Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 7.JÚNÍ2003 Virmu- velar t'kölu Upplýsingar hjá Vélaveri hf. Slmi 588-2600 og 892-31722 3cxSuper JCB 3cxSuper, árg. ‘97 Notkun 5.587 vst. Verð 3.200.000 - án/vsk JCB 3cxSuper Árg. ‘96 Notkun ii.ooo vst. 2.400.000 - án/vsk. JCB 3cx Árg. ‘99 Notkun 5.030 vst. Verð 3.300.000 - án/vsk. Ausa 108 Árg. ‘oi Notkun il vst. Verð i.ioo.ooo - án/vsk. JCB 4cx Árg. ‘93 Notkun 8.800 vst. Verð 1.800.000 - án/vsk. VÉIAVERf Uppl. hjá Vélaveri hf. Sími 588-2600 og 892-31722 Hvað er barnaklám? Sumir barnaníðingar nota Netið til að eiga samskipti sfn á milli og til að komast í sam- band við börn.Þar skiptast þeir á myndum af börnum, kaupa og selja barnaklám.Oft fara viðskiptin fram milliliða- laust og undir nafnleynd. Stundum er heilum mynda- söfnum komið fyrir á leynileg- um stöðum, í öðrum tilvikum er þeim dreift um Netið. Barnaklám getur verið kvik- myndir, Ijósmyndir eða mynd- skeið sem sýna kynferðislegt ofbeldi á börnum.Ofbeldið heldur áfram þegar barnaklámi er dreift á Netinu eða það er vistað í tölvu. Hugbúnaður Með sérhæfðum hugbúnaði er hægt að stjórna vefflakki í tölvum og koma í veg fyrir að börn og ungmenni fari inn á vefi klámfyrirtækja. - INfilter er vefsíða sem Snerpa ehf. á ísafirði hefur sett upp og rekur. Notendur þess- arar þjónustu vafra um vefsel sem leitar eftir því i gagna- grunni hvort tiltekin slóð sé á bannlista eða ekki. - Net Nanny-hugbúnaðurinn verndar börn fyrir hættum Netsins. Með honum er hægt að koma í veg fyrir að upplýs- ingar eins og heimilisfang, símanúmer eða aðrar við- kvæmar upplýsingar fari út á Netið og komist í rangar hendur. Barnaheill í átaki gegn misnotkun barna á Netinu: Foreldrar verða að fylgjast með netnotkun barna sinna Samtökin Barnaheill hafa skorið upp herör gegn kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börn- um á Netinu. Samtökin starf- rækja ábendinga- og fræðsluverkefni gegn barna- klámi í samstarfi við lögreglu, netþjónustur á íslandi og samtök um allan heim og get- ur fólk sent hvers kyns ábendingar um barnaklám á ábendingalínu sem er á heimasíðu þeirra. Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, sagði í samtali við DV í gær að hlutverk samtakanna væri að vekja athygli fólks á því alvarlega ofbeldi sem ætti sér stað gegn börnum, ásamt því að vera milliliður á milli ah mennings og lögreglunnar í þeim efnum. Hún sagði að mörgum hugnaðist betur að tilkynna slík mál til þeirra en lögreglunnar og sæju þau síðan um að senda málin áfram til lögreglunnar til frekari rannsóknar. Að sögn Kristínar er mjög gott samstarf á milli samtak- anna og ríkislögreglustjóraembætt- isins og lögreglunnar í Reykjavík en einnig eru Barnaheill í samstarfí við fjórtán önnur lönd í baráttunni gegn barnaklámi. Fá að meðaltali 60 ábendingar á mánuði Frá því að samtökin hófu verk- efni sitt í október 2001 hafa að meðaltali 60 ábendingar um barnaklám borist þeim á mánuði en í síðasta mánuði voru þær 79. Að sögn Kristfnar er að meðaltali um eiginlegt barnaklám að ræða í 30% tilvikanna. Barnaklám er alþjóðlegt vanda- mál og eru Barnaheill í samstarfi við alþjóðlegu samtökin INHOPE í baráttunni gegn því. Þá hefur Evr- ópusambandið styrkt ábendinga- línur og eflt fræðslu og meðvitund, bæði meðal almennings og þeirra sem vinna að slíkum málum, en einnig hefur verið unnið að því að HVAÐ ER VITAÐ? • á Netinu má finna mörg þús- und gígabæt efnis með barnaklámi. • spjallrásir eru notaðar til að ná athygli barna og ungmenna í því skyni að misnota þau. • vitað er um beinar útsending- ar á Netinu þar sem börn eru áreitt kynferðislega og þau beitt ofbeldi. • á Netinu er að finna svokölluð nethótel þar sem börn geta leik- ið sér og þóst stunda vændi. • barnaniðingar beita nýjustu tækni til að nýta sér kosti Nets- ins. • því öflugra sem Netið verður því meiri verða möguleikar barnaníðinga á þvl að stunda iöju sína óheftir. • ræða við börn og unglinga um allar þær hættur sem leynast á Netinu • láta aldrei ókunnugum í té nafn, heimilisfang, símanúmer eða nafn skóla þegar spjallað er saman á Netinu • fara aldrei á stefnumót við ókunnuga þótt spjallað hafi ver- ið saman á Netinu • setjast reglulega niður með börnum og unglingum fyrir framan tölvuskjáinn • láta vita þegar þú rekst á barnaklám á Netinu gáttir sem eru ekki af hinu góða. Sumt af því áreiti sem börn verða fyrir á Netinu, t.d. á spjallrásunum, er stór- hættulegt og við viljum vekja almenning til umhugsunar um það.“ Hún sagði að flestir foreldrar fylgdust með því hvað börnin horfðu á í sjón- varpinu og benti á að Netið væri ekkert öðruvísi.“ Hún sagði þó að sumu leyti erfiðara að fylgjast með netnotkun barnanna en sjón- varpsáhorfi því að á Netinu væru krakkarnir meira einir á meðan sjónvarpið væri oft félagslegur miðill þar sem margir kæmu saman til að horfa. Því væri enn meiri ástæða til að hvetja fólk til að fylgjast vel með tölvunotkun- inni. Hún sagði þó að foreldrar þyrftu ekki að hafa of miklar áhyggjur heldur væri mikilvægt að ræða opinskátt við börnin og spyrja þau út í hvað þau væru að gera á Netinu. Foreldrar þyrftu að kynna sér jákvæðar hliðar Netsins og kenna börnunum að umgangast það á réttan hátt. Hún sagði að oft skömmuðust krakk- arnir sín fyrir það áreiti sem þeir yrðu fyrir og þyrðu ekki að tala um það. Því skipti opinber umræða um þessi mál miklu máli og því meiri umræða sem væri í samfé- laginu því auðveldara ætti fólk með að opna sig. „Foreldrar eru bestu aðilarnir til þess að ræða við börnin og við þurfum að koma okkur upp sér- fræðiþekkingu eins og hjá Barna- heillum, samtökunum Heimili og skóla og öðrum sem láta sig þessi mál varða og birgja foreldra upp af þekkingu til þess að takast á við þau.“ Á spjallrásunum kynnast börn oft fólki sem þau vita í raun lítið um og sagði Kristín að aldrei væri of oft brýnt fyrir þeim að fara aldrei ein að hitta netvini sína heldur ættu þau alltaf að vera í fylgd með full- orðnum. Þau mættu aldrei gefa upp nafn sitt, heimilisfang eða símanúmer og sagði hún að þótt ís- land væri lítið land og fólk héldi að hér væri tiltölulega öruggt að vera, væri þetta nýr þáttur í samfélaginu sem gæti verið stórhættulegur. -EKÁ efla lögregluna og gera hana betur í stakk búna til þess að takast á við þennan vanda. Kristín sagði að það sem gerði þessi mál svo erfið væri einmitt sú stað- reynd að þau væru alþjóð- leg. Löggjöf- in væri mis- munandi á milli landa og því væru ákveðnir tæknilegir örðugleikar fyrir hendi. „Það hefur hins vegar verið vakning í þessum málum hér á landi og annars staðar undanfarin tvö til þrjú ár og fólk hefur verið mjög duglegt við að senda okkur ábendingar ef einhver grunur leikur á að verið sé að misnota börn.“ áhyggjur af því. Hún telur fulla ástæðu til að hvetja alla for- eldra og skóla- yfirvöld til að opna augun fyrir því hvað börnin séu að gera á Netinu. „Netið er bylting í samskiptum fólks og von- andi að flestu leyti af hinu góða, en það hefúr jafnframt opnað Sumt áreiti af Netinu stórhættulegt Netnotkun barna er sífellt að aukast og kvaðst Kristín hafa töluverð- HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.