Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 14
74 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 2l.JÚNl2003 Vegvísirinn í uppnámi Andófsmenn með læti MIÐ-AUSTURLÖND: Bandarísk stjórnvöld höfðu orðið svo miklar áhyggjur af þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs að þau sendu þangað sjálfan Colin Powell utanríkisráðherra til að reyna að koma vitinu fyrir deilendur. Powell hitti leiðtoga (sraels og Palestinumanna til að stappa í þá stálinu, en hvorir tveggju hafa átt í nokkru basli með harðlínumenn sem vilja ekki friðmælast eins og Veg- vísirinn kveðurá um. Land- tökumenn gyðinga voru með uppsteyt og palestínsku sam- tökin Hamas hafa hingað til neitað að semja um vopnahlé. Heldur rólegra var á hernumdu svæðunum í vikunni en í vik- unni þar á undan en þó varð mannfall á báða bóga. MÓTMÆLI: Andstæðingar klerkastjórnarinnar í íran létu mikið að sér kveða í vikunni og kveiktu nokkrir þeirra í sér í Frakklandi og' víðar í Evrópu til að mótmæla handtöku á annað hundrað liðsmanna stjórnar- andstöðuhreyfingarinnar. Frönskyfirvöld sögðu að hinir handteknu hefðu verið að und- irbúa árásir á sendiráðs (rans víðs vegar um Evrópu. Klerk- arnir sem fara með völd í Teheran lýstu yfir ánægju sinni með handtökurnar í Frakklandi. Heima fyrir hafa þeir sjálfir þurft að glíma við mótmælaað- gerðir námsmanna og annarra sem eru óánægðir með hversu hægt miðar í umbótaátt. Bush Bandaríkjaforseti hefur óspart hvatt mótmælendurtil dáða. Sagði af sér FINNLAND: Anneli Jáátteen- máki sagði af sér forsætisráð- herraembættinu í Finnlandi í vikunni, eftir aðeins tveggja mánaða setu á stólnum, vegna staðhæfinga um að hún hefði notfært sér leynilegar upplýs- ingar um (raksmálið í kosninga- baráttunni í mars. Anneli sagði við fréttamenn að hún nyti ekki lengurtrausts. Sjálfsmorðsárásir og rekstur heilsugæslu WT'Tpj FRÉTTAUÓS ‘f* Guðlaugur Bergmundsson blaðamaður ______________ Við mun- um ekki leyfa einum einasta gyðingi að vera í Palestínu, þessu landi sem við eigum en ekki þeir." Orð Abdels-Aziz al-Rantissis, eins æðsta leiðtoga og stofnanda her- skáu palestínsku samtakanna Ham- as, vekja ekki miklar vonir um að deilendur fyrir botni Miðjarðarhafs fáist einhvern tíma til að slíðra sverðin og reyna að lifa saman í sátt og samlyndi. Liðsmenn Hamas eru fremstir í flokki þeirra sem streitast á móti til- raunum Mahmouds Abbas, forsæt- isráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, til að fá herskáa Palestínumenn til að leggja niður vopn í baráttunni gegn hernámi ísraels á palestínsku landi og gefa svokölluðum Vegvfsi að friði færi á að sai.na ágæti sitt. Vegvísirinn, sem Band iríkjamenn, Evrópusam- bandið, Rússar og Sameinuðu þjóð- Þótt Hamas séu nú um stundir meðal svörn- ustu andstæðinga ísra- els var kannski ekki alltafsvo. irnar standa saman að, kveður meðal annars á um að vopnin verði kvödd áður en stofnað verði sjálf- stætt ríki Palestínumanna, í síðasta lagi árið 2005. Mótvægi við PLO Þótt Hamas séu nú um stundir meðal svörnustu andstæðinga Isra- els var kannski ekki alltaf svo. I upp- hafi litu hernámsyfirvöld ísraels á Vesturbakkanum og Gaza með nokkurri velvild á þessi nýju samtök sem talin voru eins konar mótvægi við Frelsissamtök Palestínu (PLO) Yassers Arafats. En ekki leið á löngu áður en snurða hljóp á þráðinn og sambúðin fór versnandi. Hamas eru stærstu samtök her- skárra Palestínumanna, stofnuð 9. desember 1987, við upphaf fyrstu intifödunnar, eða uppreisnar Palestínumanna gegn ísraelska her- námsliðinu á Vesturbakkanum og Gaza. Stofendurnir höfðu orðið fyr- ir áhrifum af samtökunum Bræðra- lagi múslíma í Egyptalandi. Auk áðurnefnds al-Rantissis SKRAFAÐ OG SKEGGRÆTT í NABLUS: Grímuklæddir og vopnaðir liðsmenn palestínsku samtakanna Hamas spjalla saman á fjöldafundi sem haldinn var í Vesturbakkaborginni Nablus í síðustu viku. Samtökin hafa verið treg til að fallast á vopnahlé í baráttunni við fsraelsríki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir palestinsku heimastjórnarinnar. skrifuðu undir stofnskrána menn á borð við Ahmed Yassin sjeik, fjöl- fatlaðan og nær blindan andlegan leiðtoga hreyfmgarinnar, og Salah Shehade sem ísraelski herinn réð af VÍGREIFUR FORINGI: Abdel-Aziz al-Rant- issi,enn stofnenda Hamas,er hvergi banginn þrátt fýrir morðtilræði (sraela. dögum á Gaza í júlí í fyrra. Tilraun Israela til að drepa al-Rantissi á Gaza fyrir skömmu mistókst aftur á móti og í kjölfarið fylgdu einhver blóðugustu átök frá því núverandi uppreisn Palestínumanna hófst fyr- ir tæpum þremur árum. Burt með ísraela Segja má að markmið Hamas (nafnið þýðir „eldmóður" eða „kapp“ á arabísku) sé tvíþætt. í bráð vinna samtökin að því að reka ísra- elska herinn af höndum sér, burt frá herteknu svæðunum. Það hyggjast þau gera með með árásum á bæði hermenn og landtökumenn á palestínsku landi og á óbreytta borgara í ísrael. I lengd stefna Ham- as að stofnun íslamsks ríkis á sögu- legu landi Palestínu sem hefur að mestu verið innan landamæra fsra- elsríkis frá stofnun þess árið 1948. Vaxandi áhrif Ekki er vitað hversu margir fé- lagsmenn eru innan vébanda gras- rótarhreyfingar Hamas en stuðn- ingsmennirnir skipta tugum þús- unda. Þannig tóku til dæmis um fjörutíu þúsund manns þátt í fjölda- fttndi á Gaza í desember síðastliðn- um til að fagna fimmtán ára afmæli hreyfingarinnar. Þar hlýddu við- taddir á Yassin sjeik, andlegan leið- toga sinn, spá því að Ísraelsríki yrði tortímt fyrir árið 2025. „Hið heilaga stríð held- ur áfram og píslarvætt- isaðgerðir munu halda áfram þar til Palestína hefur að fullu verið frelsuð" „Ganga píslarvottanna þokast áfram. Andspyrnan færist í aukana. Hið heilaga stríð heldur áfram og píslarvættisaðgerðir munu halda áfram þar til Palestína hefur að fullu verið frelsuð," sagði Yassin sjeik við það tækifæri. Starfsemi Hamas skiptist í tvennt. í fyrsta lagi sinna samtökin ýmsum þjóðþrifamálum fyrir Palestínu- menn, svo sem að reisa skóla, sjúkrahús og bænastaði. í öðru lagi heyja þau vopnaða baráttu gegn ísrael og þar er að verki neðanjarð- arhreyfmg innan samtakanna, Izzedine al-Qassam sveitirnar. Hernaðararmurinn hefur fjölda sjálfsmorðsárása á ísraelska borg- ara á samviskunni og einn háttsett- ur foringi Hamas hefur sagt að hefna beri fyrir morð á óbreyttum palestínskum borgurum með drápi á óbreyttum ísraelskum borgurum. Undanfarin nokkur ár hafa völd og áhrif meðal Palestínumanna vaxið mikið á sama tíma og ísraelar hafa verið að grafa undan valdi Yassers Arafats, forseta Palestínu- manna. Hamas standa almenningi miklu nær, með rekstri sínum á skólum og heilsugæslustöðvum, en heimastjórnin sem óbreyttir Palest- ínumenn hafa lengi talið vera bæði óskilvirka og spillta. Byggt á efni frá BBC og Le Monde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.