Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Qupperneq 31
LAUGARDACUR 7. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAD 35 * bótalögin í sjálfu sér. Mér finnast þetta ekki vera mjög háar upphæðir sem verið er að tala um. Ég fæ eins háar bætur og hægt er en það er búið að meta mig löngu áður en ég lendi í þessu slysi og þar er ég settur í ákveðinn verðflokk og verð að una því. Þetta er auð- vitað ákveðinn sigur og tfmamótadómur þar sem þetta er fyrsta skaðabótamálið þar sem sá sem fær bæturnar ber enga ábyrgð. Þar finnst mér að sé verið að hreinsa mig af því að þetta hafi verið með einhverj- um hætti mér að kenna. Það finnst mér stærsti sigur- inn.“ - Nú stendur í dómsniðurstöðum löng talnaruna þar sem ýmsar tölur eru nefndar með ýmsum vöxtum frá ólíkum dagsetningum. Hvað verður þetta mikið í allt? „Þetta er samanlagt um 42 milljónir sem ég fæ í bætur og einhverjir dráttarvextir að auki. Fyrst fékk ég rúmar 10 milljónir frá Tryggingastofnun sem er mín slysatrygging við störf. Síðan var okkar krafa 30 millj- ónir en þeir voru tilbúnir að greiða mér 20 milljónir en ég bæri sjálfur ábyrgð að einum þriðja. Við gengum ekki að því tilboði og þess vegna fór þetta mál fyrir dómstóla og úrskurðarnefndir. Svo fór að lokiim að ég samþykkti að taka við 2/3 af upphæðinni og ákvað að fara með 1/3 hluta fyrir dómstóla. Þá dró Orkuveitan í land og ákvað að greiða mér aðeins helming og þannig er það í rauninni helmingurinn af þessari upp- haflegu 30 milljóna kröfu sem var tekist á um fyrir dómi. Ég mun að líkindum fá rúmlega 12 milljónir í drátt- arvöxtum í því lokauppgjöri sem þessi dómur kveður á um," segir Guðmundur hæglátlega og virðist hemja gleði sína yfir þessum sigri enda getur hver sem er sett sig í þau spor að verðleggja á þennan hátt báða hand- leggi sína og heilsu ævilangt. Tapaði á hlutabréfum - Er þetta nóg? „Það verður að koma í ljós,“ segir Guðmundur og ég held að honum þyki þetta ekki greindarleg spuming. „Ég er auðvitað búinn að fá stóran hluta af þessu og fékk fyrstu greiðsluna í ársbyrjun 2000 og ég keypti hlutabréf í ýmsum sjóðum og fyrirtækjum eins og fleiri. Það hmndi allt saman og þess vegna hef ég í rauninni tapað stómm upphæðum nú þegar. Ég á þessi bréf enn þá ef þau skyldu hækka aftur.“ Draumurinn um dæturnar - Kringumstæður Guðmundar em með þeim hætti að hann býr í lítilli íbúð undir bílskúr foreldra sinna í Kópavogi en er að leita sér að fbúð. Hann nýtur heimahjúkrunar sem kemur til hans á hverjum degi og vinnur hálfan daginn hjá Orkuveitu Reykjavíkur, á teiknistofu á hönnunardeild, við að teikna raflínur og raflagnir, en hann lærði á Autocad eftir stysið til þess að geta fengist við það. „Ég var í rauninni að bíða eftir niðurstöðum dóms- ins til að vita hvað ég gæti keypt stórt húsnæði. Ég á mér þann draum að geta haft dætur mínar meira hjá mér en nú er það hægt og vonandi rætist hann. Ég þarf auðvitað talsverða aðstoð og mér hefur dott- ið í hug að ég gæti haft au-pair inni á heimilinu sem gæti séð um heimilisstörf en ég á alveg eftir að semja við félagsþjónustuna um það.“ - Guðmundur fór til Svíþjóðar til þess að láta smíða gervihendurnar sem hann notar og þar sá hann fót- stýrðan bíl frá Volvo sem er sérstaklega útbúinn fyrir fatlaða. Slíkt tryllitæki stendur nú í heimreiðinni hjá honum og hann segir að það sé gríðarlegt frelsi sem fylgi því. „Þetta ér eini svona bfllinn á íslandi. Það breytti öllu að eignast hann. Ef ég ætlaði út á morgun og ætti ekki bfl þá þyrfti ég að hringja og panta flutning í dag og síðan kæmi bíllinn klukkutíma áður og æki um í klukkutíma og safnaði farþegum saman. Ég vildi ekki þurfa að búa við það.“ - Guðmundur segir að þangað til hann fór í fyrri lifr- arskiptin síðasdiðið sumar hafi hann varla verið vinnufær. „Ég lifði nánast eingöngu á Primus prótíndrykk, hélt varla niðri mat og nýtti ekkert næringuna því lifrin var að skemmast og var alltaf heiðgulur og drulluslappur. Þetta er allt annað líf síðan ég fékk nýja lifur í seinna skiptið og ég get borðað flest sem mig langar í.“ Sálfræðingurinn kom of seint - Guðmundur segir að það hafi slitnað upp úr sam- búðinni við móður barnanna tveimur árum eftir slys- ið. Voru það afleiðingar slyssins serh höfðu áhrif á það? „Ég geri ráð fyrir því. Ég var sennilega frekar erfiður en ég var á spítala og endurhæfingu í tvö ár eftir slys- ið. Þetta var áfall fyrir alla og við vissum í rauninni ekkert hvernig við áttum að vinna úr því. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera og það er áreiðanlega erfitt fyrir hvern sem er því maður reiknar ekki með því að lenda í neinu svona." - Fékkstu einhverja sálfræðiaðstoð í þeim efnum? „Ég fékk sálfræðihjálp á Reykjalundi en það kom ekki af sjálfú sér heldur má segja að þeir hafi sent sál- fræðinginn til mín þegar allt var komið á hvolf. Barns- móðir mín fékk hins vegar aldrei neina slíka aðstoð þótt hún hefði án efa þurft þess. Það tekur óskaplega langan tíma að átta sig á áfalli eins og þessu. Mér finnst eins og það sé fyrst núna sem ég er að átta mig á þessu til fulls. Ég var mjög lengi á gríðarlega miklum og sterkum lyfjum og þá er mað- ur bara alsæll og eins og vafinn inn í bómull. Manni er alveg sama og stærstu áhyggjurnar yfir daginn eru að fá að borða. Svona ástand bitnar verst á öllum sem eru í kringum mann og er í rauninni miklu erfiðara fyrir þá heldur en mig.“ Þurfti aðstoð við afeitrun - Er ekki hætta á að verða háður sterkum lyfjum eins og þeim sem þú varst á í svona langan tíma? „Jú, það er það, en með hjálp góðra manna náði ég mér út úr því aftur. Það er erfitt að losna við lyfin og þurfa að horfa framan í blákalda tilveruna án þess að vera inni í bórnull. Ég leitaði eftir aðstoð við að afeitra mig á spítalan- um en huglæga þáttinn hef ég tekist á við sjálfur. Það má segja að ég hafi farið í nokkurs konar meðferð. Ég held að það sé talsvert um að fólk sem er á verkjalyfjum og róandi geri sér ekki grein fyrir því hve djúp áhrif það hefur á líf þess og étur bara lyfin lífið út án þess að velta því fyrir sér. Lyfin eru púði sem er erfitt að sleppa þegar maður er orðinn andlega og lík- amlega háður þeim.“ Set ekki hamingjunni skilyrði - Manstu eftir slysinu? „Fyrst mundi ég ekkert en upp á síðkastið hafa ver- ið að rifjast upp gloppur af því sem gerðist. Ég man smávegis eftir mér þegar verið var að bíða eftir sjúkra- bflnum og svo aftur þegar ég var að vakna en annars er það bara myrkur. Ef þetta hefði gerst á einhverjum öðrum tíma þá hefði ég ekki lifað þetta af. Læknavísindin eru einfald- lega komin á það stig að það er hægt að halda manni lifandi dauðum heillengi. Ég brotnaði í þúsund parta og brann allur og lækn- arnir sjálfir áttu ekkert von á því að ég myndi tóra og ég veit ekkert hvers vegna það var.“ - Getur þú sagt að þú sættir þig við þetta? „Maður verður auðvitað aldrei sáttur en það er hægt að lifa með þessu þótt engir peningar geti nokkurn tímann bætt þetta upp. Ég verð að læra smátt og smátt að lifa með þessu og ef maður setur ekki hamingjunni skilyrði þá er hægt að vera hamingju- samur hvernig sem aðstæður eru. Ef dagurinn í dag er góður þá finnst mér í lagi þótt ég hafi ekki handlegg- • „ « ma. Venjulegt líf „Ég á fullt af góðum vinum sem standa með mér og það er þétt net af fólki í kringum mig. Móðir mín hef- ur axlað þungar byrðar í þessu máli frá fyrsta degi og það hefur mætt óskaplega mikið á henni og foreldrar mínir hafa gengið með mér í gegnum þetta allt,“ segir Guðmundur sem er í miðið af þremur bræðrum. „Það eru í rauninni betri samskipti við alla í kring- um mig eftir að þetta gerðist en áður. Það hægir á öllu hjá manni og maður er ekki alltaf að flýta sér að lifa lif- inu og hefur meiri tíma fyrir fólkið í kringum sig og ég skynja betur en áður hvað er dýrmætt í lífinu og hvað ekki." - Nú hefur þú haft fullan sigur í þessu bótamáli og stefnir á búsetu upp á eigin spýtur. Hvernig sérðu þig fyrir þér eftir 2-3 ár? Hvar ertu? „Ef allt gengur vel þá stefni ég á meira nám og lang- ar til að læra sálfræði en annars sé ég mig fyrir mér þar sem ég held mitt heimili og lifi frekar venjulegu lífi. Það er ótrúlegt hvað er hægt að leysa flókin vandamál og vera sjálfbjarga með ótrúlegustu hluti og þangað stefni ég og kvíði engu,“ segir Guðmundur og kveður mig með handabandi. polli@dv.is DREYMIR UM DÆTURNAR TVÆR: Guðmundur Felix Grétarsson missti báða handleggina í hroðalegu vinnu- slysi fyrir nærri fjór- um árum þegar hann fékk (sig mik- ið raflost. Hann segist aldrei verða sáttur við hlutskipti sitt en reyna að lifa við það.Hann dreymir um að fá dætursínartil sín og halda til frekara náms. !l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.