Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Page 57
LAUCARDAGUR 7. JÚNÍ2QQ3 TILVERA 61 REGnBOGinn SIMI 551 9000 NDLER Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! x . ★★* H.K.DV ^ ★ ★★ HJ.Mbl. X-ið 977 JAGEMENT Fyndnasta myndln sem þú sérð á árlnul Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Einn óvæntasti spennutryllir ársins. Sýnd kl. 3.30,6,8.30 og 11. Sýnd kl. 4,6,8 og 10. B.i. 16. NARC: Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. CITY BYTHESEA: Sýnd kl. 8. CREMASTER: Cremaster 1 og 2 - sýnd kl. 4. Cremaster 3 - sýnd kl.4. Cremaster 4 og 5 - sýnd kl.6.10. EMENT DLER ■ 8 FEEL THE LOVE & Fyndnasta myndln sam þú sárð á árlnul Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! 5ýnd kl. 4,6,8 og 10 IDENTITY: Sýnd kl.8og 10. TOFRABUÐINGURINN Sýnd kl.4. EXTREME OPS Sýnd kl. 6. FJÖLMIÐLAVAKTIN Silja Aðalsteinsdóttir skrifar m fjölmiöla I öðru Ijósi Ég trúði ekki mínum eigin augum á miðvikudaginn. Las sjónvarpsdag- skrá í öllum blöðum og bæklingum og hringdi loks í Stöð 2 til að láta hana segja mér að þær væru vitlaus- ar. En dagskrárnar voru allar réttar: Haltu mér slepptu mér - Cold Feet - var ekki á dagskrá um kvöldið! Sleppt vegna einhverrar míníseríu, skildist mér. Ég fór í íylu og opnaði ekki fyrir neina rás það kvöld. Búin að laga sumartrísferðir sérstaklega að þessu eftirlæti mínu, en missi nú af loka- þættinum. Lffið leikur mann illa. Að gráta er ekki nóg Fiennes-ættin gerði kvikmynd eft- ir áhrifamiklu söguljóði Pushkins um Evgeni Onegin, manninn sem þurfti að láta aðra segja sér hvað hann ætti að girnast og þrá, og var hún sýnd á Stöð 2 í vikunni. En þó að Ralph Fiennes og Liv Tyler píndust og grétu í púðann sinn snart það mann ein- kennilega lítið. Kannski var Liv held- ur ung í hlutverk Tatjönu og Ralph ekki nógu heltekinn. Mun magnaðri var seguldávaldur Ole Lemmeke í þeirri frábæru mynd Mortens Henriksens, Magnetisorens femte vinter, í Sjónvarpinu. Ætli hafi verið broddur í því að láta Svía leika hinn trausta, sannleikselskandi föð- ur, Dana sjarmörinn mesta en Norð- mann leiðindaskjóðuna? Hvað er veruleiki? Eiginlega trúir maður ekki að sum dýranna í spendýraþáttum Davids Attenborough í Sjónvarpinu séu til. Eru þau ekki bara tölvuteiknuð? Dvergapar - ekki stærri en hnefí manns! Apakettir sem vita að ákveð- in tegund laufblaða hefur sótthreins- andi áhrif og fælir skordýr frá! Apar með blá andiit, grátt hár og rauða bringu ... Ég meinaða. En maður glápir algerlega heillaður. I næsta þætti ræðir þessi sjónvarpsgaldra- maður í hálfa öld að líkindum um alætuna sem engu eirir, leggur allt í níst í kringum sig og lagar land, vötn og loft að sínum þörfum - okkur mennina. Talandi um samband manns og lands þá ættu þeir sem misstu af kvikmynd Hrafns Gunniaugssonar, Island í öðru ljósi, um páskana að hafa í huga að hún verður endursýnd í Sjónvarpinu á morgun hvítasunnu- dag kl. 12.05. Þetta er víðfeðmt yfirlit yfir íslandssöguna þar sem bent er á hvernig við höfum nýtt landið og lag- að það að okkar þörfum - ekki bara á nútímum heldur allar götur síðan farvegi Öxarár var breytt í árdaga til hagsbóta fyrir þingmenn og fylgdar- lið á Þingvöllum. Casablanca og Bandits í sjónvarpinu í kvöld: Tveir töffarar Á sínum tfma var Humphrey Bogart mesti töffari kvikmyndanna og segja má að hann sé ímynd sem margir leikarar, sem vilja sýnast svalir, sækja í. Einn slfkur er Bruce Willis og segja má að margt sé líkt með Bogart og Willis. Báðir eru þeir eðlilegir þegar þeir eru að leika svala náunga, eru ekkert að streða við það að vera töff eins og margir kollegar þeirra. STJÖRNUGJÖF DV ★ ★★★ Casablanca ★ ★★★ Bandits ★ ★ I kvöld er hægt að bera þá saman. Sjónvarpið sýnir eftir miðnætti eina frægustu kvikmynd allra tíma, Casablanca, þar sem Bogart skap- aði eftirminnilega persónu sem lif- að hefur góðu lífi í rúm fimmtíu ár. Mótleikkona hans er Ingrid Berg- man og ná þau einstaklega vel sam- an í myndinni. Það eru mörg eftir- minnileg atriði í Casablanca og sjálfsagt eru það margir sem þekkja hana út og inn. Casablanca býr samt yfir þeim sjaldgæfa eiginleika að það er hægt að horfa á hana aft- ur og aftur. Bandits, sem Stöð 2 sýnir, er öll í nútímanum og þó ekki sé hægt að telja hana meðal bestu kvikmynda Bruce Willis þá er hann í góðu hlut- verki sem hann fer vel með. Bandits fer ekki illa af stað en dalar nokkuð þegar líða fer á myndina. Bruce Willis og Billy Bob Thornton leika fanga, Joe er töffari sem lætur eng- an eiga neitt inni hjá sér og er harð- ur í horn að taka. Terry er gáfaðri en um leið hálfgerð mannleysa. Þeim BANDITS: Bruce Willis (hlutverki fangans Joe. hefúr orðið vel til vina innan rimla fangelsisins og þegar Joe sér tæki- færi til að flýja fær Terry að fljóta með. Flóttinn tekst vel og nú ætlar Joe að láta draum sinn rætast um að reka skemmtstað í Acapulco. Til að fjármagna það á að ræna banka. Það er hér sem Terry reynist betri en enginn. Hann kemur með þá snilldarhugmynd að ræna fyrst bankastjóranum kvöldið áður, dvelja um nóttina hjá honum og láta hann síðan lóðsa þá um bank- ann um morguninn ... hkarl&dv.is B0NUSVIDE0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.