Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 29
GAMLI BÆRINN: Torfbærinn á Burstarfelli í Vopnafirði er að mati Eggerts gott dæmi um byggðasafn sem gaman er að heim- sækja. SÍLDIN KEMUR OG SlLDIN FER: Á Síldarminjasafninu á Siglufirði finnst Eggert hafa tekist sérstaklega vel til, sérstaklega þegar kemur að tilfinningalegri upplifun. LÍFIÐ ER SALTFISKUR: Á Saltfisksetrinu í Grindavík er hægt að skoða sögu saltfisk- vinnslu á Islandi. BEЩ EFTIR MATNUM: Það er eins og síldarfólkið hafi rétt skroppið út og komi á hverri stundu hlaupandi inn í matinn. aðar sýningar í stað þess að sýna einfaldlega allt sem safnið á. Óreiðan á undanhaldi „Góðar geymslur eru lykilatriði í allri safnastarfsemi. Þegar húsnæði safnsins er jafnframt geymsla getur útkoman aldrei orðið virkilega góð en mér finnst minna sjást af slíkum „kaos“- eða „óreiðu"sýningum en áður var.“ Eggert segir augljóst að hönnuðir komi mun meira að uppsetningu sýninga en áður var og sérstaklega er hlutur leikmyndahönnuða þar mikilvægur en flestir sem fást við að hanna sýningar á Islandi eiga rætur sínar að rekja til leikhússins. „Almennt eru menn farnir að hugsa miklu meira um hönnun og framsetningu en áður var. Samt er tryggðin við textann býsna almenn og oft er prentaður texti á vegg- spjöldum og þess háttar of mikill og of langur á kostnað myndefnis eða annars efnis. Tölvur virðast ekki hafa rutt sér mikið til rúms á sýningum og snert- iskjáir eru t.d. nær óþekktir." Tuttugasta öldin enn í hættu Það hefur stundum verið sagt að jarðýtan hafi máð út alla Islands- sögu þegar stórfelldar túnasléttur ruddu sér til rúms á tuttugustu öld- inni og menn skirrðust ekki við að renna Caterpillar eins og strokleðri yfir verðmætar tættur og tóftir. Eru slíkir hlutir enn að gerast eða er vit- und um varðveislu orðin almenn? „Ég held að þessir tímar séu að mestu liðnir en tuttugusta öldin er samt augljóslega í hættu því menn eru enn að henda hlutum sem eru í rauninni safngripir af því að fólki finnst þeir of hversdagslegir. Þegar nemendur mínir voru að setja upp sfna sýningu í Árbæjarsafni kom þetta berlega í ljós.“ Eggert heldur áfram að nefna eft- irlætissýningar sínar og í ljós kemur að Saltfisksetrið í Grindavík finnst honum vel heppnuð sýning sem og Sjóminjasafn Austurlands á Eski- firðí. Hann segir að stundum séu litlu söfnin sem jafnvel eru í einka- eign þau sem komi skemmtilega á óvart, þar sé oft að finna eitt og annað smálegt og forvitnilegt. Bjórflöskumiðar og eldspýtustokkar „Ég kom nýlega á lítið byggða- safn á Snartarstöðum á Melrakka- sléttu sem er í gamla stflnum en samt sérkennilega heillandi. í sömu ferð skoðaði ég minjasafnið á Mánárbakka á Tjörnesi þar sem stórt eldspýtustokkasafn eigandans vakti sérstaka athygli. Á hinu ágæta byggðasafni á Húsavík er lítil deild þar sem hægt er að skoða alþjóð- legt safn af bjórflöskumiðum svo fátt eitt sé nefnt. Það eru oft áhugasamir einstak- lingar með söfnunaráráttu sem hafa lagt mikilvægan grunn að byggðasöfnunum og ýmsum skemmtilegum söfnum. Án þessara upphafsmanna hefðu sennilega ófáir gripir glatast. Ég gæti líka nefnt íþróttasafn ís- lands á Akranesi sem kom þægilega á óvart og af hinum hefðbundnu burstabæjum og byggðasöfnum er Burstarfell í Vopnafirði athyglis- verður og Minjasafnið á Akureyri þótti mér sérlega áhugavert." - Það kemur í ljós að Eggert eins og lfldega flestir sagnfræðingar og söguáhugamenn á íslandi telur dagana þangað til Þjóðminjasafn íslands verður opnað að nýju á næsta ári eftir langvinnar og gagn- gerar endurbætur. „Það verður einkar spennandi að sjá það. Menn höfðu á orði að Þjóð- minjasafnið hefði verið orðið svo gamaldags í framsetningu að það hefði átt að varðveita það óbreytt í heild sinni en vonandi munum við sjá að nútíminn hefur haldið inn- reið sína. Það væri líka gaman að sjá fleíri byggðasöfn á landinu takast á við 20. öldina á markvissari hátt og einnig mætti hugsa sér að söfnin sinntu börnum með sérsýningum meira en þau gera í dag." polti@dv.i5 LAUGÁRDAGUR 21.JÚNÍ2003 DV HELGARBLAÐ 29 Gerir þú verðsamanburð? MacGregor, VIP brautartré: 20% afsláttur, áður 21.000 nú 16.800 stgr. Callaway, Steelhead III trékyifur: 20% afsláttur, áður 29.000 nú 23.200 stgr. ADAMS Idea, Járnasett: 46.500 stgr. 8-járn, 3-PW, grafít sköft NANCY LOPEZ, Albany 38.000 stgr. Járnasett: 8-járn, 4-SW, grafít sköft 1 m „•iTl I kGolfsmíth®J Golfboltar á ótrúlegu verði Bay Hill by Palmer, 15 í kassa 1.500 stgr MacGregor Response, 15 í kassa 1.500 stgr GO-Titanium boltar, 15 í kassa 1.500 stgr Softspikes takkar, BlackWidow 1.190 stgr FootJoy skór frá kr. 4.900 Góðar ódýrar kylfur 20% afsláttur Ozone járnasett 3-SW,stál áður 18.000 nú 14.400 Ozone trékylfur, stál áður 4.000 nú 3.200 Ozone járnasett 3-SW, grafít áður 22.000 nú 17.600 Ozone trékylfur, grafít áður 5.000 nú 4.000 STRANDGÖTU28, HAFNARFIRÐI Sími: 565 1402 Fax: 5651467 ViðskÍDtabátturinn Utvarpi Sögu fm 94.3 Þáttur um viðskipti og efna- hagsmál þar sem blaðamenn Viðskiptablaðsins rýna í það helsta á markaðnum á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 dlll /)(i<) álmgaveróasta í heimi vióskipta í dag - það borgar sig að hlusta Landsbankinn KBEHll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.