Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 21.JÚNÍ2003 DV HÍLGAR&LAÖ 21 ÓSKIRNAR RÆTAST: Kassi, sem stúlkurnar standa við, er óskakassi barna og unglinga í Pétursborg. Börnin skrifa óskir sínar á miða og setja í kassann, síðan les hundurinn miðana á nóttunni og lætur óskirnar rætast þegar vel liggur á honum. Ekki spillir fyrir ef krakkarnir klappa hundinum um leið og þeir stinga miðunum í kassann. Listin að ferðast í bókinni The Art of Travel fjallar höfund- urinn, Alain De Botton, um ástæður og gildi þess að ferðast. Höfundur blandar saman eigin upplifun af ferðalögum og reynslu frægra rithöfunda og listamanna eins og Van Gogh, Huýsmans, Wordsworth, Flaubert og fleiri. Bókin, sem er heimspekileg útlistun á ferðalögum, er létt aflestrar og skemmtileg. Hún skiptist í fímm aðalkafla sem heita Brottför, Ástæður, Landslag, Listir og Heim- koma. í hverjum kafla er fjallað um efnið sem heiti hans vísar til með dæmum úr bók- menntum og listum. Að mati höfundar er fátt skemmtilegra en að fara að heiman í ferðalag og kynnast nýjum löndum og framandi menningu. í kaflanum um ástæður ferðalaga bendir hann á að ijóð Baudelaire séu full af lýsingum á skipum að leggja úr höfn og lest- um sem bruna hjá. Þetta segir hann að stafi af rótleysi Baudelaire og löngun hans til að ferðast. Við lestur kaflans rifjaðist upp fýrir mér gamalt samtal við félaga minn sem sagð- ist oft hafa keyrt út í Leifsstöð sem ungur maður til að horfa á þotumar lyfta sér til flugs og ímyndað sér að hann væri um borð. Hann sagði einnig að í sínum huga væri annar heimur handan við glerið í Leifsstöð. De Botton bendir réttilega á að til sé fólk sem aldrei er ánægt og finnur að öllu. Til em þeir sem em óánægður áður en þeir leggja af stað. Menn em fýrir fram búnir að ákveða að ferðin sé misheppnuð, biðin á flugvellinum er of löng, sætin í flugvélinni of þröng, hótel- ið lélegt og mini-barinn rýr. The Art of Travel er holl lesning fyrir alla sem hyggja á ferðalög til framandi landa. Höfundur reynir eftir megni að útskýra hvers vegna fólk ferðast og bendir á leiðir til að gera ferðina ánægjulegri. Bókin fæst í Máli og menningu og kostar 1.590 krónur. kip@dv.is NÁÐHÚS: (byrjun þarsíðustu aldar lét auðugur kaupsýslumaður reisa fjölda almenningssalerna í Péturs- borg. Húsin eru eftirmyndir af íbúðarhúsi konu sem neitaði að giftast honum vegna þess að hann var ekki af aðalsættum. hægt að segja að maturinn í Pétursborg hafi verið spennandi. Ég reyndi nokkra staði sem auglýstu hefðbundinn rússneskan mat en því miður reyndist hann yfirleitt ofsoðinn og bragðlaus. Undantekning var þó lítill heimil- islegur staður skammt frá virkinu á Kanínu- eyju sem bauð upp á Pelmeny sem em litlir hveitipokar með kjöti og seint gleymi ég snakkinu sem kona kunningja míns færði okkur í morgunsárið eftir næturbrölt sinn með hvora vodkaflöskuna. Aldrei hefði ég geta ímyndað mér að ég ætti eftir að borða kalda kartöflu með bræddum osti sem dýft var í tómatsósu með jafn mikilli lyst. Spasibo Dimithry. -kip@dv,is MINNISVARÐIUM NICHOLASI: Ibúar reistu glæsilega minnisvarða um Nicholas I á staðnum þar sem hann var sprengdur í loft upp. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan viðurkennir húsið ekki sem kirkju þó byggingin sé það í hugum flestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.