Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Síða 14
74 FRÉTTIR LAUGARDACUR 7.JÚNÍ2003 Bush hélt friðarfund GEORGE W. BUSH Bandaríkja- forseti heimsótti Mið-Austur- lönd í fyrsta sinn [ vikunni þeg- ar hann hitti arabaleiðtoga og hélt síðan friðarfund með for- sætisráðherrum (sraels og Palestínumanna. Bush tókst að fá Ariel Sharon til að lofa því að (sraelar myndu fjarlægja ólöglegar landtökubyggðir á palestínsku landi. Þá lofaði Ma- hmoud Abbas því að reyna að fá palestfnska harðlínuhópa til að láta af árásum sínum á (sra- elsríki. Niðurstöður fundarins vöktu mismikla hrifningu.Yasser Ara- fat,forseti Palestínumanna, sagði að loforð ísraelskra ráða- manna væru ekki fullnægj- andi. Suu Kyi í haldi BURMNESKA baráttukonan Aung San Suu Kyi var hneppt í varðhald fyrir átta dögum, í kjölfar átaka milli stuðnings- manna hennarog þrjóta á snærum herforingjastjórnar- innar.Sameinuðu þjóðirnarog fjöldi þjóðarleiðtoga hafa kraf- ist þess að hún verði tafarlaust látin laus. Fulltrúi fram- kvæmdastjóra SÞ kom til herforingja Burma á föstudag til að reyna að telja stjórnvöld á að láta Suu Kyi lausa. Fulltrúinn gerði sér vonir um að fá að hitta Suu Kyi. Fullyrt er að Suu Kyi hafi slasast í átökunum en því vísa herforingjarnir á bug. Að minnsta kosti fjórir létu lífið. Blair í stormi HART VAR SÓTT að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í vik- unni og hann sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá um gjöreyðingarvopnaeign Sadd- ams Husseins í írak áður en stríð- ið hófst.Blairsvaraði gagn- rýnendum fullum hálsi og sagði að hann væri 100 prósent viss um áreiðanleika leynilegra upplýsinga þar um. Hundurinn sá eini sem vildi tala við forsetann 'Wl% FRÉTTAUÓS Guðlaugur Bergmundsson blaðamaöur Hillary Rodham Clinton er eng- inn Harry Potter en hún er nú samt komin fast á hæla honum. Endur- minningabók hennar, „Living Hi- story“ komst upp í annað sæti met- sölulista netverslunarinnar Ama- zon á miðvikudag, heilum fímm dögum fyrir opinberan útgáfudag. Nýjasta bókin um töfrastrákinn Harry Potter, sem heldur er ekki komin út, er í því fyrsta. „Sem eiginkonu lang- aði mig til að snúa Bill úr hálsliðnum." Fjölmiðlar komust heldur betur í feitt þegar fréttastofan AP birti út- drætti úr endurminningunum á þriðjudag. Þar var að sjálfsögðu mestu púðri eytt í frásögn Hillary af viðbrögðum hennar þegar Bill Clinton forseti, játaði fyrir henni að hafa logið til um eðli sambands síns og lærlingsins Monicu Lewinsky. Öskraði og grenjaði „Ég náði varla andanum. Ég tók andköf og byrjaði að grenja og öskra á hann: Hvað meinarðu? Hvað ertu að segja? Af hverju laugstu að mér? Ég var öskuill. Hann bara stóð þarna og endurtók í sífellu: Mér þykir þetta leitt, mér þykir þetta leitt. Ég var að reyna að halda hlífi- skildi yfir ykkur Chelsea," segir Hill- ary í bókinni um þá stund þegar Bill viðurkenndi fyrir henni að hafa ekki sagt satt og rétt frá samskiptum sín- um við Monicu, hvorki eiginkon- unni né nokkrum öðrum. Bill hafði vakið konu sína að morgni dags til að segja henni sann- leikann. Kannskj ekki seinna vænna því tveimur dögum síðar átti hann að bera vitni í málinu, eiðsvarinn. Hillary segir frá þessum átakanlega morgni í sjónvarpsviðtali sem sýnt verður á sunnudagskvöld. Skipað að segja Chelsea frá „Þetta er líklega það versta sem hægt er að ímynda sér að nokkur þurfi að ganga í gegnum af því að þennan morgun sagði hann mér að hann hefði ekki verið hreinskilinn við mig né aðra. Hann hefði ekki sagt mér allan sannleikann um hvernig sambandinu var háttað. Og ég var, ég var fjúkandi reið. Ég var alveg frávita af reiði og vonbrigð- um,“ segir Hillary í viðtalinu við Walters á ABC-sjónvarpsstöðinni. Hillary segir í bókinni að hún hafi grætt eiginmanninn þegar hún hafi skipað honum að segja Chelsea, dóttur þeirra, frá ástarsambandinu. Chelsea var þá átján ára. „Sem eiginkonu langaði mig til að snúa Bill úr hálsliðnum. Erfiðustu ákvarðanirnar sem ég hef tekið á lífsleiðinni voru að halda lífí í hjónabandinu og að bjóða mig fram til öldungadeildarinnar," skrifar Hillary sem nú situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir New York. Þær mæðgur voru að vonum ekk- ert upprifnar yfir félagsskap forset- ans eftir játningar hans. En hann var þó ekki alveg einn, eins og Hill- ary segir í bókinni. „Hundurinn Buddy hélt Bill sel- skap, hann var sá eini í fjölskyld- unni sem var tilbúinn til þess,“ seg- ir Hillary í bók sinni. Opinskárri en búist var við Hillary fékk átta milljónir dollara fyrir handritið að endurminningun- um, sem er 562 blaðsíður, og fyrsta upplagið verður ein milljón eintaka. Miðað við pantanirnar sem þegar liggja fyrir má ljóst vera að slegist verður um bókina þegar hún kemur í bókabúðir á mánudag. Ýmsir voru þeirrar skoðunar að forleggjarinn, Simon og Schuster, tæki mikla áhættu með því að greiða svona há höfundarlaun þar sem ekki væri vitað hversu opinská Hillary myndi verða. Hún var nefni- lega ansi loðin í svörum um hvað yrði í bókinni þegar hún ræddi fyrst við útgefendur. Þær glefsur sem þegar hafa verið birtar benda að margra mati til þess að Hillary sé opinskárri en búist var við. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvernig hennar hlið sögunnar kemur heim og saman við sögu eiginmannsins sem einnig er með endurminningar sínar í undirbúningi. En það var ekki bara forleggjarinn sem þótti tefla í tvísýnu með út- gáfu endurminning- anna heldur þykir mörgum sem Hillary hafi einnig sett pólitísk- an feril sinn að veði. Ekki verður annað séð en fólk hafi á ýmsu að kjamsa eftir helgina. Þeg- ar er búið að selja útgáfuréttinn til sextán landa og sjálf ætlar Hillary að leggja land undir fót á næsta ári og ferðast um gjörvöll Bandaríkin til að kynna gripinn. En það var ekki bara forleggjarinn sem þótti tefla í tvísýnu með útgáfu endurminninganna heldur þykir mörgum sem Hillary hafi einnig sett pólitískan feril sinn að veði. Hillary nýtur töluverðra vinsælda meðal þjóðarinnar, þótt ekki séu allir á einu máli um ágæti hennar. Enda þótt hún hafi aftekið með öllu að keppa að því að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosn- ingunum 2004, er hún engu að síð- ur vinsælli í röðum demókrata en nokkur hinna níu karla og kvenna sem keppa um útnefninguna. Svo verður aftur kosið um forseta 2008 og hver veit hvað þá gerist. HILLARY RODHAM CLINTON UMSETIN: Fréttamenn voru eins og flugnager í kringum Hillary Rodam Clinton, öldungadeildar- þingmannfrá NewYork og fyrrum forsetafrú, í vikunni eftir að birtar voru glefsur úr endurminningum hennar sem væntanlegar eru (bókabúðir vestra á mánudag. Þar var að sjálfsögðu aðaláherslan á viðbrögð hennar við þv( þegar eiginmaðurinn játaði fyrir henni að hafa logið til um raunverulegt eðli sambands síns og lærlingsins Monicu Lewinsky.ástarævintýri sem varð nærri til að fella hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.