Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ2003 DV HELGARBLAÐ 25 DV-myndir GVA Rúnar Þórarinsson bragðar á humarsósunni en hún er afar einföld en einkar Ijúffeng. Koníakssletta gefur góðan bragðkeim en henni má-þó sleppa. Humarinn er klofinn að bring- unni og svarta röndin hreins- uð burt. Hann er síðan opnað- ur. Með þessum ufsarétti er gott að hafa grænmeti en það fer eftir smekk hvers og eins hvaða grænmeti er valið. Skemmilegt er að skera grænmetið í fína strimla. Létt, Ijúf og ódýr vínfrá Salisbury erval Guðrúnar Gunnarsdóttur.hjá Eðalvínum Það er gott að borða fisk allan árs- ins hring, ekkert síður á sumrin en á veturna. Samfara góðu veðri verður smekkur á bæði vín og mat léttari enda er þá oft borðað úti undir ber- um himni. Ljúft og gott hvítvín hent- ar alltaf vel með sjávarréttum en það er ekkert síðra að dreypa á ljúfu og ávaxtaríku rauðvíni með fiski. Guð- rún Gunnarsdóttir hjá Eðalvínum ákvað því að leita til Ástralíu eftir fín- um sem hentað gætu fiskréttinum hér til hliðar, ufsa með humar og humarsósu. Fyrir valinu varð vín frá Salisbury, Salisbury Cabernet Sauvignon og Salisbury Chardonnay. Ástralar borða nefnilega mikið af fiski, jafnt dökkan fisk sem ljósan, bæði magran og feitan. Og þeir drekka ekki síður rauðvín með fiskin- um en hvítvín. Þegar dreypa skal á rauðvíni á hlýjum dögum getur verið gott að setja rauðvínið í ísskáp í um það bil 15 mínútur. Við létta kælingu verður ávöxturinn í víninu nefnilega ferskari. í Cabernet Sauvignon, eins og hér er kynnt, má oft greina eftirfarandi þætti í bragði og lykt: Brómber, kirsu- ber, krydd, mintu, vanillu, sedrusvið og súkkulaði (hið síðastnefnda á sér- staklega við ef vínið er gamalt). í Chardonnay-hvítvínum má hins vegar oft greina ananas, perur, græn epli, súraldin, vanillu, smjör, hnetur og krydd. Salisbury Cabernet Sauvignon er mjög þægilegt vín með léttum ávexti og mildum mintukeim. Það er gott með bragðmiklum fiski, ljósu fuglakjöti, lambi og léttum ost- um en einnig gott eitt og sér. Salisbury Cabernet Sauvignon fæst í kjarnabúðum ÁTVR (Heiðrún, Kringlan, Smáralind, Hafnarfjörður, Seltjamarnes og Akureyri) og kostar flaskan 970 krónur sem verða að telj- ast ágæt kaup. Það em ekki síður góð kaup í Salisbury Chardonnay. Tímaritið Wine Spectator valdi 1999-árganginn af þessu víni sem besta hvftvín í heimi í verðflokknum undir 10 doll- umm. Salisbury Chardonnay er mjög ávaxtaríkt vín með léttum eikarkeim. Þetta vín er sérlega skemmtilegt með ufsanum og humrinum. Annars hent- ar það vel með grilluðum mat, kjúklingi og pastaréttum. Salisbury Chardonnay er einnig mjög gott eitt og sér. Það fæst í kjamabúðum ÁTVR (Heiðrún, Kringlan, Smáralind, Hafn- arfjörður, Seltjarnarnes og Akureyri) og kostar flaskan 960 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.