Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Page 37
LAUGARDAGUR21. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAD 41 ----------------------------------------1 Dregið í Evrópukeppnunum í gær: Grindavík fékk Kárnten í UEFA KR-ingar fara tilArmeníu í forkeppni meistaradeildarinnar frábær stemmning- og girnilegir réttir í sumarbústað Péturs Gauts og Berglindar ferðablað Gestgjafans er komið út! -nauðsynlegt að hafa með f ferðalagið eða sumarbústaðinn íslensku liðin fara til Svíþjóðar og Austurríkis í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða en dregið var í gær. íslandsmeist- arar KR-inga þurfa hins vegar að leggja á sig lengri ferð því þeir þurfa að fara til Armeníu í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Grindvfkingar mæta Helga Kol- viðssyni og félögum 1' austurríska lið- inu Kárnten en Kárnten komst í keppnina þar sem liðið tapaði bikar- úrslitaleik gegn Austria Vín sem varð tvöfaldur meistari 1' Austurríki á síð- ustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn síð- an 1985 að íslenskt lið mætir liði frá Austurríki en það ár sló Rapid Vín út Framara í Evrópukeppni bikarhafa. Bikarmeistarar Fylkismanna leika gegn sænska liðinu AIK Solna frá Stokkhólmi sem er sem stendur í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinn- ar. Þetta er annað árið í röð sem Sví- arnir mæta íslensku liði því Eyja- menn fengu þá í sömu keppni í fyrra. AIK komst í keppnina þar sem liðið tapaði bikarúrslitaleik gegn Djurgár- dens IF sem varð tvöfaldur meistari. Leikirnir hjá Fylki og Grindavík fara fram 14. og 28. ágúst. Komust áfram í fyrra íslandsmeistarar KR mæta Pyunik Yerevan frá Armeníu í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar UEFA en leikimir fara fram 16. og 23. júlí og er seinni leikurinn hér á landi. Komist KR-ingar áfram í 2. umferð forkeppninnar mæta þeir CSKA Sofia frá Búlgaríu í 2. umferð. Pyunik er sem stendur á toppi armensku deildarinnar og hefur orðið meistari tvö síðustu ár. í fyrra tók Pyunik-lið- ið þátt í forkeppni meistaradeildar- innar, sló út finnska liðið Tampere United, 6-0, í fyrstu umferð en datt síðan út fyrir Dynamo Kiev, 2-6, í annarri umferð. Dynamo Kiev fór síðan alla leið inn í meistaradeildina. ooj.sport@dv.is GRINDAVIK FÆRISLENDINGALIÐ: Grindvíkingurinn Grétar Hjartarson sést hér á fleygiferð í Intertoto-keppninni í fyrra þar sem Grindavík fékk sína fyrstu reynslu (Evrópukeppni. Grindavík fær (slendingaliðið Kárnten í 1. umferð UEFA-bikarsins. sumarbústaður með fortíð samlokurnar í sumarferðinni Nóra býður á veröndina Kvennahlaupið ferfram í 14. sinn í dag Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 14. sinn í dag og hefur útbreiðsla hlaupsins verið undraverð á síðustu ámm. í dag er hlaupið á yfir 90 stöðum hér á landi og svo á 15 stöðum í níu löndum erlendis. Hlaupið fer fram víðs vegar um Danmörku (Kaupmannahöfn, Horsens, Álaborg og Sönderborg), í Noregi (Jessheim og Notodden), í Lúxemborg, Belgfu (Brussel), Frakklandi, Spáni (Pýreneafjöll- unum), Namibíu, Kanada (Winnipeg) og Bandaríkjunum (Michigan, Columbia, Norfolk). I Garðabæ hefst hlaupið á Garðatorgi kl. 14 (dagskrá hefst 13.30) og þær vegalengdir sem em f boði em 2, 5, 7 og 9 km. Skemmtidagskrá verður fjöl- breytt og mun m.a. hljómsveitin í svörtum fötum halda uppi stemn- ingu. Á Akureyri hefst hlaupið kl. 11 og í Mosfellsbæ kl. 12. Nánari upplýsingar um hlaupastaði, dag- skrá, myndir o.fl. er að finna á heimasíðu Kvennahlaups ÍSÍ á sjova.is. í ár er Beinvemd sérstakur sam- starfsaðili Kvennahlaupsins. Af því tilefni er yfirskrift hlaupsins „Sterk bein alla ævi - hreyföu þig reglulega!" og mun Ingibjörg Pálmadóttir, verndari Beinvernd- ar, flytja hvatningarávarp til kvenna í Garðabæ fyrir hlaupið. ooj.spon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.