Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Page 22
22 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ2003 ... kíkt í snyrtibudduna Kanebo maskari „Ég hef verið þessum maskara fullkomlega trú frá : því ég kynntist honum fyrst íyrir nokkuð mörgum árum. Hann er eini hluturinn f snyrtibuddunni sem ég myndi alls ekki vilja vera án. Hann er vatnsheldur og verður því aldrei að sjúskaðri daginn- eftir-línu fyrir neðan augun eins og svo margir aðrir. Fer ekki af nema maður gráti hressilega eða fari í sund.“ Kanebo púðurmeik „Þetta er það eina, fyrir utan maskarann góða, sem ég set á mig næstum daglega. Ég hef aldrei nennt að eyða miklum tíma í förðun og geri það nánast alltaf á hlaupum. Það er því tilvalið að hafa púður og meik í einu og í sömu dósinni. Lfkar ágæt- lega við þessa tegund." Victoria's Secret varagloss • „Þetta gloss er í sérstöku uppáhaldi hjá mér því Berg- lind systir mín, heimsborgarinn mikli, gaf mér hann í jólagjöf. Þessar vörur eru eingöngu seldar í Banda- ríkjunum og ég hélt reyndar að Leyndarmál Viktor- íu einskorðuðust við undirfatnað en glossið stendur yrir sínu. Ég nota það við ýmis tækifæri." Fjölnota augnblýantur „Þessi dæmigerði brúni augnblýantur gegnir fjölþættu hlutverki. Ég nota hann bæði á augun og varirnar i ef ég er sérstaklega litlaus og grá. Hann er líka með bursta á öðrum endanum sem ég nota ef augn- hárin klístrast saman. Ég er nú ekki mikil vörumerkjakona og það er oftast hagsýni sem ræður því hvaða tegund ég kaupi." Steinanudd: Rafal Lesniak hefur komið fyrir heitum og köldum steinum eftir ákveðnu kerfi áður en sjálft nuddið hefst. Drífa Jóna Kristjánsdóttir er í góðri slökun á bekknum. DV-myndir E.ÚI Rautt Versace varagloss „Þetta vínrauða varagloss nota ég *t ekki mjög oft en það hefur þó komið sér mjög vel. Aðallega þegar ég vil h'fga að- eins upp á andlitið með smá lit. Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hvað rauður varalitur getur gert, í raun fært mann í sparibúning á augabragði." Fréttakonan Rakel Þorbergsdóttir er á leið til Spánar í sumarfrí þar sem hún ætlar að heim- sækja systur sína í Madrid og sóla sig með fjöl- skyldunni á Benidorm. Rakel, sem starfað hef- ur hjá Ríkissjónvarpinu í þrjú og hálft ár, segir að hagsýni ráði að mestu snyrtivörukaupum hennar frekar en að hún eltist við einhver ákveðin merki. Þó heldur hún mikilli tryggð við maskara frá Kanebo. Nuddað með heitum oq köldum steinum Hvítur, kaldur marmari og heitir, mjúkir steinar frá Snæfellsnesi eru verkfæri pólska nuddarans, Rafals Lesniaks. Steinanudd á vaxandi vinsældum að fagna í heiminum en aðferðin þykir góð til að örva blóðrásina og draga úr bólgu og spennu. Steinarnir: Hvítur marmari og svartir steinar frá Djúpalóni á Snæfellsnesi. „Steinanudd hefur ótrúlega marga kosti. Það er mjög gott til að vinna á vöðvabólgu og losa um streitu og spennu í líkamanum. Ég vinn með heita og kalda steina samtímis sem framkalla djúpa og góða slökun," segir Rafal Lesniak nuddari. Rafal hefur verið búsettur hér á landi um nokkurt skeið og í rúm tvö ár hefur hann einbeitt sér að steinanuddi. Hann starfar nú í heilsu- lind Nordica Spa en þar er steinanuddið ein af fjölmörgum líkamsmeðferðum sem í boði eru. Steinanudd er ekki mjög gamalt í hett- unni, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem það er iðkað nú. Það var bandarísk kona að nafni Mary Hannigan sem hóf að þróa þessu gömlu aðferð frumbyggja Bandaríkjanna fýrir hartnær áratug. Hún segir upphafið megi rekja til hugljómunar sem hún fékk þegar hún sat í gufubaði og var að spjalla við frænku sína. Skyndilega heyrði hún raddir og mat það svo að skilaboðin væru þau að hún ætti að beita stein- um við nudd. Hún prófaði þegar í stað að nudda frænku sína með steinum og árangurinn var góður. Hvað sem Mary Hannigan líður þá er steinanudd nú í boði um víða veröld og fjöldi nuddara í faginu sífelllt að aukast. Steinanudd byggir á þeirri hugmyndafræði að not- aðir eru annars vegar kaldir steinar og hins vegar heit- ir. Að sögn Rafals eru köldu steinamir hvítur marmari. Marmarinn er kaldasti steinninn í náttúmnni og er ís- kaldur viðkomu. Heitu steinarnir í safni Rafals koma hins vegar af Snæfellsnesi; nánar tiltekið úr Djúpalóni. „Ég hef farið nokkmm sinnum vestur á Snæfellsnes og alltaf fundið mjög góða steina. Þetta em steinar sem hafa slípast vel í sjónum og em vindbarðir. Þeir em mjög hlýir og mjúkir viðkomu," segir Rafal. Hann segir að við upphaf meðferðar sé steinunum raðað á líkamann eftir ákveðnu kerfi. Heitum og köld- um steinum þannig er raðað sitt á hvað; til dæmis á milli tánna. Allt hefur þetta tilgang að sögn Rafals; m.a. þann að manneskjan nær dýpri slökun en ella. Þegar uppröðun er lokið þá hefst nuddið með steinum. „Langflestir ná djúpri slökun í steinanuddi. Nuddið örvar blóðflæði og efnaskipti líkamans. Það dregur einnig úr bólgum og verkjum. Samspil heitra og kaldra steinanna hefur einnig góð áhrif á ónæmiskerfið og fólki líður alltaf vel að lokinni meðferð," segir Rafal. Hugmyndin að baki því að nota heitt og kalt saman til að örva blóðflæði er ekki ný af nálinni. Margir hafa prófað að fara inn og út úr gufu; kæla sig vel niður á milli. Steinanuddmeðferð er stundum sögð jafnast á við að fólki fari 100 sinnum inn og út úr gufubaði en þá vantar að / sjálfsögðu sjálft nuddið. Fjöldinn allur af öðrum nuddmeðferðum er í boði í heilsulind Nordica Spa; svo sem svæðanudd, ind- verskt höfuðnudd, stólanudd, ilmolíunudd og klassískt vöðvanudd. Herðanudd: Fjóla Rut Rúnarsdóttir nuddari beitir herðanuddi sem er ein af þeim meðferðum sem eru (boði (heilsulindinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.