Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 40
44 DVHELGAfiílLAV LAUGARDAGUR 21.JUNI 2003 Notaóir bílar hjá Suzuki bílum h f. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Liana, bsk. Skr. 2/02, ek. 10 þús. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/00, ek. 54 þús. Verð kr. 1160 þús. MMC Space Star, bsk. Skr. 5/00, ek. 54 þús. Verð kr. 990 þús. Subaru Legacy GL Wagon, bsk. Skr. 7/99, ek 64 þús. Verð kr. 1390 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 6/01, ek. 73 þús. Verð kr. 1791 þús. Subaru Forester 2,0 AX, ssk. Skr. 3/98, ek. 89 þús. i'. > Verð kr. 1180 þús. Honda HRV, bsk. Skr. 2/02, ek. 31 þús. Verð kr. 1690 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓/// . , ....... SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Flestir tengja geispa við syfju eða leiðindi þótt slíkt sé ósannað en geispar eru í raun óútskýrt fyrirbæri. Geispar eru smitandi Geispar eru ósjálfrátt viðbragð og ásamt hlátri meðal líffræði- legra fyrirbæra sem eru smit- andi og við vitum í rauninni ekkert hvaða tilgang hafa. Geispar eru sammannlegt fyrir- bæri og allir geispa eins hvar sem þeir búa í heiminum. Þótt lækna- vísindin viti nokkurn veginn hvað gerist í líkama okkar þegar við geispum þá er ekki vitað nákvæm- lega hvers vegna. Geispar eiga það sameiginlegt með hlátri að þeir eru óskaplega smitandi og þegar ferlið er hafið er nær ómögulega að bæla niður geispann að fullu. Að sjá einhvem geispa fær mann til að geispa, að lesa um geispa kemur af stað geispa og það að sitja og hugsa um geispa getur sett hann af stað. Þess vegna er líklegt, lesandi góður, að þú hafir þegar geispað að minnsta kosti einu sinni við lestur þessarar greinar, ef ekki strax þegar þú sást myndina sem fylgir greininni, en í heila okkar er sérstakur búnaður sem greinir geispa hjá öðrum og lætur okkur geispa líka. Algengasta skýringin á tilgangi geispans er sú að okkur vanti meira súrefni í blóðið og þá grípum við til þess ráðs að opna munninn upp á gátt, draga andann djúpt og helst að teygja okkur í leiðinni. Þetta væri ágæt kenning og líldeg skýring sem er því miður alröng, enda get- ur hver sem er séð að vanti mann meira súrefni í blóðið er líkiega besta aðferðin einfaldlega að anda án þess að gera úr því sérstaka at- höfh. Ekki bara af þreytu Robert Provine, sálfræðiprófess- or við Maryland-háskólann, hefur rannsakað geispa mjög mikið og samkvæmt niðurstöðum hans skiptir súrefnismettun blóðsins ná- kvæmlega engu máli í þessu sam- hengi. Fólk sem tók þátt í tilraun- um hans geispaði jafnoft þegar súr- efnismettun í bióði þess var 100% og það gerði þegar hún var lægri. Fyrst verður vart við geispa hjá fóstrum í móðurkviði á íyrsta þriðj- ungi meðgöngunnar. Þeir geispar fylgja alltaf breytingum á meðvit- undarástandi, til dæmis þegar slök- un lýkur eða er að hefjast. Geispar eru þannig ekki bara tengdir því að fólk sé að sofna heldur eru þeir líka tengdir því að vera mjög vel vak- andi. Þannig hafa hlauparar sem standa og bíða ræsingar í sprett- hlaupi oft sést geispa en þeir eru áreiðanlega frekar strekktir og vel vakandi. Tónlistarmenn sem bíða eftir því að stíga á svið geispa oft lengi og innilega. Þetta bendir til þess að geispar geti líka verið ein- hvers konar viðbrögð við streitu. Þeir eru líka hópviðbragð f þeim skilningi að þegar einn maður í hópi geispar smitar hann á svip- stundu alla hina. Maðurinn er alls ekki eina dýrið sem geispar því það gera flest stóru spendýrin líka - einnig án þess að vitað sé hvað veldur því. Provine setur fram þá kenningu að geispar hafi þróast með líkum hætti og hláturinn og gegni álíka miklu félagslegu hlutverki. Við hlæjum með fólki til að styrkja hóp- tengslin eða hlæjum að því til þess að útiloka það úr hópnum. Það gildir ekki alveg það sama um geispann því þótt hann sé smitandi þykja það hreint ekki góðir mannasiðir að geispa í miðjum samræðum eða undir áhrifamikl- um flutningi. Það er vegna þess að almennt er geispinn talinn tákn um að viðkomandi leiðist þótt það sé líklega ekki alveg rétt. Stjórnlausir geispar Þótt menn viti ekki almennilega hvað orsakar geispa eru þeir alltaf tengdir breytingum á líkams- ástandi en líklegt verður að teljast að hlutverk geispans í þróun mannsins sé týnt. Rannsóknir hafa sýnt að lítið súrefni í þeim hluta litla heilans sem setur geispa af stað kemur okkur til að geispa. Þarna er reyndar einnig að finna stjómstöðvar sem stjórna líkams- breytingum eins og holdrisi karl- manna, og það er ástand sem hefur ekki verið talið bera vott um að við- komandi leiðist. Sérfræðingar halda einna helst að geispinn gegni einhverju hlutverki við að koma boðefnum og hormónum af stað út í blóðrásina en margvísleg slík efni em framleidd í heilanum á svipuð- um slóðum og stjórnstöð geisp- anna er að finna. Ekki er vitað um nein dæmi þess að menn hafi hætt að geispa en í stöku tilvikum fá sjúklingar með heilaskemmdir eða „multiple scler- osis“, sem er hrömunarsjúkdómur, óviðráðanlega geispa sem hlýtur að vera frekar hvimleitt ástand. Til gamans má geta þess að lok- um að árið 1965 setti Randy Gardner, 17 ára gamall bandarískur háskólastúdent, heimsmet í að halda sér vakandi þegar hann vakti í 264 klukkustundir sem em um 11 dagar. Þótt geispar séu ekki óve- fengjanlega tengdir við svefnleysi þá hlýtur Randy að hafa verið far- inn að geispa heiftarlega. polli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.