Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 11
LAUCARDAGUR 28. JÚNÍ2003 SKOÐUN 7 7 Varamaður við völd flfPl LAUGARDAGSPISTILL Jónas Haraldsson aöstoðarritstjóri - jhar@dv.is Mæður eru undirstaða hverr- ar fjölskyldu, hvers heimilis- halds. Um það þarf ekki að deila. Feður eru í flestum til- fellum aðeins varamenn, íhlaupamenn, fáist ekki það besta. Á þessu eru auðvitað undantekningar en þær sanna aðeins regluna. Aldrei hefur neinn vafi leikið á því á mínu heimili hver leikur aðalhlut- verkið. Börnin hafa gegnum árin leitað til móður sinnar með flest og fengið góða úrlausn. Það er frekar í mjög sérhæfðum málum sem leitað er álits eða fulltingis föðurins. Þetta er ágætt kerfi og þrautreynt þó sumir vilji breyta því. Þótt mæð- ur taki til jafns við feður þátt í störf- um utan heimilis halda flestar þeirra engu að síður stöðu sinni innan heimilis. Óhætt er að fullyrða að álagið á þær sé talsvert og karl- dýrið á heimilinu sleppi yfirleitt léttar frá ábyrgðinni. Vera kann að yngri feður standi sig eitthvað betur en þeir eldri en á hitt ber að líta að konur sleppa ógjarnan stöðu sinni og völdum innan heimilis. Það er aðeins ef þær bregða sér frá í skemmri eða lengri tfma sem þær kalla til varamann. Hvers eiga börnin að gjalda? Ég var kallaður inná í vikunni sem leið, hafandi verið lengi á bekknum. Konan brá sér til út- landa, sem vart er í frásögur fær- andi. Staða mín er önnur en áður, börnin uppkomin nema eitt á tán- ingsaldri og þau eldri flogin úr hreiðrinu. Það þarf því ekki að hafa beinar áhyggjur af þeim eða annast þau sérstaklega. Þau vakna sjálf og koma sér í vinnu, hvort heldur er unglingavinna eða annað, fá sér morgunmat án minnar hjálpar, þó með því skilyrði að ég sjái til þess að nóg sé til af seríosi og kornflexi og mjólk út á. Það er raunar aðeins á því sviði sem varamaður móðurinnar þarf að láta til sín taka á heimilinu, að sjá til þess að það sé nóg að éta fyrir ungana. Þeir opna gogginn á sama tíma og áður þótt stórir séu. Á þetta reynir helst þegar kvölda tekur. Af- kvæmin finna til sárrar svengdar, vilja sinn mat og engar refjar. Þá er hringt í varamanninn í vinnuna því yfirleitt vinnur hann lengri vinnu- tíma en ungviðið, fer fyrr og kemur síðar heim. „Pabbi," er sagt í símann, „á ekk- ert að borða á þessu heimili? Eigum við að gjalda þess að mamma er ekki heima?" segir sá sem hefur orð fyrir heimilismönnum. Ég hef málsvörn mína á því að benda við- komandi á að það sé ekki mitt mál að sjá fyrir fullorðnu fólki, það geti gert það sjálft. Nær væri að það byggi til undirstöðugóðan kvöld- verð fyrir föðurinn og hefði hann tilbúinn þegar hann kæmi örþreytt- ur heim. Rétt ályktun Athugasemdin þykir ekki svara- verð heldur eru nefhdir helstu skyndibitastaðir borgarinnar. „Viltu ekki skreppa í Subway," segir for- mælandi afkvæmanna, „og taka nokkra stóra með heim, einn með pitsusósu, pepperóni, miklu af káli og tómötum og annan með. . .“ Ég næ að stöðva ungmennið áður en það telur upp alla brauðréttina á veitingastaðnum. Það er raunar aðeins á því sviði sem varamað- ur móðurinnar þarf að láta tilsín taka á heim- ilinu að sjá til þess að nóg sé að éta fyrir ung- ana. Þeir opna gogginn á sama tíma og áður þótt stórir séu. „Ef ég elda þegar ég kem heim,“ segi ég við afkvæmið, „þá hef ég fisk. Og ekki bara fisk heldur þverskoma ýsu, tólg og soðnar kart- öflur. Enga fiskrétti með einhverju jukki heldur sjálfa undirstöðuna. „Oj, pabbi, hvað þú getur verið ógeðslegur. Hver heldurðu að vilji þennan viðbjóð? Þetta lætur enginn undir áttræðu ofan í sig, hvað svo sem þessi þverskorna ýsa þfn er. Ég hringi í mömmu." Þar með lauk þessu fyrsta matar- símtali vikunnar. Afkvæmið lét raunar ekki verða af hótun sinni um að hringja í æðsta ráðið heldur beið örlaga sinna í þeirri vissu að faðir- inn nennti ekki að sjóða ýsu og því síður kartöflur og tólg. Það beið heima svangt og auðmjúkt eins og aðrir heimilismenn í þeirri von að slík framkoma skilaði betri árangri. Það var rétt ályktun. Kvöldið endaði á Subway. Djúpvitur kaupmaður á horn- inu „Eigum við ekki að fara í búð?“ sagði í matarsímtalinu næsta dag. Annað afkvæmi varamannsins tók að sér að hringja í þetta sinn. „Þú ættir að sjá fsskápinn hjá okkur," sagði afleggjarinn, „hann er eins og eyðimörk." Ég tók fálega í tillöguna um búðarferðina - mátti raunar ekki vera að því stússi. „Ekki er það mér að kenna,“ sagði ég, „þótt þið ryksugið upp allt sem þið finnið í skápnum. Eg veit ekki betur en mamma ykkar hafi skilið eftir fullan skáp þegar hún fór. Þið hljótið að finna eitthvað.“ Símtalinu lauk með þeim orðum en þess var ekki langt að bíða að sfminn hringdi aftur: „Við verðum að fara út í búð, þú getur ekki gert okkur það að hanga hérna matar- laus. Það er ekkert eftir í ísskápnum nema gamall kálhaus, piparsósa og þessar ólífur þínar sem enginn vill nema þú. Viltu láta kæra þig til bamarvemdaryfirvalda fyrir að halda börnunum þínum vannærð- um á heimilinu? Þokkalegt væri ef það kæmist f blöðin." Ég þakkaði fýrir samtalið og lagði á. Kom samt við í búðinni á heim- leiðinni til þess að bjarga málum. Innkaupin vom öðmvísi en venju- lega - líkari þvf sem verið væri að kaupa til útilegu. Ég keypti flatkök- ur og hangikjöt, slatta af salötum, bakaðar baunir, spagettí í tómatsósu í niðursuðudós, stafla af jógúrtum, kex, ís og ávaxtasafa. Ég handlangaði vömrnar að kassanum hjá kaupmanninum á horninu. Hann skáskaut á mig öðm auganu um leið og hann renndi strika- merkjunum í gegn. „Konan ekki heima," sagði hann og glotti. „Á þetta að duga í söfnuðinn?" bætti hann við með áratuga reynslu mat- vömkaupmannsins á bakinu. „Þessa samsetningu kaupa aðeins tvær tegundir manna, piparsveinar eða grasekklar. „Þú endar, minn kæri, ef mér leyfist að segja það, á skyndibitastað í kvöld. Krakkarnir líta ekki við þessu." Við fómm á Domino’s. Eitthvað létt og hollt Matseðill vikunnar var alþjóðleg- ur, að minnsta kosti hvað nöfnin varðaði. Hann samanstóð af réttum frá Subway, Domino’s, Nings, Ken- tucy Fried Chicken, Pizza Hut, Tex Mex og Tong’s Take Away. Tekið skal fram, til að koma í veg fýrir mis- skilning, að þetta em allt íslenskir veitingastaðir. Ég hætú að þrasa við krakkana þegar leið á vikuna. Við fómm orðalaust á nýjan stað á hverju kvöldi. Konan mín og móðir bamanna ætlaði hvort sem er ekki að vera nema viku í burtu. „Hvernig gekk, elskan?“ sagði konan þegar hún kom til baka og tók við völdum á ný. „Bara vel,“ sagði ég. „Ég reyndi að vera með eitthvað létt og hollt á hverju kvöldi, brauðrétti, álegg, kjúkling og rækj- ur. Ég held að það hafi bara lukkast ágæúega. Krakkarnir hafa að minnsta kosti ekki kvartað undan- farna daga. Það mætti víst ekki,“ sagði ég og sneri mér að frúnni, „bjóða þér spagettí í tómatsósu, svona úr dós. Eg á eina óopnaða."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.