Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Page 8
8 LAUGARDAGUR 21. JÚNl2003 Kjötvinnslan Esja - grillar með þér! www.esja.is Kjötvinnslan Esja. Dugguvogi 8,104 Reykjavík Sími 567 6640 Fax 567 6614 Steikur - Eftir hvers manns höfði og allt meðlæti innifalið. Kjötvinnslan Esja býður starfsmannafélögum og fyrirtækjum upp á gómsætan grillmat á mjög hagstæðu verði. Veró frá 620 kr. á mann . KAUPMANNAHÖFN: Áfangastaður fyrir heppinn reyklausan lesanda. DV og Terra Nova-Sól bjóða nokkrum reyklausum lesendum í utanlandsferð: Reyklausum boðið til útlanda Lesendur DV hafa sýnt átaki blaðsins og Nicotinell, Notum fríið til að hætta að reykja, mikinn áhuga og hafa blað- inu borist fjölmörg bréf frá lesendum þess efnis síðustu daga. Guðbjörg Pétursdóttir hjúkrun- arfræðingur hefur verið með pisda í blaðinu og á dv.is þar sem fólki eru lagðar línurnar og því gefin góð ráð til þess að hætta að reykja. í upphafi átaksins ákvað DV að verðlauna nokkra heppna þátttak- endur með því að bjóða þeim í ut- anlandsferð í haust og leist fólkinu hjá Terra Nova-Sól það vel á uppá- tækið að það ákvað að gefa heppn- um lesenda blaðsins, sem stendur sig vel í átakinu, ferð frá fyrirtækinu í verðlaun. „Ákveðið hefur verið að verð- launahafar í þessu reykingaátaki DV fái ferðir til Kaupmannahafnar eða London í verðlaun tyrir frammistöðuna enda gott málefni þarna á ferðinni. Annars erum við með mjög fjölbreyttar ferðir hérna hjá Terra Nova-Sól og tljúgum til fjölda staða í Þýskalandi, auk þess sem við bjóðum upp á hefðbundn- ar sólarlandaferðir til Portúgals, Kýpur og Spánar, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ingibjörg Kristjáns- dóttir, sölustjóri hjáTerra Nova-Sól Hægt er að skrá sig í átakið á vefslóð DV á www.dv.is fram til 15. júlí. Fylgst verður með árangri þátt- takenda á síðum blaðsins í sumar og svo þegar hausta tekur mun heppinn þátttakandi verða verð- Fjöldi manns hefur sýnt átaki DV, Notum fríið til að hætta að reykja, mikinn áhuga og nú hefur verið ákveðið að veita heppnum þátt- takenda sem stendur sig vel í átakinu verð- laun í formi utanlands- ferðar. launaður, meðal annars með ferð frá Terra Nova-Sól. Vel verður fylgst með þeim sem skrá sig í átakið og einungis þeir sem enn verða reyklausir í haust eiga möguleika á vinningum. Nú er því bara að taka sig saman í andlit- inu og hætta að reykja í eitt skipti tyrir öll með aðstoð DV og Nicotin- ell því að allir sem ná því markmiði eru sannir sigurvegarar. Ekki er svo verra að eiga möguleika á utan- landsferð að auki. agust@dv.is Sumarverð á smáum í DV og happdrætti Smáauglýsingadeild DV er komin í sannkallað sumarskap. Af því tilefni gildir sérstök sumar- verðskrá fyrir smáauglýsingar. Kostar 4ra línu texta- auglýsing sem pöntuð er á www.smaar.is 500 kr. Sams konar auglýsing, sem keypt er með símtali eða í af- greiðslu smáauglýsinga í DV-hús- inu, kostar hins vegar 700 kr. Myndaauglýsing kostar síðan 950 krónur, hvort sem hún er keypt í á www.smaar.is, með símtali eða í DV-húsinu. En það er ekki bara verðið sem er hagstætt fyrir auglýsendur heldur geta þeir sem kaupa smá- auglýsingar á www.smaar.is dott- ið í lukkupottinn. Allir sem kaupa smáauglýsingu á www.smaar.is lenda í happdrættispotti. Dregið verður alla þriðjudaga í júlí og ágúst og munu nöfn vinningshafa birtast í DV á föstudögum. Aðal- vinningurinn í sumarhappdrætti smáauglýsingadeildarinnar verð- smaaugiysingar. ur dreginn út 2. sept. í pottinn fara nöfn allra þeirra sem kaupa smáauglýsingu á tímabilinu 23. júnítil31.ágúst. Aðalvinningur- inn er flugmiði Iceland Express. Aðrir vinningar eru veglegir en þar má nefna: Út að borða á Sticks’n’ Sushi. Út að borða á Thorvaldsen. Út að borða á Café Sólon. Út að borða á Galileo. Bakpoka frá Jóa útherja. Vinninga frá Sjónvarpsmið- stöðinni. Bíóveislu - miða, gos, snakk og Prinsessu-súkkulaðikassa. Stútfullan gjafapoka með vör- um frá Heildversluninni Hvftar stjömur. Allir vinningshafar f sumar- happdrætti smáauglýsingadeild- ar munu einnig fá fría áskrift að DV í tvo mánuði. Sem fyrr er til mikils að vinna fyrir viðskiptavini DV. Þú kaupir, við birtum og það ber árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.