Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 28
28 DVHELGAftBLAÐ LAUGARDAGilR 21. JÚNÍ2003 Maðurinn sem safnar söfnum Söfnum á Islandi hefur fjölgað mjög síðari ár og menningartengd ferða- þjónusta er talinn efnilegur vaxtar- broddur. DV ræddi við Eggert Þór Bernharðsson um uppsetningu safna og miðlun upplýsinga Það er gríðarleg gróska í safnaheiminum á íslandi. Um allt land eru menn að átta sig á því að gott safn getur virkað eins og segull á ferðamenn og gefur þeim færi á að skoða og njóta sögu og menningar hvers héraðs fyrir sig. Það eru 25 byggðasöfn á íslandi og alls um 80 söfn eða staðir sem bjóða upp á sögusýn- ingar af einhverju tagi. Er þá ekki allt talið því um landið eru lítil einkasöfn og víða má finna sérmerkta sögustaði með margvíslegum upplýsingum. Eggert Þór Bernharðsson er sagnfræðingur og því finnst manni einhvern veginn liggja í hlutarins eðli að hann hafi yndi af því að skoða söfn og sýningar sem varða hans fag. Eggert Þór hefur stigið ögn lengra því hann hefur nú ferðast um landið á annað ár og skoðað söfn með kerfisbundnum hætti. Til- gangur rannsókna hans tengist safnanám- skeiði sem hann kennir við Háskóla Islands. Afraksturinn má síðan sjá um þessar mundir á Árbæjarsafni þar sem nemendur Eggerts hafa lokið starfi sínu með því að setja upp sýningu sem heitir: Dagur í lífi Reykvíkinga - 6. áratugurinn. Þar er reynt að sýna gestum inn í líf fólks í Reykjavík á sjötta áratugnum. DV hitti Eggert á kaffihúsi og tók hann tali um söfn og safnamenningu á íslandi. Margt kemur á óvart „í tengslum við námskeiðið hef ég verið að reyna að átta mig á stöðu safna- og sýninga- mála og reyna að læra af því sem vel er gert og því sem miður kann að hafa farið. Ég hef ekki séð öll söfn landsins og sýningar en býsna margar og var seinast í skoðunarferð á norðanverðu Snæfellsnesi í vikunni og í síð- ustu viku á Hvolsvelli að kynna mér Njálu- sýninguna og Kaupfélagssafnið," segir Egg- ert. „Það hefur margt komið mér á óvart í þess- um safnaleiðöngrum mínum en augljóst er að almennt er mikil gróska í söfnum á Isiandi í dag og þeim hefur fjölgað mikið á undan- fömum árum. Til hægðarauka flokkaði ég söfnin í nokkra hópa og vinn sfðan út frá þeim. Það sést víða að menningartengd ferðaþjónusta er mjög vaxandi og hefur haft áhrif á safnauppbyggingu um allt land." Síldin er í uppáhaldi - Það er auðvitað mjög freistandi að spyrja sagnfræðinginn hvert sé eftirlætissafn hans á Islandi? „Þau eru nokkur en Síldarminjasafnið á Siglufirði er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar má segja að sjáist skemmtileg dæmi um hefðbundið safn á neðri hæðinni með viðeig- andi upplýsingum en á efri hæðinni er hin tilfinningalega upplifun í öndvegi þar sem gesturinn gengur um og hefur á tilfinning- unni að síldarfólkið hafi rétt brugðið sér frá. Ég er mjög hallur undir tilfinningalega nálg- un og snertiskoðun og þess vegna er þetta safn í miklum metum hjá mér. Það kom mér einnig á óvart hve fjölbreytt safnaflóran var á Austurlandi þar sem söfnin frá Hornafirði til Norðfjarðar eru hvert með sínu sniði og því margt að skoða." - Safn er auðvitað mjög teygjanlegt hugtak en tæknisöfn eins og búvélasafn eða sjó- minjasafn virðast við fyrstu athugun ekki eiga margt sameiginlegt með gömlum torfbæ full- um af öskum og amboðum eða minningar- stofu um einhvern mektarmann en þessir hlutir eru þó allir skyldir. Eggert segir að mörg byggðasöfn úti á landi hafi tekið sig á undanfarin ár og sýni vel heppnaðar afmark- SAFNARINN: Eggert Þór Bernharðsson hefur skoðað fleiri söfn á (siandi en margur annar og hann hefur sérstakt námskeið fyrir nemendur við Háskóla (slands um söfn og sýningar. DV-myndirGVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.