Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 42
46 OVHELCARBLAD LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ2003 T B O Ð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftirtilboði í verkið: „Geymir á Háhrygg - hreinsun og flotþak” Verkið felst í hreinsun og sementskústun á vatnsgeymi Orkuveitu Reykjavíkur á Háhrygg, um 3 km frá Nesjavöllum. Einnig skal fjarlægja núverandi flotþak úr geyminum og reisa í honum nýtt flotþak sem verkkaupi leggur til. Helstu magntölur eru: Grunnflötur geymis (=flotþak): 485 m2 Hreinsun og sementshúðun stályfirborðs: um 1800 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með mánudeginum 23. júní 2003 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 2. júlí 2003 kl. 10.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR042/03 UTBOÐ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í Hólabrekkuskóla, 4. áfanga - lóð (útboð nr. 903). Helstu magntölur eru: Malbik 1100 m2 Hellulagnir 850 m2 Grasþakning 55 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 1. júlí 2003, kl. 11.00, á sama stað. FAS81/3 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í Tæki og búnað í mötuneyti grunnskóla (útboð nr. 902). Um er að ræða tæki og búnað í framleiðslueldhús í nokkrum grunnskólum. Helstu magntölur: Gufusteikingarofnar 10 stk. Uppþvottavélar 7 stk. Stálborð 44 stk. Verklok: 18. ágúst 2003 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 4. júlí 2003, kl. 10.00, á sama stað. FAS82/3 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í Langholtsskóla - C-álmu, klæðningu utanhúss. (Útboðsnúmer 904.) Helstu magntölur: Álklæðning 300 m2 Gluggar 33 stk. Verklok: 1. október 2003 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 4. júlí 2003, kl. 14.00, á sama stað. FAS83/3 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Revkjavfk - Sfmi 570 5800 Fax 562 2616 - Notfang isrOrhus.rvk.is TIL S0LUCC<<<C Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 24. júní 2003, kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. 1 stk. Jeep Grand Cherokee Limited 4x4 bensín 1999 1 stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1996 1 stk. Land Rover Defender (8 farþega) 4x4 dlsil 04.99 1 stk. Subaru Legacy (skemmdur eftir veltu) 4x4 bensín 02.99 2 stk. Renault Mégane RT Classic 4x2 bensln 1997 1 stk. Volkswagen Passat 4x2 bensín 04.98 1 stk. Subaru Impreza 4x4 bensín 05.98 1 stk. Subaru Impreza 4x4 bensín 04.99 1 stk. Mltsubishi Lancer Wagon 4x4 bensln 1996 1 stk. Mazda 323 Wagon 4x4 bensín 1995 1 stk. Toyota Hi Ace (10 farþega) 4x4 bensín 1995 1 stk. Toyota Hi Ace sendibifreið 4x4 bensín 1995 1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1988 1 stk Mercedes Benz 1626 vörubifreið 4x4 dísil 1980 Til sýnis hjá Vegagerðinni f Borgarnesi: 1 stk. Mercedes Benz 81 4D 4x4 dlsil 1998 (skemmdur eftir. umfóhapp) 1 stk. vatnstankur án daelu, 10.000 lítra. 1980 Tll sýnis hjá Vegagerðinni, Stórhöfða 34-40, Reykjavfk: 1 stk. Lyftigálgi með 6,3 tonna spili 1986 1 stk. steypuhrærivél, Benford 21/14, 0,68ms 1972 1 stk. beltakrani, Priestman Lion 1967 1 stk. beltakrani, Akerman M14-5P 1978 Til sýnis hjá Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn: 1 .stk Plastbátur hálf yfirbyggöur meö 45hp, Mercury utanborösmótor Til sýnls hjá Bílaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki: 1 stk. Nissan King Cab (bilaður girkassi) 4x4 disil 1994 Til sýnls hjá Hólaskóla á Hólum f Hjaltadal: 1 stk. Mercedes Benz 1513 vörubifreið 4x2 disil 1972 Til sýnls hjá Flugmálastjórn, Höfn, Hornafirði: 1 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1988 Vakin er athygli á myndum af bflum og tækjum á vefsíðu Ríkiskaupa. www.rikiskaup.is ■JB/ RÍKISKAUP tBT 6>k.* rk llm 4 r * m g r 11 Borgartúnl 7,105 RoyKlavlk Slml 5301400 Fax. 5301414 (ATH. Inngangur I port Irá Stelntúnl.) Umsjón: Sævar Bjarnason Skákævintýri á Grænlandi Um næstu helgi verður hrundið af stað miklu skákævintýri. Þá hefst fyrsta alþjóðlega skákmótið á Grænlandi. Teflt verður á Suður- Grænlandi í bænum Qaqortoq sem Danir kalla julianeháb. Bæjarbúar eru eitthvað um 3-4 þúsund og mikil spenna er á meðal þeirra fyr- ir mótinu sem verður atskákmót. Meðal keppenda verða Ivan Sokolov, Jóhann Hjartarson og Friðrik Ólafsson, auk fjölda ann- arra stórmeistara. Friðrik segir m.a. í viðtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur á heimasíðu Hróksins, www. Hrokurinn.is „Hrafn Jökulsson hefur talað um landnám skákarinnar á Grænlandi en ég vil líkja þessu framtaki við eins konar kristniboð og þá er Hrafn Jökulsson í hlutverki kristni- boðans," segir Friðrik Ólafsson stórmeistari sem verður meðal keppenda á Grænlandsmótinu. Hann telur víst að Grænlendingar muni hafa bæði gagn og gaman af þessu fyrsta alþjóðlega skákmóti sem haldið er þar í landi. „Ég held að Grænlendingar hafi góða hæfi- leika á skáksviðinu. Ég hef á tilfinn- ingunni að það sé eitthvað í þeirra þjóðarkarakter sem falli vel að skákiðkun," segir Friðrik. Friðrik segir að þeir sem einu sinni gangist skákinni á hönd losni ekld svo auðveldlega undan henni. „Ég er elcki eins fanatískur skáldðk- andi og ég var,“ segir hann, „en ég tefli öðru hvoru og fer yfir skákir, „Ég held að Grænlend- ingar hafi góða hæfi- leika á skáksviðinu... að það sé eitthvað íþeirra þjóðarkarakter sem falli vel að skákiðkun." sérstaldega ef um er að ræða mót sem vekja áhuga minn." Það er mikii skákbylgja meðal barna og unglinga á Islandi og Friðrik telur víst að vegna frum- kvöðlastarfs Hróksins í skólum landsins muni Islendingar í náinni framtíð eignast fleiri afreksmenn í skák en ella. „Það er gaman að fylgjast með þessari nýju skák- bylgju meðal ungmenna. Mikill áróðursmaður er á ferð þar sem Hrafn Jökulsson er og hann nær mjög vel til krakka. Hann segir: „Skák er skemmtileg." Ég get alveg tekið undir það. Það er vegna þess að skák er skemmtileg sem ég byrj- aði að tefla og tefli enn. Skákáhugi getur hins vegar leiðst út í öfgar og segja má að ég hafi lent í því. Skák- in tók mig slíkum heljartökum að ég hafði aldrei tíma fyrir annað. En aðstæður voru líka aðrar þá en nú. Maður varð að gera þetta allt sjálf- ur; hafði hvorki þjálfara né kennara til aðstoðar." Friðrik segist hafa vissa samúð með þeim sem tefla ekki. „Það er ekld hægt að ætlast til að menn skilji skákina fyrr en þeir eru búnir að stunda hana nokkuð mikið. Það tekur tíma að skynja hið innra samræmi. Segja má að skákleikni felist í því að hafa yfirsýn, geta litið á stöðuna og séð hvað er gerast og hvaða möguleikar eru í framhald- inu. Og svo er nauðsynlegt að hafa hugmyndaflug og fara ekki staðl- aðar leiðir heldur reyna að hefja leik sinn yflr hið venjulega. Auðvit- að er hægt að tefla ágætlega með því að fara alltaf hefðbundnar leið- ir en ég hef .alltaf verið meira fyrir að fara út fyrir það hefðbundna. Það sem manni virðist ótrúlegt í fyrstu getur leitt til sigurs." Það er enn möguleiki að fá að taka þátt í ævintýrinu og þá er best að athuga málið á heimasíðunni www. Hrok- urinn.is Ofurskákmót í Frakklandi, á stað sem nefndur er Enghien les Bains, fer fram þessa dagana ofurskákmót mikið. Bareev fer mikinn á mótinu og er efstur eftir 6 umferðir af 9. Staðan: I. Evgení Bareev (2734), 5 v. 2. Michael Adams (2723), 4,5 v. 3. Judit Polgar (2715), 4 v. 4.-5. Boris Gelfand (2700) og Laurent Fressinet (2595), 3 v. 6.-7. Christi- an Bauer (2582) og Teimour Radja- bov (2644), 2,5 v. 8.-9. Viktor Kortsnoj (2632) og Joel Lautier (2666), 2 v. 10. 'Vladimir Akopian (2703), 1,5 v. Mótið er skipað mörgum skær- um stjörnum og ein þeirra er Judit Polgar. Hún hefur verið að bæta sig undanfarin misseri og verður enn að teljast heimsmeistaraefni. Hún er ekld orðin þrítug og notar tölvu- forrit mikið til undirbúnings fyrir skákirnar. Hér leggur hún fremsta (?) skákmann Frakka að velli í æsi- legri skák. Hve mikið af þessari skák er samvinna Juditar og tölv- unnar er ekki gott að vita. En það er örugglega töluvert! Sjón er sögu ríkari. Hvítt: Judit Polgar (2715) Svart: Joel Lautier (2666) Sikileyjarvörn. Enghien les Bains (4), 16.06. 2003 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5. Þetta afbrigði er kennt við rússneska stórmeistarann Svesnikov. Það leiðir til snarpra viðureigna og hefur verið mildð rannsakað undanfarna áratugi. Mjög margir stórmeistarar tefla það með svörtu og margir forðast það með hvítu með því að leika 3. Bb5. En ekki Judit. 9. BxfB gxf6 10. Rd5 f5 II. Bd3 Be6 12. Dh5 Hg8 13. g3 Hg5 Af hverju er hvítur að þvælast með drottninguna til h5 þegar svartur getur auðveldlega hrakið hana til baka? Jú, svartur missir hrókunar- réttinn á kóngsvæng. 14. Ddl Bxd5 15. exd5 Re7 I 1 Wi L A ip M 1 i m A A A J kH § m & á 'Ml AA& l i A s: s Hér kemur Judit með vel undir- búna nýjung. Hún hefur leikið gegn landa sínum, Peter Leko, 16. Rxb5 og tapað eftir hinn sterka leik 16. Db6. Tölvuforritið mitt stingur fyrst upp á 16. Rxb5, nefnir síðan 16. h4 og 16. c3. Judit hefur greinilega haft tölvuna með í ráðum!? 16. c3 Bh6 17. Be2 Hc8 18. c4! Veildeikinn á d5 er þema þessarar skákar. Lautier hefur sennilega ekkert litist á 18. Da5+ 19. Kfl b4 Rc2; það er senni- lega of hægfara teflt. En nú kemur skemmtileg árás á d5-peðið en peð- unum á drottningarvæng er fórnað fyrir mátsókn. Hún heppnast næst- Hvítur á marga möguleika - 33 löglegir leikir í þessari stöðu! Ætli næsti leikur Juditar hafl verið ákveðinn í samráði við tölvuforrit- ið? 20. gxf4! Da5+ 21. Kfl Hxd5 22. Del Dc7!? Drottningin stefnir á h3- reitinn og menn svarts eru í ógn- andi stöðum. En peðsránin borga sig í þessari skák! 23. bxa6 Dd7 Staða hvíts virðist losaraleg en þetta smellur allt saman! 24. Hgl! Dh3+ 25. Hg2 Bxf4 26. Db4 Bxh2 Hvíti kóngurinn lifir hættulegu lífi en það gerir kollegi hans líka. Það kemur í ljós að sókn svarts geig- ar. 27. Bg4 Dd3+ 28. Be2 Dh3 29. Bg4 Dd3+ Judit þráleikur til að vinna tíma. Eða til að stríða og gefa Frakkanum falskar vonir. Tigran Petrosjan, fyrrverandi heimsmeist- ari, hafði unun af svona endurtekn- ingum. 30. Kel! Rc6 Svarta staðan er ógnandi en það er tálsýn. Hvítur nær nú öflugri gagnsókn:31. Db7 Dd2+ 32. Kfl Dd3+ 33. Be2 Dh3 34. Hcl Hg5 Það er synd að svona „góð staða" skuli hrynja svona. En nú kemur fallegt línurofl 35. Bg4 Dd3+ 36. Kel! e3 37. Bd7+ Ke7 38. Bf5+ 1-0 Skákþing Hafnarfjarðar Sævar Bjarnason (2258) sigraði á Skákþingi Hafnarfjarðar sem fram fór um síðustu helgi. Sævar hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Annar varð Björn Þorfinnsson (2324) með 5,5 vinninga. í 3.-4. sæti urðu Akureyr- ingarnir Halldór Brynjar Halldórs- son (2151) og Stefán Bergsson (1988) með 5 vinninga. Ekki er ljóst hver verður skákmeistari Hafnar- fjarðar en Sigurbjörn J. Björnsson (2335) og Þorvarður Fannar Ólafs- son (2068) þurfa að heyja auka- keppni um titilinn. Mótið fór fram á Ásvöllum, athafnasvæði þeirra Haukamanna. Það var ákaflega vel heppnað (sérstaklega frá sjónar- horni greinarhöfundar!) og Skák- deild Hauka til mikils sóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.