Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 30
30 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 21. JÚN/2003 Latibæfo-*0'- Magnús Scheving hefur spriklað fyrir íslensk börn í áratugi. Hann hefur skap- að sinn eigin heim, Latabæ, sem hann er í þann veginn að selja amerískum stórfyrirtækjum. Hann segir að Latibær gæti orðið Disney íslands. Magnús Scheving er undarlegur maður. Ég veit eiginlega ekkert hvar ég á að byrja að lýsa honum því Magnús er svo margt. Hann er smiður, þolfimimeistari, rithöfundur, for- stjóri, útvarpsstjóri, kennari, leiðtogi, leikari, sölumaður og „entrepreneur" sem er af- skaplega flott orð og hefur verið þýtt á ís- lensku sem athafnaskáld. Magnús er for- stjóri Latabæjar sem er fyrirtæki sem stuðlar að hollari og heibrigðari lífsstíl barna. Latibær er til húsa við Lágmúla og það er billjarðborð á skrifstofunni. í það sést reyndar ekki fyrir bókum, blöðum, geisla- diskum og fleira dóti sem er allt tengt Lata- bæ. Latibær er nefnilega ekki bara leikrit eða geisladiskur eða bók heldur lífsstíll og und- anfarin ellefu ár hefur Magnús unnið hörð- um höndum að því að gera Latabæ að út- flutningsvöru. Mesti tíminn hefur farið í Bandaríkjamarkað og eru málin á mjög við- kvæmu stigi þessar vikurnar. Mörg þekkt bandarísk stórfyrirtæki í afþreyingariðnað- inum eru að berjast um hituna. „Ég neyddist til að láta taka úr mér hálskirtlana þrátt fyrir að ég hefði engan tíma íþá aðgerð. Svo mátti ég ekkert vera að því að hvíla mig og eftir fjórtán daga fékk ég sýk- ingu í allt saman." „Hér er um að ræða sjónvarpsþáttaröð upp á 52 þætti sem yrðu sendir inn á 90 milljónir heimila. Þetta gæti orðið ein stærsta útflutningsvara íslands, segir Magn- ús, aðdráttarafl á borð við Legoland í Dan- mörku, Múmínæðið í Finnlandi, Dis- neyworld í Frakklandi, Tinna í Belgíu og svo framvegis. Við Magnús setjumst við borð sem hann smíðaði sjálfur. Það er Latabæjarvatn á borðinu og stór diskur, fullur af ávöxtum. Magnús segist ætla að útskýra fyrir mér nokkur atriði f ellefu ára ferli Latabæjar. Tólf mínútur eða svo „Það tekur svona tólf mfnútur," segir hann og brosir og svo talar hann á ellefú hundruð snúningum í 35 mínúmr án þess að missa taktinn. Latibær varð til þegar Magnús hélt fyrir- lestra út um allt fyrir böm og fullorðna. „Ég fékk alltaf sömu spumingarnar. Hvern- ig get ég látið barnið mitt gera þetta eða hítt án þess að það sé leiðinlegt? Þannig varð þetta í rauninni að einni spurningu í mínum huga: Hvernig get ég náð því að gera fræðslu um heilbrigðan lífsstíl skemmtilega. Er það hægt? Þá skrifaði ég mína fyrstu bók, Áfram Latibær, fyrir 8 árum. Við erum búin að halda 3800 fyrirlestra í 52 löndum um þetta efni. Ég sá að það var gríð- arleg vöntun á efni eins og Latabæ. Ég taldi mig sjá fyrir tíu ámm að hreyfingarleysi og offita yrði vandamál okkar númer eitt og það hefur orðið. Það er farið að sekta foreldra í Bretlandi ef bömin þeirra stunda ekki hreyf- „Hér er um að ræða sjón- varpsþáttaröð upp á 52 þætti sem yrðu sendir inn á 90 milljónir heimila. Þetta gæti orðið ein stærsta útflutnings- vara íslands." ingu. Það er í skoðun að setja skatt á fitu í mat í New York, Finnar em að senda út viðvömn og landlæknir í Bandaríkjunum varar við offitu og hreyfmgarleysi sem helsta heilsu- vandamáli nútímans. Þetta þarf ekki að vera svona," segir Magn- ús. „Hreyfing er alþjóðatungumál, börn skilja hreyfingar alveg eins í Kóreu og í Brasilíu. Þegar börn em ánægð þá hreyfa þau sig. Þess vegna sköpuðum við íþróttaálfinn. Uppeldi barna er líka alls staðar eins. Foreldri vill að barnið sitt verði heilbrigt, hreyfi sig reglulega, borði hollan mat, fari snemma að sofa, beiti ekki aðra ofbeldi, bursti tennurnar og svo framvegis," útskýrir Magnús með miklu lát- bragði. Út frá þessum staðreyndum sköpuð- um við í Latabæ hinar persónurnar. (Sigga sæta, Gogga mega, Sollu stirðu, Nenna níska og Höllu hrekkjusvín) Það má segja að við höfúm litið á Island sem nokkurs konar reynslumarkað en hérna prófuðum við þetta konsept í átta ár áður en við fómm að reyna að flytja það út." Óskrifandi íþróttamenn Magnús segir að sér hafi fundist undarlegt að ekki skyldi vera til neitt efni í líkingu við þetta. „Þegar ég fór að kynna mér markaðinn úti f heimi sá ég að það var nánast ekki til neitt of- beldislaust barnaefni. Ég tel ástæðuna vera þá að þeir sem skrifa barnaefni em yfirleitt yngri en 25 ára, eiga engin börn og hafa því enga ábyrgðartilfinningu gagnvart uppeldi. Eftir 200 fundi með fólki úr bransanum höf- FERILL MAGNÚSAR Fæddur 11. nóvember 1964 Hóf að æfa þolfimi 1984 Fjórfaldur (slandsmeistari (þolfimi, fyrst 1992 Norðurlandameistari 1993 Evrópumeistari 1994 Silfurá HM í Seoul 1994 (þróttamaður ársins 1994 Evópumeistari 1995 um við ekki enn hitt neinn sem á börn. Eftir að maður eignast börn þá fer maður að haga sér öðmvísi og þar af leiðandi skrifa öðruvísi. Ástæðan fyrir því að ekki er skrifað neitt íþróttatengt efni fyrir börn er að handritshöf- undar stunda yfirleitt ekki keppnisíþróttir og íþróttamennirnir eru taldir of vitlausir til þess að skrifa bækur. Þetta er einfaldlega sú ímynd sem íþróttamenn hafa á sér.“ - Magnús hefur gefið út 13 bækur um Lata- bæ, skrifað leikrit og hefur árum saman verið óþreytandi að koma fram sem íþróttaálfur- inn. „Við gáfum út matreiðslubók fyrir nokkrum ámm og komst hún meira að segja upp fyrir Harry Potter á metsölulistum. Allar okkar bækur eru uppseldar." - Leikritin um Latabæ em orðin tvö. Hið fyrra, Áffam Latibær, setti Magnús upp á eig- in vegum í Loftkastalnum en hitt er Glanni glæpur í Latabæ sem hefur verið sýnt í Þjóð- leikhúsinu. „Samtals sáu um 75 þúsund manns sýn- ingarnar Áfram Latibær, sem var vinsælasta leiksýningin leikárið 1996 til 97, og Glanni glæpur varð vinsælasta íslenska barnaleikrit- ið í Þjóðleikhúsinu." Hagkerfi og orkubók - Á fimmtudaginn var Lató-hagkerfið opn- að með viðhöfn af fjármálaráðherra. í því hagkerfi fá öll börn sem leggja peninga inn í banka Latópeninga og geta notað þá til að kaupa sér hollar vömr til að borða en líka komist í strætó, sund eða húsdýragarðinn. Magnús stekkur upp og sýnir mér bók sem hann er að vinna að. „I haust ætlum við að setja af stað þjóðar- átak sem gengur út á að fá börn til að borða hollari mat. Öll börn í landinu fá senda orku- bók og foreldrarnir umslag með 700 límmið- um og samning. Krakkarnir og foreldrarnir gera með sér samning um að breyta matar- Ég vil reka hluta afLatabæ eins og það sem er kallað „non-profit organization" í Ameríku. æði heimilisins næstu 30 daga. Fjölskyldan fylgist með því hvað hún borðar með því að líma límmiðana inn í bókina á hverjum degi." Við emm búnir að safna peningum í þetta í 2 ár ég er búinn að fá mörg sveitarfélög í lið með mér og er að reyna að fá ráðuneytin en það gengur misvel." Latibær með stærsta útvarpið Latibær rekur einnig útvarpsstöð. Hún er Magnúsi mikið hjartansmál. „Ástæðan fyrir því að við fómm í útvarps- rekstur er að útvarpsstöðvarnar höfðu engan áhuga á því að spila bamalög. Það er svekkj- andi að vera búinn að vanda sig í 8 eða 9 mánuði að gera góða barnaplötu en fá svo enga spilun. Tii dæmis em vísnaplötur Gunna Þórðar og Bjögga mest seldu plötur fyrr og síðar á ís- landi en þær heyrast aldrei. Þessu vildi ég breyta og leigði því eina útvarpsrás 102,2 og stofnaði Útvarp Latabæ. Ég fékk Mána Svav- ars í lið með mér og við höfum gert 260 leikna þætti fyrir börn um mikilvæga hluti eins og umferðarreglur, kurteisi og íslenskt mál og margt fleira, allt íslenskt. Það er meira en Rík- isútvarpið getur státað af,“ segir Magnús og er virkilega kominn á flug. „Þetta hefur gengið svo vel að nú nýlega mældist hlustun á útvarpið 34% á hveijum degi og samt má ekki mæla krakka undir 12 ára. Það em bara Disney og Latibær sem reka útvarp fyrir böm í heiminum. Ég vil reka hluta af Latabæ eins og það sem er kallað „non-profit organization" í Amer- íku. Við gerum þetta með útvarpið og verk- efni eins og Lató-hagkerfið. Þetta snýst um að gefa aftur til samfélagsins en það virðist ekki hafa verið mjög vinsælt hér Við emm búnir að fara tvisvar sinnum kringum landið með Ólympíuleika fyrir börn, án þess að það kosti neitt fyrir þátttakendur. Það var gaman að þegar við komum á Klaust- ur komu 360 manns þótt ekki búi nema 90 á staðnum. Við höfum fengið fleiri þúsund bréf ffá börnum sem er alltaf jafn gaman. Meira að segja höfum við sent matseðil íþróttaálfsins til íslenskra barna víða um heim, til dæmis Þýskalands, Ástralfu og Norðurlanda. Ég man hvað það var leiðinlegt að hanga á spítulum sem krakki og komast ekki út. Ég nota því hvert tækifæri sem býðst til að skjótast upp á barnaspítala og hressa krakkana við. Það gef- ur mér mikið að sjá hvað íþróttaálfurinn hef- ur mikil áhrif á þessi litlu grey." - Latibær hefur tekið nokkrum breytingum í því flókna þróunarferli sem hefur staðið í nokkur ár og niðurstaðan varð að stefna á amerískt sjónvarp með samblandi af brúðum og leikurum. Þrjár persónur í Latabæ verða leiknar en hinar eru brúður sem þarf fjóra menn til að stjórna hverri. Söluferlið hefur tekið þijú ár og fyrsta skrefið var að fá gríðarlega þekkta handrits- höfunda, hönnuði og sérfræðinga um borð til þess að búa til endanlegar útfærslur. Þess vegna liggur á borðinu núna nákvæm út- færsla á Latabæ eins og hann mun líklega að lokum birtast í bandarísku sjónvarpi, bæði í formi glæsilegra bæklinga og stuttrar kynn- ingarmyndar. „Mér er alveg sama þótt einhver segi að ég taki stórt upp í mig en Latibær gæti orðið stærsta útflutningsvara Islands fyrr og síðar. Það kemur til dæmis enginn ferðamaður með böm til íslands en Latibær gæti heldur betur breytt því.“ Lenti í hjólastól - Magnús hefur ekki tekið sér frí í níu ár og sölu- og þróunarstarf Latabæjar í Ameríku hefur krafist tíðra ferðalaga af honum. Hann hefur því spennt bogann nokkuð hátt að undanförnu og segir mér sögu af því. „Ég neyddist til að láta taka úr mér háls- kirtlana þrátt fyrir að ég hefði engan tíma í þá aðgerð. Svo mátti ég ekkert vera að því að hvíla mig og eftir fjórtán daga fékk ég sýkingu í allt saman. Nóttina áður en ég átti að fara á mikilvæga fundi í New York byrjaði að blæða. Ég fór samt í flugið en varð svo veikur í flug- inu á leiðinni vestur að það kom læknir til mín í vélinni og mér var ekið í hjólastól frá borði. Þarna var ég kominn tÚ að selja íþróttaálf og var í hjólastól." LAUGARDAGUR 21. JÚNl2003 DV HELGARBLAÐ 35 1995 Þolfimimeistarinn Magnús Scheving sendir frá sér bók og margmiðlunardisk, Áfram Latibær. 1996 Latibær á ólympíuleikum. 1996 Leikritið Áfram Latibær frumsýnt f Loftkastalanum. Vinsælasta leikrit þess árs. 1997 Latibær í vandræðum. Geislaplatan Áfram Latibær. 1998 Harðspjaldabækur um persónur Lata- bæjar. 1998 Latador, spil um Latabæ. 1999 Leikritið Glanni glæpur í Latabæ frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu. Latabæjar ólympíuleikar haldnir víða um land. Einnig sumarið 2000. 2000 Matreiðslubók Latabæjar. Kvikmynda- og dreifingarfyrirtæki í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni byrja að sýna Lata- bæ Magnúsar Schevings mikinn áhuga og lýsa sig reiðubúin til samninga. Þau mál eru komin á alvarlegt stig í dag. 2001 Jól í Latabæ. Lató-hagkerfið fer fyrst af stað 4 sum- armánuði. Á þessu ári er þriðja Lató-hag- kerfið komið af stað. Krakkabankinn opnar á vefnum f sam- starfi við Búnaðarbankann. 2002 Latabæjarútvarpið fer fyrst í loftið. Latabíó í Smáralind þar sem börnin una sér meðan foreldrarnir kaupa inn í Hagkaupum. Latabæjarskór o.fl. koma á markað. Frá upphafi Latabæjarævintýrisins hefur Magnús Scheving verið á ferð og flugi með sýningar og hvers kyns uppá- komur um allt land og einnig erlendis. Ýmsar upplýsingar má nálgast á vefn- um www.latibaer.is. það 90 manns sem tengdust fyrirtækinu. En hvernig yfirmaður er Magnús? „Ég er hræðilegur. Ég geri brjálæðislegar kröfur til allra eins og til mín. Það er enginn v dagur á morgun og oft er best að klára verk- ið í dag. Ég er með frábært starfsfólk sem fórnar sér fyrir mig og fyrirtækið. En ég er niðri í öllu og það er áreiðanlega ekki alltaf skemmtilegt. En við erum að byggja upp „konsept" og þá þýðir ekki að leyfa því að flæða í allar áttir. Ég er góður fyrir Latabæ en vondur fyrir fólkið. En það eru margir búnir að vinna hérna lengi og með tímanum tala menn sama tungumálið. Ég vil að Latibær verði besta konsept í heiminum og það er erfitt. En þegar maður er að stjórna hljómsveitinni þá snýr maður baki í áhorfendur og þá getur maður alveg orðið óvinsæll." Engan áhuga á ríkidæmi - Þegar maður hlustar á eldmóðinn í Magnúsi sér maður að hann er gríðarlegur keppnismaður. Því er freistandi að spyrja hann hvað það eiginlega sé sem reki hann áfram. Vill hann verða ríkur? „Ég veit það ekki. Ég hef engan áhuga á að verða ríkur. Ég hef gleði af því að skapa. Kannski er það sem rekur mig áfram það að ég gefst aldrei upp. Það er alveg sama þótt sagt sé nei við mig. Ég finn aðra leið. Ef straumurinn er of sterkur get ég alveg snúið við í miðri á en ég finn aðra leið yfir ána.“ - Ertu ekki bara ofvirkur? „Konan mín segir að ég sé ekki ofvirkur. Mér finnst þeir ofvirku vera fólkið sem flýg- • ur úr einu í annað og gerir ekkert vel. Ég er * búinn að fást við þetta í ellefu ár. Ef ég er of- virkur þá finnst mér það bara allt í lagi og er hæstánægður með það. Ég vil vera svona og hef aldrei tekið neitt við þessu. Maður má aldrei leika einhvern annan eða ljúga. Svona er ég bara og ég held að ég muni ekki breyt- ast.“ polli@dv.is j ÍÞRÓTTAÁLFUR í JAKKAFÖTUM: Magnús hefur árum saman reynt að selja amerískum stórfyrirtækjum Latabæ. Nú liggja tilboðin á borðinu og aðeins eftir að skrifa undir. - Svona er Magnús. Hann gefur ekkert eftir og allar hans frásagnir bera það með sér að það eru fleiri stundir í hans sólarhring en flestra annarra. „Ég var einu sinni íþróttamaður ársins. Samt ekki hefðbundinn íþróttamaður. Ég er aldrei rithöfundur þótt ég hafi selt 68 þúsund bækur. Ég er ekki leikari þótt ég hafi leikið í hundruðum sýninga. Ég er ekki skemmti- kraftur þótt ég hafi komið fram í mörg þús- und skipti, þar á meðal sem uppistandari og veislustjóri. Ég er ekki bisnissmaður þótt ég sé að vasast í bisness. Kannski er ég bara íþróttaálfúr." Roskinn álfur, eða hvað? - Magnús verður fertugur á næsta ári sem hljómar dálítið roskið fyrir íþróttaálf. Er það gott fyrir markaðinn? „Nei, hann ér í mínum huga um 25 ára svo ég er meira en 20 árum á eftir áætlun. Ég treysti sjálfum mér á sínum tíma best og ég hefði aldrei þorað að ráða neinn til að leika álfinn sem hefði síðan sést fullur niðri í bæ eða eitthvað álíka. Þá hefði allt verið ónýtt. Ég treysti sjálfum mér en varð fyrir vikið að neita mér um margt sem mig hefði kannski langað til að gera, en ég hef gaman af að hoppa fyrir böm. En ég er orðinn of gamall og við emm að skoða leikara til þess að máta þá í búninginn því annars er ég fastur í rullunni." - Vinnur þú stíft að því að halda þér í formi? „Ég hef eiginlega aldrei æft mig svo mikið. Ég var aldrei með þjálfara og ég var alltaf að kenna öðrum og keypti mér fyrstu íþrótta- fötin þegar ég var 37 ára. Ég æfi mig eigin- lega á staðnum, eða þannig, og lyfti stund- um aðeins og hleyp. Ég hef bara ekki tíma því lífið er svo flókið í augnablikinu." Ég er hræðilegur - Nú vinna 15 manns hjá Latabæ en þegar mest gekk á í kringum Ieiksýningarnar voru LATABÆJARÆVINTÝRIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.