Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 26
26 D\ ■-lí-l&Mínm LAUGARDAGUR 21.JÚNÍ2003 MEÐTÓNUST Á HEILANUM: Guðjón segir að það hringsnúist músík í hausnum á sér alla daga og að hann ráði ekkert við það. MINIMANIA: Guðjón Rúdolf Guðmundsson trúbador sendi nýlega frá sér disk í Danmörku sem hann kallar Minimania og hefur að geyma tónlist sem hann vann í samvinnu við Þorkel Atlason tónskáld.' Guðjón Rúdolf Guðmundsson, tónlist- armaður og trúbador, flutti til Árósa í Danmörku fyrir nokkrum árum. Skömmu eftir komuna þangað stofn- aði hann hljómsveitina Krauka sem sérhæfir sig í víkingatónlist. Hljóm- sveitin nýtur vaxandi vinsælda meðal áhugamanna um forna norræna menningu og er eftirsótt á víkingahá- tíðum. Fyrir skömmu gaf Guðjón út hljómdisk sem heitir Minimania og hefur að geyma lög og texta eftir hann í útsetningu Þorkels Atlasonar tón- skálds. Gaui eins og Guðjón Rúdolf er yfirieitt kall- aður flutti til Danmerkur árið 1996. Áður en hann flutti bjó hann á íslandi og starfaði við ýmis störf til sjós og lands. „Ég var lengi á tog- urunum en eftir að ég kom í land starfaði ég lengst af sem kokkur á veitingahúsinu A næstu grösum og sem garðyrkjumaður. Ég spilaði einnig í nokkur ár með gerninga- hljómsveitinni Infernó 5, bæði innan lands og utan, og við afrekuðum að gefa út einn disk." Smíða hljóðfærin sjálfir „Skömmu eftir að ég kom til Danmerkur kom vinkona mín ingibjörg Gísladóttir sögu- kona að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að semja tónlist við fornsögu sem hún ætlaði að segja á einhverri skemmtum. Ég þekkti fáa í Arósum á þessum tíma og fannst því upplagt að slá til og taka þátt í ein- hvers konar músíkstarfi í stað þess að glamra einn á gítarinn. Ingibjörg er í samtökum sem hafa það að markmið að kynna þjóðsögur og sagnir og auka þannig menningarlegan skiln- ing á milli þjóða. Mér þótti félagsskapurinn merkilegur og gegnum hann kynntist ég tveimur dönskum tónlistarmönnum og stofnaði með þeim hljómsveit sem hét upp- haflega Sögufúglamir en síðar Krauka. Við ákváðum strax að einbeita okkur að gamalli norrænni tónlist og spila hana á hljóðfæri sem við smíðuðum sjálfur og voru eftirgerðir af hljóðfæmm frá víkingatímanum." Að sögn Gauja smíða þeir hljóðfærin eftir teikningum af hljóðfærum sem hafa fundist við fornleifauppgröft. „Við höfum tóndæmi eins og Dreymdi mig einn draum í nótt sem fannst í dönsku handriti frá því um árið þús- und til fyrirmyndar og svo inprófiserum við út frá því sem hljóðfærin bjóða upp á.“ Minimania Fyrir nokkmm ámm gaf Guðjón út disk, í takmörkuðu upplagi, sem heitir Hippar borða ekki hákarl og sendi vinum og kunn- ingjum sem gjöf. Á diskinum em lög sem hann hefur samið við ljóð eftir Stein Steinarr og nýlega sendi Gaui frá sér annan disk sem nefnist Minimania og er unninn í samvinnu við Þorkel Atlason tónskáld. Guðjón segir að það hringsnúist músík í hausnum á sér alla daga og að hann ráði ekk- ert við það. „Það koma og fara melódíur sem ég hef glamrað á gítar í partíum í gegnum tíð- ina.“ Að hans sögn tók það þá félaga þrjú ár að vinna nýja diskinn en hugmyndin að honum spratt upp úr umræðum þeirra um tónlist. „Við vomm að spjalla um tónskáld, Bach og Beethoven, og hvemig menn fara að því að semja tónlist. I framhaldi af því ákváðum við að reyna að búa til disk í sonnettuformi þar sem tónskáldið og alþýðutónlistarmaðurinn mætast. Ég sem melódíurnar og alla texta nema einn sem er eftir Bjama Gunnarsson, kennara á Akranesi, en Keli sér um útfærslur, lagar melódfurnar og færir til hljóma eftir þörfum. Við notum allan fimmundarhring- inn nema einn hljóm og áheyrendur geta leikið sér við að finna hann." Þegar Gaui er spurður út í textana á diskn- um segir hann að þeir séu á „volapoki", til- finningum, íslensku og ensku, allt eftir því sem þeim fannst orðin falla að melódíunni. Diskurinn, sem er gefinn út í Danmörku af Musikpres, er gefinn út í fimm hundmð ein- tökum til að byrja með og verður til sölu hér á landi hjáTólf tónum á Skólavörðustíg. Krauka og pólsku víkingarnir Víkingahljómsveitin Krauka nýtur mikilla vinsælda meðal áhugamanna um norræna menningu og er vinsælt að fá hana til að spila á vfkipgahátíðum. Að sögn Gauja spiluðu þeir undir nafninu Sögufuglarnir á hátíð til- einkaðri Leifi Eiríkssyni á Grænlandi árið 2000. „Eftir það breytum við nafninu í Krauka og höfum spilað mikið í skólum og fyrir alla sem hafa gaman af því að heyra í skrýtnum hljóðfæmm." Gaui segir að það sé ótrúlega gaman að spila fyrir börn. „Við spilum í fjöm- tíu og fimm mínútur og það er dauðaþögn allan tímann." Krauka gaf út sinn fyrsta disk fyrir tveimur ámm og að sögn Gauja hefur hann selst í tæplega fimmtán hundruð eintökum sem er framar vonum. „Það er að minnsta kosti ein- hver sem nennir að hlusta á okkur." Guðjón segir að diskurinn hafi orðið til í framhaldi af því að Krauka tóku upp nokkur lög til að láta fylgja með umsókn um styrk til að geta spflað í skólum. „Þorkell Atlason, sem stjórnaði upptökum á lögunum, benti okkur á að það vantaði bara nokkur lög til að hægt væri að gefa efnið út á CD.“ Að sögn Guðjóns fóm hjólin samt að snú- ast þegar þeir vom á Grænlandi. „Þar heyrði færeysk kona tU okkar og bauð okkur á vík- ingahátíð í Færeyjum árið 2001 og þar bað ís- lendingur okkur að spila á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði 2002 og nýverið spiluðum við í Póllandi vegna víxlu á litlu vfkingaþorpi rétt utan við Varsjá." Guðjón segir að móttökurnar í Póllandi hafi verið ævintýralegar og ótrúlegt að sjá hóp af pólskum víkingum berja hnefunúm í borðið og öskra Krauka, Krauka og syngjá lag af disknum þeirra með hárri raust. „Satt best að segja var ekki laust við að ég yrði hálf- hræddur." Nútímavíkingar „Ég er að reyna að fá styrk til að fylgja Mini- maniunni eftir með tónleikum heima en veit ekki hvernig það fer. Ætli diskurinn verðu ekki bara að sjá um sig sjálfur, ég er búinn að senda hann frá mér og ætla að snúa mér að öðmm verkefnum. Það er til dæmis fullt að gera hjá Krauku í sumar við að spila á hinum og þessum vfkingahátíðum í Danmörku." Þegar Gaui er spurður um víkingavakning- una sem tröllríður Danmörk um þessar mundir hlær hann og segir að hún sé mjög skemmtileg. „Það er bæði ofsalega gaman og erfitt að vera nútímavíkingur og mér finnst ótrúlegt að sjá hvernig fólk endurskapar sög- una. A Þjóðminjasafninu heima sá maður bara hluti bak við gler og fékk fremur líflaus- ar upplýsingar um hvar þeir fundust. Dansk- ir áhugamenn um víkingatímann reyna eftir megni að setja sig inn í daglegt líf forfeðranna og upplifa söguna þannig. Fólk saumar sér litríka búninga, býr til verkfæri og borðar mat sem tengdur er tímanum og vinnur að því að gera minjasöfnin lifandi. Það leyfir sér líka að fantasera með menninguna og það er einmitt það sem Krauka gerir þegar við spilum vík- ingatónlist. -kip@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.