Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Side 28
28 DVHELGARBLAD LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ2003
Það er rigning og þungbúið veður á Akranesi þegar
DV kemur að heimsækja Steingrím Guðjónsson sem
býr í rauðu og hvítu timburhúsi klæddu hinu klassíska
ísienska bárujárni og stendur við aðaltorgið á Akra-
nesi. Þetta er snoturt hús sem er næstum 100 ára gam-
alt og heitir Sunnuhvoll og er samtals 160 fermetrar.
Það er til sölu þetta hús því eigandinn skuldar íslenska
ríkinu um 1,5 milljónir í sektir og málskostnað eftir
dóm í Hæstarétti. Húsið er með 90% lánum áhvílandi
sem þýðir að þegar eigandinn verður búinn að selja
það og greiða skuld sína stendur hann eftir nær tóm-
hentur. Húsið er falt fyrir 9,5 milljónir þótt það myndi
áreiðanlega seljast á tvöfalda þá upphæð ef það stæði
í vesturbænum í Reykjavík.
Þess vegna er rigning f hjarta þessa húseiganda
þennan dag og hann er dapur. Til þess að skilja hvers
vegna þurfum við að rifja upp forsögu málsins. Hún er
sú að Steingrímur Guðjónsson starfaði sem vélvirki í
Járnblendinu á Grundartanga og bjó í þessu húsi en
hann hefur verið búsettur á Akranesi í 20 ár. Hann fékk
þá hugmynd að hann gæti drýgt tekjur sínar með því
að stunda akstur rútubíla meðfram fastri vinnu og vet-
urinn 2000 tók hann þess vegna það sem venjulega er
kallað meirapróf.
Engar athugasemdir
A þessu var sá hængur að Steingrímur hafði og hef-
ur litla sem enga sjón á hægra auga. Hann varð fyrir
slysi þegar hann var 10 ára gamall og ör var skotið af
boga í auga hans. Augasteinninn var fjarlægður en
sjónskerðingin hefur valdið honum ómældum þján-
ingum og hann á að baki fimm aðgerðir og fjórar ley-
sigeislameðferðir.
Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við sjóndepru
á hiálp
hans né pappíra sem
hann lagði fram þar að
lútandi og hann lauk
prófi með öðrum öku-
nemendum á tilskildum
tíma. Steingrímur lýsir
hinum verklega þætti
prófsins þannig að hópurinn hafi ekið einn hring á
sveitavegum og ók hver nemandi í um það bil tíu mín-
útur og annar eins ökutúr var tekinn á götum Reykja-
vrkur.
Vorið 2000 byrjaði Steingrímur síðan að aka rútum í
frítíma sínum, meðal annars starfsmannarútum Járn-
blendifélagsins. í júlí fór hann í sumarfrí og var þá beð-
inn að aka 30 erlendum ferðamönnum hringinn um
landið. Ferðalag hópsins gekk vel suður um land og
austur um þar til síðla dags þann 16. júlí þegar Stein-
grímur kom að Hólsstaðakíl á Hóls^öllum sem er á
vegi 864, leiðinni frá Grímsstöðum að Dettifossi að
austanverðu. Brúin var merkt með hefðbundnum
„Dagurinn er langur og leiðinlegur
en ég fer í laugina á hverjum degi og
hjóla mikið til að fá hreyfingu og
reyni að setja mér markmið um að
vakna snemma á hverjum morgni.
Ég er auðvitað mölbrotinn eftir
þetta allt saman, ekki bara eftir slys-
ið heldur eftir að hafa gengið í gegn-
um þessar aðstæður og einsemdin
ermikil.
Steingrímur Guðjóns-
son er 47 ára gamall
vélvirki og 75% öryrki.
Hann býr í einbýlishúsi
á Akranesi sem verður
selt á næstunni til að
greiða sektir og sakar-
kostnað upp á 1.5
milljónir. Steingrímur
var bílstjóri á rútu sem valt við brúna yfir Hólsselskíl á
Hólsfjöllum í júlí árið 2000. Þar lést einn farþegi og
nokkrir slösuðust. Steingrímur segir DV sögu sína.
hætti sém einbreið brú en hún reyndist vera 2.60
metrar á breidd. Bifreiðin var 2.49 metrar á breidd svo
það eru um það bil 5,5 cm hvorum megin sem svigrúm
er til aksturs. Rútan fór út af brúnni og valt ofan í ána.
Ellefu farþegar slösuðust og einn þeirra lést.
Sýkna og sekt
Hér verða ekki rakin nánar deiluefni sem snúast um
það hvað nálcvæmlega olli því að þetta gerðist en ári
seinna eða í júlí 2001 kvað héráðsdómur Vesturlands
upp þann dóm að Steingrímur skyldi sýknaður af
ákæru um brot á almennum hegningarlögum og um-
ferðarlögum og skyldi allur sakarkostnaður niður falla.
f febrúar 2002 kvað Hæstiréttur upp sinn dóm og sneri
niðurstöðum héraðsdóms algerlega við. Þar var Stein-
grímur dæmdur í fangelsi í 30 daga með skilorðsá-
kvæðum í tvö ár, sviptur rétti til að stjórna ökutæki í
sex mánuði og dæmdur til greiðslu alls sakarkostnað-
ar og málskostnaðar á báðum dómsstigum, samtals
1,5 milljónir.
Vill að aðrir axli ábyrgð
Steingrímur hefur verið atvinnulaus frá því í nóvem-
ber 2002 og hefur talið ýmsa formgalla á meðferð
málsins. Hann telur að embætti sýslumanns á Akra-
nesi ætti að axla meiri ábyrgð vegna málsins þar eð
það hefði ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni sem skyldi