Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. JÚN/2003
Af nema vsk af fatnaði
VERSLUN: Hagkaup hafa ákveðið
að afnema virðisaukaskatt af öll-
um fatnaði um helgina, eða
föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Með því.vilja Hagkaup
stuðla að enn jægra verði á fatn-
aði. Ríkissjóður" fær sinn virðis-
aukaskatt af þessari sölu en verð-
lækkunin er alfarið á kostnað
Hagkaupa. (tilkynningu frá Hag-
kaupum segir að verslunin hafi
markvisst átt frumkvæði að
lækkun á verði fatnaðar undan-
farin ár. Þar segir að það sé bar-
áttumál Hagkaupa að íslensk
verslun búi við sömu skilyrði og
erlend en með þeim hætti megi
bæta hag heimilanna til muna.
Víða erlendis sé lægri virðisauka-
skattur lagður á fatnað og sums
staðar sé enginn virðisaukaskatt-
ur á barnafatnaði.
Landsbankinn lánar Lífi
VIÐSKIPTI: Landsbanki (slands
hf. og Líf hf. hafa gert með sér
lánasamning um endurfjár-
mögnun lána Lífs hf. Lána-
samningurinn erað upphæð
1,7 milljarðar króna og snýr að
langtímafjármögnun á rekstri
félagsins. Líf hf. starfaði áður
undir merkjum Lyfjaverslunar
íslands hf. Starfsemi Lífs hf. fel-
ur í sér miðlun vöru, þjónustu
og þekkingará heilbrigðis-
markaði. Líf hf. er stærsti dreif-
ingaraðili lyfja, lækningavara
og annarra heilbrigðistengdra
vara á (slandi. Jafnframt er fé-
lagið með starfsemi í Eystra-
saltslöndunum. Líf hf. á nú níu
dótturfyrirtæki á íslandi og tvö
í Eystrasaltslöndunum.
SONAX
bílabón og hreinsivörur
afsláttur
®lStilling
www.stilling.is
DALSHRAUN113 • SÍMI 555 .1019
EYRARVEGI 29 • SÍMI 483 1800 SKEIFUNNI 11 • SlMI 520 8000
SMIÐJUVEGI 68 • SlMI 544 8800 BlLDSHÖFÐA 16. • SÍMi 577 1300
Eldur
kviknaði
í nýsánu
flagi
Júnímánuður hefur verið
óvenjuþurr norðanlands, úr-
koma í lágmarki og hitinn farið
yfir 20 stig dag eftir dag upp á
síðkastið.
Ljóst er að þurrkarnir eru að
verða til vandræða vlða og óvenju-
legt ástand að skapast. Til að
mynda gerðist það sem hlýtur að
teljast afar fátítt hér á landi að eld-
ur kom upp í flagi á bænum Sand-
felli við Hofsós. Þetta gerðist í
tvígang í gær, bæði um morguninn
og hádegisbilið, og sagðist Þor-
björn Steingrímsson bóndi hafa
lent í bölvuðu brasi við að slökkva í
blettunum en einhvers konar efna-
samband í yfirborði flagsins hefur
trúlega orðið til þess að eldur
kviknaði í hitanum. Þorbjörn bóndi
sagðist hafa plægt flagið í fyrra-
haust og sáð svo í það byggi og
höfrum í vor. Nú eru drjúgir blettir
í því kolsvartir og ónýtir. Aðspurður
sagði Þorbjörn að þama væri frem-
ur þurr jarðvegur en aldrei eins og
nú, enda vart komið dropi úr lofti
sem að gagni kæmi í langan tíma.
Þess má einnig geta að vatnslind-
irnar hjá Skagafjarðarveitum em
óvenjuþurrar um þessar mundir.
Páll Pálsson veitustjóri segist aldrei
muna eftir þeim svona á þessum
tíma, vatnsmagnið sé svipað og
seint á veturna þegar það er jafnan
minnst. -þA
■ 'í
Framtíð Vil-
helms óljós
Ríkisútvarpið ákveður síðsumars
hvernig staðið verður að morgun-
útsendingum næsta vetur. Frétta-
þátturinn Morgunvaktin, sem er
klukkustundarlangur, er sendur út
á báðum rásum RÚV og fer hann í
loftið kl. 07.30. Með því fyrirkomu-
lagi vék af dagskrá tónlistarþáttur-
inn Árla dags sem var í umsjón Vil-
helms G. Kristinssonar. Ýmsir vom
ósáttir við það og mótmæltu í und-
irskriftasöfnun, sem Óskar Magn-
ússon, forstjóri Og Vodafone, stóð
að. Að sögn Markúsar Arnar Ant-
onssonar útvarpsstjóra er nú í
gangi sumardagskrá eftir ramma
sem mótaður var af útvarpsráði.
Vetrardagskrána sagði hann verða
mótaða síðsumars, m.a. út frá
könnunum Gallups - en einnig yrði
tekið tillit til áðurnefndrar undir-
skriftasöfnunar.