Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 10
10 LAUCARDAGUR 2 l.JÚNÍ2003 ■ xO _______| 1 Góðar fréttir en... Landsframleiðsla á fyrsta ársfjórðungi jókst um 3,3% að raungildi miðað við sama tíma á liðnu ári, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Umskiptin eru því mikil frá síðari hluta liðins árs þegar samdráttur varð og í heild dróst lands- framleiðslan saman um 0,5% á síðasta ári. Þessar bráðabirgðatölur Hagstofunnar sýna mikinn viðsnúning í efnahagslífinu og benda til að sú hagsæld sem spáð hefur verið sé þegar byrjuð. Hitt er svo annað að hættumerkin eru enn til staðar. Drifkrafturinn í hagvextinum er vöxtur einkaneyslu sem að stórum hluta má rekja til bifreiðakaupa og útgjalda erlendis. ís- lendingar virðast því ekki ætla að nýta góðærið í aukinn sparnað. Vandinn liggur hins vegar fyrst og fremst í því að sjöunda ársfjórðunginn í röð dregst fjárfesting saman. Samdráttur í fjárfest- ingu samhfiða litlum sparnaði er hættumerki. Nær 4% raunaukning í samneyslu á fyrsta árs- fjórðungi veidur einnig áhyggjum en samneysla hefur aukist að raungiidi síðustu sex ársfjórð- unga. A næstu misserum er mikilvægt að drifkraftur hagvaxtar verði í skynsamlegum fjárfestingum og allt bendir til þess að svo verði með mestu framkvæmdum sem íslendingar hafa nokkru sinni upplifað. En það brevtir í engu að hættu- merkin eru til staðar. Sjálfstætt framboð? Guðmundur Arni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn eigi að bjóða sér fram í öllum sveitarfélögum í næstu sveitarstjórnarkosningum: „Ég vil brýna okkur öll til átaka í næstu fyrirséðu kosningum, þ.e.a.s. sveitarstjómarkosningum - sem var auðvitað gmndvöllurinn að þeim góða árangri Yfirlýsing Guðmundar Árna er merkileg og að líkindum skynsam- leg pólitískt. Fyrir stjórnmálaflokk er ekkert mikilvægara en að hlúa að innra starfi og innra starf flokka kristallast ekki síst í kring- um þátttöku í sveitarstjórnum. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vakti at- hygli á því löngu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að þátt- taka framsóknarmanna í Reykja- víkurlistanum hefði komið niður á flokksstarfi í höfuðborginni. sem náðist 10. maí síðastliðinn - og að við ein- setjum okkur hér og nú að við bjóðum fram í hverju einasta sveitarfélagi undir merkjum Samfýlkingarinnar í þeim sveitarstjórnarkosn- ingum sem í hönd fara að þremur árum liðn- um. Þá þurfum við auðvitað engu að kvíða þeg- ar upp renna alþingiskosningar að fjórum árum liðnum hið síðasta. Við erum klár í slaginn. Höldum okkar striki," sagði Guðmundur Árni á flokksstjórnarfundi Samfýlkingarinnar síðast- liðinn fimmtudag. Þegar blaðamaður DV spurði þingmanninn hvort sjálfstætt framboð Samfylkingarinnar ætti einnig við um Reykjavík sagði hann að menn gætu túlkað ummælin eins og þeir vildu. f Morgunblaðinu í gær segist Guðmundur Árni vilja vera reiðubúinn tif þess: „Mér heyrist tónninn í ýmsum samstarfsaðilum innan R-list- ans vera þannig að það sé rétt fyrir Samfylking- una að vera í stakk búin fyrir sérframboð." Yfirlýsing Guðmundar Árna er merkileg og að líkindum skynsamleg pólitískt. Fyrir stjórn- málaflokk er ekkert mikilvægara en að hlúa að innra starfi og innra starf flokka kristallast ekki síst í kringum þátttöku í sveitarstjórnum. Hall- dór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks- ins, vakti athygli á því löngu fyrir síðustu borg- arstjórnarkosningar að þátttaka framsóknar- manna í Reykjavíkurlistanum hefði komið nið- ur á flokksstarfi í höfuðborginni. Enn er langt í sveitarstjórnarkosningar og þrjú ár eru langur tími í stjórnmálum. En margt bendir til þess að samstarfsflokkarnir í Reykja- víkurlistanum séu að fjarlægjast hver annan - ekki aðeins vegna innri átaka heldur fyrst og fremst vegna þess að æ fleiri gera sér grein fyrir því hverju er fórnað með þátttöku í kosninga- bandalagi. Út með draslið (FRAMBOÐ: Össur býður sig fram til endurkjörs í haust. Margt í ræðu Ingibjargar Sólrúnar benti til að hún hefði líka hug á formannsstólnum - sem myndi skýra hvers vegna hún ýfði upp sárin í R-listanum sem annars virtist tilefnislaust. RfTSTJÓRKARBRÉF ÓlafurTeiturGuðnason olafur@dv.is Reykjavíkurlistinn er púður- tunna. Það var augljóst fyrir um hálfu ári af þeim við- brögðum sem komu fram inn- an hans við ákvörðun Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur um þingframboð. Og nú hefur það enn verið staðfest eftir að Ingibjörg Sólrún „hreinsaði til í geymslunni" hjá sér. Einhverra hluta vegna ýfði Ingi- björg Sólrún upp hin hálfs árs gömlu sár á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar í fyrradag og stráði í þau salti. í ræðu sinni lagði hún til atlögu við þá söguskýringu að hún hefði með þingframboði sínu gengið á bak orða sinna. Og ekki varð hjá því komist í þeirri málsvörn að leggja til samstarfs- flokkanna í Reykjavíkurlistanum. Hörð gagnrýni Ingibjörg Sólrún sagði að svo virt- ist sem stuðningsmenn alira flokka annarra en Samfylkingarinnar væru að „tala sig upp í þessa söguskoð- un“, sem væri fráleit. Hún hefði engan svikið heldur hefðu „fram- sóknarmenn og vinstri-grænir ákveðið" að hún yrði að standa upp úr stóli borgarstjóra. Hún sagðist draga í efa að aðgerðir flokksstofn- ananna hefðu verið í samræmi við vilja almennra flokksmanna og kjósenda. Viðbrögð samstarfsflokk- anna hefðu verið bæði „einkennileg og ósanngjörn". Þetta er hörð gagnrýni og fyrir fram ljóst að hún hjálpaði ekki til við að halda friðinn í R-listanum. Guð- mundurÁrni Stefánsson bætti síðan um betur og lagði til við flokksmenn að þeir „einsettu sér hér og nú“ að bjóða fram undir eigin merkjum í öllum sveitarfélögum landsins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Guðmundur Árni hefur staðfest að hér var engin fljótfærni á ferð held- ur undanskilur hann ekki Reykjavík í þessu sambandi enda hafi sér heyrst „tónninn í ýmsum samstarfs- aðilum innan R-Iistans“ gefa Sam- fylkingunni tilefni til þess að undir- búa sérframboð. Snyrtileg geymsla Fyrsta spurningin sem vaknar er hvers vegna verið er að vekja upp þennan draug núna og kalla eftir þeim harkafegu viðbrögðum sem svo sannarlega hafa komið fram. „Ef ég geri það ekki núna veit ég ekki hvenær ég geri það,“ var skýringin sem Ingibjörg Sólrún gaf á því að hún „hreinsaði til í geymslunni". Þessi skýring stenst hins vegar ekki af þeirri einföldu ástæðu að geymsla Ingibjargar Sólrúnar er mjög snyrtileg. Hún var nefnilega margoft búin að taka til í henni fyrir fundinn í fyrradag, eins og allir vita og hafa fengið að fylgjast með. Hún hefur margoft svarað ásökunum um að í framboði hennar til Alþingis hafi falist svik við R-listann. Allir þekkja rök hennar í málinu. Það er búið að ræða þetta. Ekkert nýtt kom fram í þessari síðustu málsvörn. Til hvers? „Stuðningsmenn for- mannsins myndu því væntanlega henda á lofti ummæli hennar um að hún þyrfti að „taka til ígeymslunni" og spyrja: Hvers vegna tekur fólk venjulega til í geymslum? Jú: Til þess að koma fyrir meira drasli." Klár í slaginn Hugsanleg skýring er sú að Ingi- björg Sólrún telji að R-listinn sé hvort sem er að líða undir lok og vilji árétta málsvörn sína áður en það gerist til þess að henni verði síður kennt um ósköpin. Ef R-listinn er um það bil að springa er hreinsun- araðgerð hennar ósköp skiljanleg, fyrirbyggjandi aðgerð. Hins vegar eru þrátt fyrir allt engar áþreifanleg- ar vísbendingar um að kviknað sé í púðurtunnunni. Skýringin er því fremur langsótt. Önnur skýring er sú að málsvöm- in hafi verið hluti af framboðsræðu Ingibjargar Sólrúnar vegna for- mannskosninga í Samfylkingunni á landsfundi í haust. Þetta er miklu sennilegri skýring og raunar afar sennileg. Ingibjörg Sólrún sagði það nánast bemm orðum í ræðu sinni að hugur hennar stæði til formennsku. Hún sagðist myndu taka að sér þau verk- efni sem flokksmenn óskuðu eftir, sem þýðir á mannamáli: „Ef þið vilj- ið mig sem formann þurfið þið bara að nefna það. Ég er klár í slaginn." Framboðsræða Ingibjörg Sólrún sagði líka að sú skylda hvíldi á Samfylkingunni að virða það „trúnaðarsamband við kjósendur" sem hefði verið komið á með framboði hennar. Hvað þýðir þetta? „Ykkur ber að gefa mér hlut- verk við hæfi." Hún sagði líka að það væri lítið sem ekkert mark takandi á skoðana- könnunum. Eini raunvemlegi mæli- kvarðinn á árangur Samfylkingar- innar væri samanburður á úrslitum síðustu og næstsíðustu kosninga. Og hún rakti þennan samanburð bæði f prósentum og þingmanna- tölu floldcsins. Hvað er þetta annað en svar við því sem notað hefur ver- ið gegn henni, að Samfylkingin fékk minna fylgi í kosningunum en í skoðanakönnunum undir lok síð- asta árs, áður en Ingibjörg Sólrún bauð sig fram? Einnig að þessu leyti var ræðan framboðsræða. Og f framboðsræðu ril embættis formanns Samfylkingarinnar er ósköp eðlilegt - í þessu tilviki jafnvel nauðsynlegt - að gagnrýna forystu- menn annarra flokka þótt þeir séu samstarfsflokkar í R-listanum. í þessu ljósi þarf ekki að spyrja: Til hvers? Eðlileg tiltekt Össur Skarphéðinsson ætlar hins vegar að gefa kost á sér til for- mennsku áfram. Og stuðningsmenn hans minna á að Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir þegar þau Össur skiptu með sér verkum fyrir kosningar að hann yrði áfram formaður; hún sagði opinberlega að hún myndi ekki bjóða sig fram til formanns. Þeir líta því svo á að með framboði til formanns væri hún að ganga á bak orða sinna, rétt eins og Fram- sókn og Vinstri-grænir litu á hún væri að ganga á bak orða sinna með þingframboði. Stuðningsmenn formannsins myndu því væntanlega henda á lofti ummæli hennar um að hún þyrfti að „taka til í geymslunni" og spyrja: Hvers vegna tekur fólk venjulega til í geymslum? Jú: Til þess að koma fyr- ir meira drasli. Getur R-listinn stjórnað? Allt þetta varpar ljósi á hina ann- ars óskiljanlegu hreinsun sem fór fram í geymslu Ingibjargar Sólrúnar á flokksstjórnarfundinum í fyrradag sem virtist í fyrstu óskiljanlegt skemmdarverk á R-listanum. Viðbrögð samstarfsflokkanna í Reykjavík voru hörð eins og við var að búast. Alfreð Þorsteinsson segir að Ingibjörg Sólrún hafi sjálf hann- að þá atburðarás sem hún gagn- rýndi. Og Steingrímur J. Sigfússon segir að dæmin sanni að hún beri minni umhyggju fyrir R-listanum en sjálfri sér! Sér kæmi ekki á óvart þótt hún gréti endalok hans þurrum tár- uin þegar hann væri henni ekki lengur það tæki sem hann áður var. Hvorki meira né minna! Það er augljóslega ekki rétt sem Stefán Jón Hafstein hélt fram í út- varpsviðtali í gær að samstarfið í R- listanum væri betra nú en elstu menn ræki minni til. Þeir væru þá fæddir í gær. Stefán Jón lagði það raunar sjálfur af mörkum á dögun- um að kalla meintar þreifmgar fé- laga sinna um myndun nýs meiri- hluta „rottugang" þótt ekkert lægi fyrir opinberlega um að þær hefðu átt sér stað! Púðrið í R-listanum er aftur orðið þurrt og forystumenn flokkanna feika sér að eldinum eins og ekkert sé. Það má vel vera að R-listinn sitji við völd út kjörtímabilið. Það er hins vegar meira vafamál að sífelldar, þungar ásakanir borgarfulltrúa og forystumanna flolckanna hver í ann- ars garð séu Reykvflcingum bjóð- andi. Það er vafamál að Reykjavík- urlistinn sé hæfur til að gegna því hlutverki sem hann var kosinn til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.