Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 16
76 OMHELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ2003 DvHelgarblað Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson / Finnur Vilhjálmsson Netfang: polli@dv.is / fin@dv.is Sími: 550 5896/550 5891 Týndi hljómurinn Guðjón Rúdólf Guðmundsson leitar að tónlist víkinganna Bls. 26 Hann safnar söfnum Eggert Þór Bernharðsson segir frá rannsóknum sínum á íslenskum söfnum. Bls.28 iWW-A ■ [J •■■■ 8 v * n 1 || - J • y’-.. Tilgangslaus fróðleikur Viltu vita um allt sem enginn annar veit? Hvaða tilgang hefur slík þekking- arleit fyrir okkur? Er kannski til eitt- hvað sem heitir tilgangslaus fróðleikur eða hefur öll þekking einhvern til- gang? Flestir leggja viðtæka þekkingu til jafns við gáfur og í okkar samfélagi er borin mikil virð- ing íyrir þeim sem búa yfir vitneskju um alla skapaða hluti stóra og smáa. Þetta sést til dæmis vel á vinsældum spurningakeppna og leikja á borð við Trivial Pursuit sem mun vera til á nær hverju heimili. í þessum efnum er hins vegar sjaldan spurt um gæði á kostnað magns. Við stöldrum sjaldan við til þess að meta hvort hinn eða þessi fróðleiksmolinn sé þess virði að leggja hann á minnið. Þvert á móti virðumst við stundum gagnrýnislaust troðíylla minnis- bankann með einskis nýtum fróðleik. Ekkert er eins mikil gullnáma fyrir þá sem unna tilgangslausri þekkingu og Internetið. Þar hafa lúsiðnir þekkingarsafnarar dregið saman risavaxna bunka af því sem óumdeilt eru upplýsingar sem fáir hafa gagn af en ef til vill einhverja skemmtun. Lítum á nokkrar einskis nýtar upplýsingar okkur til skemmtunar: Vissirðu þetta? Líkami meðalstórs manns inniheldur járn sem dugar í einn sextommunagla, brenni- stein sem gæti drepið flær á einum hundi, kolefni sem myndi duga í 900 blýanta, fitu sem dygði í sjö sápustykki og líklega um 40-50 lítra af vatni. YOKO EKKI FYRST: Fyrsta kærasta Johns Lennon var stúlka sem hétThelma Pickles. Lengsta örnefni heims Lengsta örnefni heims sem vitað er til að sé í notkun er heiti á fjalli á Nýja-Sjálandi. Það heitirTaumatawhakatangihangakoauauotta- mateaturipukakapikimaungahoronukupokai - whenuakitanatahu. Fullt nafn Los Angeles-borgar er E1 Pueblo de Nuestra Senora la Reina de los Angeles de Porciuncula. Skammstöfunin LA er aðeins 3,63% af nafni borgarinnar. Sá sem borðar epli er líklegri til að halda sér vakandi en sá sem drekkur kaffi. Time Magazine valdi Adolf Hider sem mann ársins 1938. Adi Húnakonungur dó úr blóðnösum. Fjórðungur íbúa heimsins heíúr minna en 16 þúsund krónur í árslaun. Níutíu milljónir manna komast af með innan við 5 þúsund krónur á ári. Hippopotomonstrosesquippedaliophobia er sjúkdómsheiti yfir óttann við löng orð. Snigill getur sofið í þrjú ár og kakkalakki getur lifað nokkra daga þótt hausinn vanti á hann og krossflskur hefur engan heila. SÆTA NAFLANN MINN: Alfred Hitchcock kvikmyndaleikstjóri var ekki með neinn nafla. Gíraffínn getur verið lengur án vatns en úlfaldinn. Flestir fílar eru léttari en tunga steypireyð- ar. Ef þú leggur saman allar tölur frá einum upp í 100 að báðum meðtöldum verður út- koman 5050. Af þeim sem geta hreyft á sér eyrun getur þriðjungur aðeins hreyft annað eyrað í senn. MAÐUR ÁRSINS: Adolf Hitler var valinn maður ársins af Time Magazine árið 1938. Það er líklegt að níu milljónir manna í heiminum eigi afmæli dag hvern. Fleira fólk er drepið af ösnum í heiminum á hverjum degi en ferst í flugslysum. Hvernig æla froskar? Þegar froskur var tekinn með í geimferð uppgötvaðist að froskar geta kastað upp. Froskurinn flugveiki kastar fyrst upp magan- um sem lafir þá úr munni hans. Síðan notar hann framlappirnar til þess að tæma inni- haldið úr maganum og kyngir honum svo aft- ur. Hestar og kanínur eru hvort tveggja dýr sem geta ekki kastað upp. Stær'sta borg Bandaríkjanna sem heitir nafni með einu atkvæði er Flint í Michigan fylki. Michigan er með lengsta strandlengju allra fýlkja í Bandaríkjunum. Rúmlega sjö prósent af allri hafrauppskeru á írlandi eru árlega notuð til þess að brugga Guinness-bjór. Venjuleg húsfluga suðar í tóntegundinni F. Köttur hefur 32 vöðva til þess að stjórna eyranu. Strúturinn er með stærri augu en heila. Alfred Hitchcock var frægur kvikmynda- leikstjóri. Hann hafði engan nafla því nafli hans hafði verið fjarlægður eftir uppskurð þegar hann var unglingur. Minni gullfisks varir í þrjár sekúndur. Drekaflugan lifir aðeins 24 tíma en svín fá fúllnægingu sem getur varað í 30 mínútur. Það er ekki hægt að hnerra með augun opin. Karlkyns mölfluga getur fundið lykt af kvenflugu í nærri þriggja kílómetra fjarlægð. Sovéska leyniþjónusta hét og heitir sjálf- sagt enn KGB. Það er skammstöfun á orðun- um: Komitet Gosudarstvennoy Bezopa- snosty. Það eru 336 örsmáar dældir á einni golf- kúlu. Fyrsta unnusta Johns Lennons var stúlka sem hét Thelma Pickles. Ertu að blikka mig? Konur depla augunum tvöfalt oftar en karl- menn en enginn veit hvers vegna. BLESSAÐUR BJÓRINN: (rar drekka eins og svamp- ar og sjö prósent allrar hafraframleiðslu landsins fara til þess að brugga Guinness-bjórinn sem þeir eru svo frægir fyrir. Það eru reyndar Islendingar, frændur íra, sem eru á myndinni, 1. mars 1989, á bjórdaginn. í Bandaríkjunum er kíló af steiktum kart- öfluflögum 200 sinnum dýrara en kíló af kart- öflum. Sellerí inniheldur svo fáar hitaeiningar að sá sem borðar sellerí brennir við það fleiri hitaeiningum en það inniheldur. 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.