Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. JÚNl2003 Kjötvinnslan Esja - grillar með þér! www.esja.is Kjötvinnslan Esja. Dugguvogi 8,104 Reykjavík Sími 567 6640 Fax 567 6614 Steikur - Eftir hvers manns höfði og allt meðlæti innifalið. Kjötvinnslan Esja býður starfsmannafélögum og fyrirtækjum upp á gómsætan grillmat á mjög hagstæðu verði. Veró frá 620 kr. á mann . KAUPMANNAHÖFN: Áfangastaður fyrir heppinn reyklausan lesanda. DV og Terra Nova-Sól bjóða nokkrum reyklausum lesendum í utanlandsferð: Reyklausum boðið til útlanda Lesendur DV hafa sýnt átaki blaðsins og Nicotinell, Notum fríið til að hætta að reykja, mikinn áhuga og hafa blað- inu borist fjölmörg bréf frá lesendum þess efnis síðustu daga. Guðbjörg Pétursdóttir hjúkrun- arfræðingur hefur verið með pisda í blaðinu og á dv.is þar sem fólki eru lagðar línurnar og því gefin góð ráð til þess að hætta að reykja. í upphafi átaksins ákvað DV að verðlauna nokkra heppna þátttak- endur með því að bjóða þeim í ut- anlandsferð í haust og leist fólkinu hjá Terra Nova-Sól það vel á uppá- tækið að það ákvað að gefa heppn- um lesenda blaðsins, sem stendur sig vel í átakinu, ferð frá fyrirtækinu í verðlaun. „Ákveðið hefur verið að verð- launahafar í þessu reykingaátaki DV fái ferðir til Kaupmannahafnar eða London í verðlaun tyrir frammistöðuna enda gott málefni þarna á ferðinni. Annars erum við með mjög fjölbreyttar ferðir hérna hjá Terra Nova-Sól og tljúgum til fjölda staða í Þýskalandi, auk þess sem við bjóðum upp á hefðbundn- ar sólarlandaferðir til Portúgals, Kýpur og Spánar, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ingibjörg Kristjáns- dóttir, sölustjóri hjáTerra Nova-Sól Hægt er að skrá sig í átakið á vefslóð DV á www.dv.is fram til 15. júlí. Fylgst verður með árangri þátt- takenda á síðum blaðsins í sumar og svo þegar hausta tekur mun heppinn þátttakandi verða verð- Fjöldi manns hefur sýnt átaki DV, Notum fríið til að hætta að reykja, mikinn áhuga og nú hefur verið ákveðið að veita heppnum þátt- takenda sem stendur sig vel í átakinu verð- laun í formi utanlands- ferðar. launaður, meðal annars með ferð frá Terra Nova-Sól. Vel verður fylgst með þeim sem skrá sig í átakið og einungis þeir sem enn verða reyklausir í haust eiga möguleika á vinningum. Nú er því bara að taka sig saman í andlit- inu og hætta að reykja í eitt skipti tyrir öll með aðstoð DV og Nicotin- ell því að allir sem ná því markmiði eru sannir sigurvegarar. Ekki er svo verra að eiga möguleika á utan- landsferð að auki. agust@dv.is Sumarverð á smáum í DV og happdrætti Smáauglýsingadeild DV er komin í sannkallað sumarskap. Af því tilefni gildir sérstök sumar- verðskrá fyrir smáauglýsingar. Kostar 4ra línu texta- auglýsing sem pöntuð er á www.smaar.is 500 kr. Sams konar auglýsing, sem keypt er með símtali eða í af- greiðslu smáauglýsinga í DV-hús- inu, kostar hins vegar 700 kr. Myndaauglýsing kostar síðan 950 krónur, hvort sem hún er keypt í á www.smaar.is, með símtali eða í DV-húsinu. En það er ekki bara verðið sem er hagstætt fyrir auglýsendur heldur geta þeir sem kaupa smá- auglýsingar á www.smaar.is dott- ið í lukkupottinn. Allir sem kaupa smáauglýsingu á www.smaar.is lenda í happdrættispotti. Dregið verður alla þriðjudaga í júlí og ágúst og munu nöfn vinningshafa birtast í DV á föstudögum. Aðal- vinningurinn í sumarhappdrætti smáauglýsingadeildarinnar verð- smaaugiysingar. ur dreginn út 2. sept. í pottinn fara nöfn allra þeirra sem kaupa smáauglýsingu á tímabilinu 23. júnítil31.ágúst. Aðalvinningur- inn er flugmiði Iceland Express. Aðrir vinningar eru veglegir en þar má nefna: Út að borða á Sticks’n’ Sushi. Út að borða á Thorvaldsen. Út að borða á Café Sólon. Út að borða á Galileo. Bakpoka frá Jóa útherja. Vinninga frá Sjónvarpsmið- stöðinni. Bíóveislu - miða, gos, snakk og Prinsessu-súkkulaðikassa. Stútfullan gjafapoka með vör- um frá Heildversluninni Hvftar stjömur. Allir vinningshafar f sumar- happdrætti smáauglýsingadeild- ar munu einnig fá fría áskrift að DV í tvo mánuði. Sem fyrr er til mikils að vinna fyrir viðskiptavini DV. Þú kaupir, við birtum og það ber árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.