Hugsaðu þér hvað það væri jákvætt að byrja fríið á því að taka sér tak og hætta að reykja. Þú hefur nægan tíma tíl að vinna með reykleysisáætlun þína, vinna gegn fráhvarfseinkennum nikótínsins, yfirvinna reykingaávanann, stunda siökun, hvílast nægjanlega og sofa. augnablikið með því að ákveða daginn sem þú ætlar að hætta. Kannanir sýna að 72% íslendinga sem reykja vilja hætta og' myndu eflaust gera það tafarlaust, án mikillar umhugsunar ef þeir þekktu auðvelda leið til þess. Hugsaðu málið! Skoðum tóbakið aðeins nánar. ( reykingatóbaki eru um 2000 efni, en um 2500 [ munntóbaki. Að minnsta kosti 28 þeirra eru þekktir krabbameinsvaldar. Tóbaksreykur er hins vegar blanda af um 4000 mismunandi efnasamböndum og af þeim eru rúmlega 40 sem geta valdið krabbameini. (tóbaksreyk eru bæði lofttegundir, vökvi og örsmáar fastar efnisagnir. (hverjum millilítra af reyknum sem fólk sogar að sér eru 1 -5 milljarðar þessara agna eöa 10-100 þúsund sinnum meira en í menguðu borgarlofti. Það er því gífurlega mikilvægt að hætta. Hvernig er hægt að losna undan reykingavananum? Fyrst og fremst með góðum andlegum undirbúningi. Þú undirbýrð þig fyrir rétta Notum sumarfríið til að hætta að reykja! Sumarfríið er tilvalinn tími til að gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig. Hugsaðu þér hvað það væri jákvætt að byrja fríið á því að taka sér tak og hætta að reykja. Þú hefur nægan tíma til að vinna með reykleysisáætlun þína, vinna gegn fráhvarfseinkennum nikótínsins, yfirvinna reykingaávanann, stunda slökun, hvílast nægjanlega og sofa. (Fyrst eftir að þú hættir að reykja geturþú fundið fyrir svefntruflunum, t.d. sofið meira en venjuiega eða átt erfitt með svefn). Það er auðveldara að hætta að reykja ef þú breytir um umhverfi. Kannski ferð þú í ferðalag innanlands eða til útlanda og þá er fátt sem tengir þig við gömlu reykingavenjurnar þínar. Það er gaman að vera í sumarfríi og þegar lífið er skemmtilegt er auðveldara að breyta um lífsstíl á jákvæðan hátt. Breyta um mataræði, stunda reglulega hreyfingu og njóta lífsins reyklaus! Fyrsti dagurinn í sumarfríinu er því ákjósanlegur dagur til að hætta að reykja! Nicotinell*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.