Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTiR LAUGARDAGUR 21. JÚNl2003 Útíönd Heimurinn í hnotskum Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is Sími: 550 5829 Saddam sennilega á lífi ÍRAK: Sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnartelja að lík- legra sé að Saddam Hussein sé lífs frekar en liðinn. Samræður milli náinna stuðningsmanna einræðisherrans fyrrverandi sem þeim hefur tekist að hlera síðustu vikur renna stoðum undir þessa tilgátu. Þar hafa þeir talað um að Saddam verði að vernda. Þetta hefur bandaríska blaðið New YorkTimes eftir ónefnd- um embættismönnum innan leyniþjónustunnar, en opinber- lega hefur þetta ekki fengist staðfest. Þar kom einnig fram að leit að Saddam hefur verið aukin síðustu daga. Leynisveit innan bandaríska hersins, sem kallastTask Force 20, hefur far- ið fyrir leitinni síðustu vikur. Of kjaftforir NETIÐ: Það er varasamt að vera kjaftfor á Netinu. Þetta hafa nokkrir Bretar í atvinnuleit fundið út. Eftir að hafa mætt í atvinnuviðtal lýstu þeir því á Netinu - einn sagði að vinnu- veitandinn væri „tíkfrá helvíti" og annar að hann hefði logið um reynslu sína. Vinnuveitand- inn fann hins vegar ummæli þeirra og hvorugur var ráðinn. Hamas er óvinur friðar MÁUN RÆDD: Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, gátu leyft sér að brosa um stund fyrir blaðamenn. Hætt er þó við að lítið hafi verið hlegið þegar Vegvísir til friðar var ræddur, því illa hefur gengið að koma honum í gagnið. Rúmlega 60 manns hafa látið lífið í átökum síðustu vikna. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fundaði með Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, í gær til að reyna að koma friðarferl- inu í Mið-Austurlöndum aftur af stað. Powell hvatti þá báða til að reyna að stöðva ofbeldishrinuna sem staðið hefur yfir frá því Vegvísir til friðar var kynntur en lagði sérstaka áherslu á að skæruliðasamtökin Hamas ættu mesta sök á ófriðnum. Kallaði hann samtökin „óvini frið- ar“ eftir fundinn með Ariel Sharon. Powell hvarf af landi brott aftur eftir átta klukkutíma fundalotu með leiðtogum þjóðanna en svo virðist sem engin afgerandi niðurstaða hafí náðst. Mikilvægt var þó að Powell hafi tekist að ræða við deilu- aðila og reynt að smyrja hjól friðar. Takast þarf á við Hamas Eftir fundinn með Ariel Sharon sagði Powell að mikilvægt væri að Abbas myndi ekki bara reyna að komast að samkomulagi um vopna- hlé við Hamas og önnur samtök herskárra Palestínumanna. Nauð- synlegt væri að koma í veg fyrir að slík samtök hefðu bolmagn til að ráðast á ísraela. „Hamas hefur verið óvinur friðar, sérstaklega síðustu tvær vikurnar. Svo lengi sem sam- VEGVÍSIR í VANDA 4. JÚNÍ: Fundur Bandaríkjamanna, Palestínumanna og (sraela i Aqaba. 8. JÚNÍ: Palestínskir skæruliðar hafna Vegvísinum til friðar. 10. JÚNÍ: ísraelar reyna að myrða Hamas-leiðtogann Abdel-Aziz al- Rantissi. 11. JÚNÍ: 17 látast í sjálfsmorðsárás á ísraelskan strætisvagn. 19. JÚNÍ: Gyðingum og ísraelskum hermönnum lendir saman þegar þeir síðarnefndu reyna að taka nið- ur landnemabyggð. tökin byggja á hryðjuverkum og of- beldi og stefna að eyðingu ísraels er ljóst að okkur er mikill vandi á höndum sem verður að takast á við í heild sinni," sagði Powell. En hann lagði einnig áherslu á að fsraelar þyrftu að fara varlegar í sak- irnar í baráttu sinni gegn hryðju- verkum. „ísrael verður að grípa til aðgerða til að hjálpa Palestínu- mönnum að lifa eðlilegu lífi.“ „Megum engan tíma missa" Eftir fundinn með Mahmoud Abbas hvatti Powell hinar stríðandi fylkingar til að vinna hraðar að samningum um að ísraelskir her- menn hverfi frá norðanverðu Gaza- Abbas sagði síðar við blaðamenn að tilraunir hans til að fá herskáa Palestínumenn til að fallast á vopnahlé væru vonlausar efísraels- menn myndu ekki hætta hernaðaraðgerð- um sínum á landsvæð- um Paiestínumanna. svæðinu og Betlehem á Vesturbakk- anum. Þannig myndu Palestínu- menn geta tekið við stjórn öryggis- mála á svæðunum. „Það verður að hafa hraðann á. Við megum engan tíma missa án þess að eitthvað ger- ist í þessum málum. Við viljum ekki að hryðjuverkamenn hafi sigur," sagði Powell. Abbas sagði síðar við blaðamenn að tilraunir hans til að fá herskáa Palestínumenn til að fallast á vopnahlé væru vonlausar ef ísraels- menn myndu ekki hætta hernaðar- aðgerðum sínum á landsvæðum Palestínumanna. Hamas og önnur smærri samtök af svipuðu tagi hafa neitað að samþykkja Vegvísinn nema Israel dragi her sinn til baka. Enn ein árásin En á meðan Powell ræddi við Sharon og Abbas um frið kom ber- lega í ljós að Hamas-samtökin eru ekki í friðarhug. Byssumenn myrtu ísraelskan landnema og særðu þrjá aðra á Vesturbakkanum þegar þeir sátu fyrir bfl þeirra og skutu á hann. Tveir hinna særðu voru bandarískir ferðamenn í heimsókn hjá ættingj- um sínum. Síðar um daginn lýsti hernaðararmur Hamas ábyrgð á árásinni á hendur sér. i : TÁRAGASIBEITT: Grísk óeirðalögregla beitti táragasi á mótmælendur í þorpi fimm kílómetra frá mótsstað leiðtoga ESB. Mikill viðbúnaður var vegna mótmælanna, 16.000 her- og lögreglumenn voru til taks til að halda mótmælendum í skefjum. Leiðtogafundur Evrópusambandsins í Grikklandi: Umdeild stjórnarskrá Leiðtogar ríkja Evrópusam- bandsins fögnuðu fyrstu drög- um að nýrri stjórnarskrá í gær og sögðu hana gera löggjöf sambandsins skýrari og ein- faldari en verið hefur. Ekki eru þó allir jafn ánægðir með hana. Spánverjar, Bretar og Pólverjar gáfu til kynna að þeir væru ekki sáttir við það hvernig stjórnarskráin nýja tekur á málum á borð við kosn- ingarétt og neitunarvald ríkja. Það er því ljóst að langur vegur er fram undan við að sníða stjórnarskrána þannig að allir verði ánægðir. Það var Valerie Giscard d’Estaing, fyrrverandi Frakklandsforseti, sem afhenti drögin á leiðtogafundi Evr- ópusambandsins á Grikklandi. Þau voru prentuð á 68 síðum og eru af- rakstur 16 mánaða vinnu 105 manna nefndar. Giscard sagði að reynt hefði verið að fara vandfarinn meðalveg milli hagsmuna ríkjanna innan ESB annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. í drögunum er gert ráð fyrir rót- tækum breytingum á stofnunum ESB, sem hafa ekki þótt nógu skil- virkar og byggja um of á skrifræði. Mótmælendur láta til sín taka Eins og venja er orðin með leið- togafundi helstu ríkja heims söfn- uðust mótmælendur saman í grenndinni og létu vel í sér heyra. Grísk óeirðalögregla skaut táragasi að mótmælendum í gær til að dreifa mannljölda sem hafði kastað stein- um að lögreglunni og reynt að kom- ast í gegnum vegatálma. Þetta gerð- ist þegar um 4.000 mótmælendur söfnuðust saman f þorpinu Marramas, um það bil fimm kfló- metra frá mótsstað leiðtoga Evr- ópusambandsins. Mun fleiri tóku hins vegar þátt í friðsamlegum mót- mælum annars staðar í þorpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.