Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Qupperneq 25
LAUCARDACUR 7. JÚNÍ2003 DVHELCARBLAD 25 DV-myndir E.ÓI. Hér hefur Þóra skipt brauð- deiginu í tvennt og fletur ann- an helminginn út með hnúun- um á hveitistráðu borði. Til að setja hvítlauksmaukið sem jafnast á deigið býr Þóra til sprautu úr plastpoka. 'í þetta sinn stráði Þóra rifnum osti yfir hvítlaukinn áður en hún lokaði deiginu. Vistvæn vín frá Fetzer í Kaliforníu er val Hildar Harnar Daðadóttur hjá Karli K. Karlssyni Þá er sumarið komið á fullan snúning og griöin mikið notuð aftur. Öll matreiðsla verður sumarlegri og sumpart skemmtilegri en fátt er notalegra en þegar gott veður og góður matur hefja hvort annað upp í æðra veldi. Hildur Hörn Daðadóttir hjá Karli K. Karlssyni hafði þetta í huga þegar hún valdi vín sem gengju með þema dagsins. Valdi hún ekki ítölsk vín eins og einhver hefði búist við heldur vín sem henta vel og ráða við hvídauk, basilíku og ann- að góðgæti sem leynist í brauðuppskriftinni - og ýmsum gómsætum sumarréttum því vínin eru sumarleg og vel til þess fallin að drekka með grillmatnum. Fetzer er fyrirtæki sem er meðvitað um um- hverfið og vistvænan búskap. Fétzer hefur það að leiðarljósi að framleiða eingöngu lífrænt ræktuð vín árið 2010. í dag er vínrækt á vín- görðum í eigu Fetzer vottuð 100% eftir stöðl- um California Certified Organic Farmers. Fetzer er að auki fyrsti og eini vínframleiðand- inn sem kaupir eingöngu græna eða vistvæna orku. Bæði vínin sem kynnt eru hér í dag eru frá þessum kaliforníska vfnframleiðanda. Fyrra vfnið, Fetzer Chardonnay/Viognier, hefur ákafan ilm af suðrænum ávöxtum, eins og ananas, perum, sítrus og guava, ásamt hunangi og ferskum blómum. Blómailmurinn minnir einna helst á fjólur og „orange blossom". Vínið er ferskt, hreint og hressandi með undirtóna af appelsínum, mangó, súraldini, perum og aprikósum. Fetzer Chardonnay/Viognier hefur kiyddaðan lokatón í bragði. Fetzer Chardonnay/Viognier fæst í ÁTVR og kostar flaskan 1.290 krónur. Seinna vínið, Fetzer Zinfandel /Shiraz, er óvenjuleg blanda ólíkra þrúgutegunda sem spila þó vel saman. Zinfandel-þrúgan gefur af sér mjúka kryddjurtatóna eins og rósmarín og það vottar fyrir beiskri basilíku en Shiraz- þrúgan gefur frá sér heita ávexti, nær sultu- kennda, örlitla mintu og súkkulaði. Samspil þessara þrúgutegunda framkallar vín í einstak- lega góðu jafnvægi, með mjúka tóna dökkra berja og krydds. Fetzer Zinfandel /Shiraz fæst í ÁTVR og kostar flaskan 1.390 krónur. Umsjón Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.