Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 21. JÚNl2003 Valt í Ártúnsbrekkunni UMFERÐ: Bílvelta varð í Ár- túnsbrekkunni um hádegis- bilið í gær þegar sendiferða- bíll með kerru í eftirdragi valt á hliðina. Lögregfan í Reykja- vík gat sér þess til að hlassið sem var á kerrunni hefði ver- ið of þungt og þegar bíllinn hafi verið kominn á sæmileg- asta hraða og síðan hemlað hafi hlassið færst til á kerrunni sem síðan lyftist upp með fyrrgreindum af- leiðingum. Timburhlassið sem var á kerrunni dreifðist um götuna við veltuna og einhverjar smávægilegar tafir urðu á umferð fyrir vikið.Timbrinu var hins vegar fljótlega safn- að saman aftur og bíllinn flutturaf vettvangi með kranabíl þannig að umferð komst fljótlega í samt horf á ný. Ökumaður og farþegi bílsins voru fluttir á slysa- deild tii skoðunaren meiðsli þeirra voru ekki talin alvar- leg.Ökumaður sendibifreið- arinnar fann til einhverra eymsla í hendi,auk þess sem hann hafði hlotið skrámur á líkama við veltuna,en að öðru leyti voru þeir heilir eft- ir hremmingarnar. Á HLIÐINNI: Jón Ragnarsson, frægasti rallökuþór landsins, virðir fyrir sér skemmdirnar á bíl bróður síns, Ebenesers, eft- ir að hann hafði lent í óhappi í Ártúnsbrekkunni í gær með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Lítið vatn í laxveiðiám landsins gerir veiðimönnum lífið leitt: Veiðileyfi lækka um allt að helming Veiðileyfi í laxveiðiám hafa lækkað mikið í sumar. Sér- fræðingar í veiðibransanum telja allt eins líklegt að til frekari lækkana muni koma þegar líður á sumarið. Veiðifélagið Lax-á lækkaði fyrir skemmstu verð á veiðileyfum í Miðfjarðará og Laxá á Ásum sem er jafnframt dýrasta laxveiðiá lands- ins. Boðið var upp á allt að 50% af- slátt af veiðileyfunum í ánum tveimur en þau varð þó að nýta innan fárra daga. Stangaveiðifélag Reykjavíkur fylgdi svo fordæmi Lax-ár skömmu seinna og lækkaði í vikunni verð á veiðileyfum í Elliða- ánum, en það er nokkuð sem félag- ið hefur aldrei gert áður. Lax-á Valpadana Margur er knér þótt hann sé smár m HLUIURm Lynghálsi 11 - símT 555 6433 bætti svo um betur með því að bjóða einnig 50% afslátt af veiði- leyfum í Soginu í landi Þrastalund- ar. „Svona mikil lækkun veiðileyfa er nokkuð sem hefur ekki gerst í tugi ára, svo ég tali nú ekki um þeg- ar svona stutt er liðið af veiðitíman- um. Það gæti vel farið svo að frekari lækkun yrði seinna í sumar, jafnvel innan tíðar,“ sagði veiðimaður sem DV náði tali af f gær og þekkir vel til markaðarins. Svona mikil lækkun veiðileyfa er nokkuð sem hefur ekki gerst í tugi ára. „Veiðileyfin eru orðin alltof dýr og þetta er aðferð til að selja þau sem ekki ganga út enda er þessi mikla lækkun aðeins boðin á veiði- leyfum sem seld eru með nokkurra daga fyrirvara,“ bæti veiðimaður- inn við. Hvort þessi þróun mun halda áfram næstu vikurnar er ekki gott að segja en það er þó allt eins líklegt þar sem veiðár landsins eru flestar mjög vatnslitlar um þessar mundir. Fyrir vikið hefur ekki borið eins mikið á flski og veiðimenn vonuðu. Og eins og ástandið er í dag mun hans ekki verða vart í miklum mæli EINSAMALLIÁNNI: Veiðileyfi í laxveiðiám landsins hafa lækkað um allt að 50% og er það mesta lækkun í manna minnum. Lítið vatn hefur verið í ám landsins það sem af er sumri og því ekki eins mikið um fisk og menn höfðu vonað. Héegviðrl eða hafgo /fyVbP • J3 nema til mikillar rigningar komi. Laxá á Ásum er enn í dag lang- dýrasta laxveiðiá landsins en þar fer stöngin á 250 þúsund krónur í sumar. Aðrar veiðiár landsins eru talsvert mikið ódýrari. Fyrir veiði í næstdýrustu ánum er þannig verið að rukka um það bil 100 þúsund krónur fyrir stöngina. -G.BenderZ-áb vlðn 12 tll 18 stiö en heltlur J1 Sólarlag í kvöld Rvík 24.04 Ak. 24.33 Sólarupprás á morgun Rvík 02.55 Ak.03.19 Siðdegisflóð Rvík 12.58 Ak. 17.31 Árdegisflóð Rvík 00.24 Ak. 04.57 Veðriðkl. Akureyri Reykjavík Bolungarvík Egilsstaðir Stórhöfði Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn London Barcelona New York París Winnipeg 12lgær alskýjað léttskýjað alskýjað alskýjað léttskýjað skýjað úrkoma skýjað léttskýjað heiðskírt rigning léttskýjað heiðskfrt 9 11 9 11 11 19 21 13 10 20 32 18 24 17 Talin hafa stundað vændi Aðalmeðferð í máli gegn konu og sambýlismanni hennar, sem ákærð eru vegna vændis, fer fram í Héraðs- dómi Reykjaness 12. septem- ber næstkomandi. Konan, sem er á þrítugsaldri, er ákærð fyrir að hafa stundað vændi sér til framfærslu á tímabilinu 5. júní 2002 til 27. febrúar 2003. Henni er gefið að sök að hafa veitt íjölda karlmanna kynlífsþjónustu á heimili sínu í Hafnarfirði, á gisti- heimili í bænum og í bflskúr við íbúðarhús í Hafnarfirði. Konan auglýsti þjónustu sína á Netinu og kom þar fram að hún byði upp á erótískt nudd, samfarir og munn- gælur. Veitti hún þessa þjónustu gegn greiðslu og talið er að tekjur hennar af þessari starfsemi hafi numið að minnsta kosti níu millj- ónum króna. Sambýlismaðurinn er ákærður fyrir aðild að málinu en samkvæmt ákærunni er honum gefið að sök að hafa haft viðurværi sitt af þeim tekjum sem konan aflaði með vændinu. Honum er einnig gefið að sök að hafa aðstoðað sambýliskonu sfna við vændisstarfsemina með því að uppfæra vefsíðu hennar, taka af henni ljósmyndir sem þar birtust og leggja hluta af tekjunum ýmist inn á bankareikning sinn eða bankareikninga hennar og færa féð á milli reikninganna. Lögreglan í Hafnarfirði hafði í nokkurn tíma unnið að rannsókn málsins og að fengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í febrúar á þessu ári var framkvæmd húsieit á tveimur stöðum í Hafnarfirði og haldlagðir þar munir sem taldir eru tengjast starfseminni. Konan auglýsti á Net- inu og kom þar fram að hún byði upp á erótískt nudd, samfarir og munngælur. í kjölfarið var parið handtekið og við yfirheyrslur viðurkenndi parið sakargiftirnar að hluta en ekki var þó um hreinar játningar þeirra að ræða. Sú háttsemi sem konan er ákærð fyrir varðar allt að tveggja ára fangelsi en í almennum hegn- ingarlögum segir að hver sem stundi vændi sér til framfærslu skuli sæta þeirri refsingu. Sambýl- ismaður hennar gæti hins vegar átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi en sú refsing liggur við því að hafa atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra. -EKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.