Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Side 22
22 WmiXÍAHBUit LAUGARDAGUR 2 /. JÚNÍ2003 Betrí heímingunnn Umsjón: Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is Snæfríður Ingadóttir, snaeja@dv.is Þær Díana Oddsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Soffía Kristjánsdóttir sjúkraliði reka saman Húðfegrunarstofuna. Þar er boðið upp á heildræna húðmeðferð án skurðaðgerð- ar, til að mynda Silk Peel húð- meðferð, háreyðingu, háræðaslitsmeðferð og cellu- lite vafninga. Einna mestra vinsælda hefur svokölluð náttúruleg gelísprautun not- ið en þá er geli sprautað í andlitið til að slétta úr hrukk- um. „Gelísprautunin er aðallega til að fylla í línur, bæði fínar og dýpri," útskýrir Díana. „Einnig er hægt að byggja upp kinnbein, setja gelið í vangana, broslínur hjá augum og stækka varir. Þeir sem nýta sér þetta eru aðallega á aldrinum 25 ára og upp úr. Konur eru vissulega í meirihluta en það er alltaf að aukast að karlmenn komi til okk- ar." Díana segir að um mjög einfalda aðgerð sé að ræða. „Þetta tekur u.þ.b. hálftíma nema verið sé að gera þeim mun meira. Ekki þarf að deyfa, nema þegar verið er að sprauta f varir, þá er staðdeyft. Nál- arnar eru örfínar en þetta er mis- sárt eftir því hvar er verið að sprauta. Ætli megi ekki segja að þetta sé svipað og að fara til tann- læknis en sársaukinn varir aðeins í stuttan tíma eða rétt á meðan verið er að sprauta efninu." Reykingahrukkur óvinsælar Díana segir algengast að konur láti slétta úr hrukkum fyrir ofan efri vör (reykingahrukkum), við munn- FYRIR OG EFTIR: Algengast er að karlmenn láti slétta úr hrukkum á enni og milli augna. vik, niður frá nefi og milli augna. Vinsælast hjá karlmönnum er að láta fylla í hrukkur á enni og milli augna." En hvers vegna ákveða svo marg- ir að segja hrukkunum stríð á hendur? „Þetta angrar marga. Hrukkur eru ættgengar og oft finnst fólki vera um ótímabæra öldrun að ræða. Við það að fá falskar tennur rýrnar gómurinn, einstaklingar sem lenda í því vilja oft fá örlitla fyllingu í varirnar. Það skiptir líka FYRIR OG EFTIR: Hrukkur frá nefi og niður eru óvinsælar. Margar konur láta slétta úr þeim með gellsprautun. MEÐFERÐ: Díana Oddsdóttir að störfum á Húðfegrunarstofunni miklu máli að við erum ekki að gera neinar dramatískar breytingar á fólki." Díana segir að þar sem gelið sé náttúrulegt berjist líkaminn ekki á móti því. „Hann tekur þvf f raun feginshendi því með árunum hægir á starfsemi fjölsykrusýranna en gel- ið mótar með fjölsykrusýru sem bindur vatn í húðinni, lyftir og gef- ur henni nýjan þéttleika. Þar sem vörurnar eru algjörlega án dýraefna er engin hætta á að þær beri smit- sjúkdóma eða veki ofnæmisvið- brögð hjá þeim sem eru viðkvæm- ir.“ Meðferðin er ekki varanleg og það er einstaklingsbundið hversu lengi áhrifin vara. Nauðsynlegt er að koma í sprautur einu sinni á ári ef ætlunin er að viðhalda árangrin- um. „Ein sprauta kostar á bUinu 20-30 þúsund og það er oft nóg til að viðhalda árangri." W. Inga María Valdimarsdóttir leikkona var í hlutverki Fjallkonunnar á þjóðhátíð- ardaginn. Þessa dagana er hún að leika í Veislunni á milli þess sem hún talset- ur teiknimyndir. Frítíma sínum eyðir hún með vinkonunum og segist myndu vilja gera það allan daginn fengi hún borgað fyrirþað. Inga María segist alla- jafna mála sig lítið sem ekkert en á þó nokkrar snyrtivörur sem eru í uppáhaldi. - . ' . ■ Himna á varirnar Þessi Blistex varasalvi, complete moisture, er alveg ótrúlega góður og ég nota hann mjög mikið. Þetta verður svona eins og himna á vörunum á manni. Berjableikur varalitur Þessi berjableiki Givenchy varalitur er alveg „möst". Þetta er eiginlega prufa sem ég fékk frá Siggu Völu vinkonu minni. Ég gleymi svo oft að mála mig og það er mjög gott og hentugt að hafa þennan varalit. Hann gerir svo mikið fyrir mann. Beið í röð og keypti gloss Nivea, glossy roll on. Ég keypti þetta gloss í apóteki um daginn af því ég þurfti að bíða í röð. Ég er mjög ánægð með það og ekki spillir fyrir að það er gott bragð af því líka, eiginlega svona snyrti- bragð. Gott ef það vottar ekki fyrir Púðurbursti frá Body Shop Þennan púðurbursta keypti ég fyrir mörgum árum í Body Shop. Ég hafði aldrei notað hann áður en ég týndi honum en fannst alveg dásamlegt að finna hann aftur. Hann er í lok- uðu hylki og það er hægt að opna hann. Hann fer voða vel ( tösku en er reyndar svo- '-'*:5klúr. einhverju berjabragði líka. Hermdi eftir vinkonu Ég keypti þetta sólarpúður, bronzing powder, um daginn í Body Shop. Það er rosalega fínt og ég er mjög ánægð með það. Vinkona mín átti svona og ég hermdi bara eftir henni af því ég kaupi mér sjaldan snyrtivörur. Sigga Vala vinkona mín átti heildsölu og hún hefur alltaf séð um að hafa mig til. Nú fer ég bara í Body Shop og apótekin sem er ekkert verra í sjálfu sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.