Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 20
20 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR28.JÚNÍ2003
Stefnumót
methraða
Hraðstefnumót eru að ryðja sér til
rúms hér á íslandi en þau eru ný aðferð
til að hitta fólk af hinu kyninu. Nu þeg-
ar bjóða tvö fyrirtæki slíka þjónustu
hér á landi en stefnumót þessi ganga
þannig fyrir sig að fólki er smalað sam-
an á ákveðinn stað og fær hver og einn
örfáar mínútur með hverjum
þátttakanda. Blaðamaður DV,
Snæfríður Ingadóttir, kannaði
þjónustu annars þessara fyrir-
tækja, Hradstefnumot.is og
komst þar á stefnumót við
sjö karlmenn á methraða.
„Iss, þetta er ekki vitund hall-
ærislegt," reyni ég að telja mér
sjálfri trú um um leið og ég ríf upp
hurðina á Grand hótel þar sem
fyrsta hraðstefnumót íslands iyrir fólk
á aldrinum 25-35 ára er haldið.
Minni sjálfa mig á það að of-
urpæjan Carrie í sjónvarps-
þáttunum „Sex and the
city“ (Beðmál í borginni)
fór á hraðstefnumót og
fyrst hún lét plata sig
út í slíkt get ég nokk
gert það. Hrað-
stefnumót hafa
líka verið mjög á
uppleið í Evrópu
og í London er
víst uppbókað á
slik mót langt
fram í tímann. Ný-
lega var líka fjallað
um fyrirbærið í
þætti hjá Oprah og
því gefin góð um-
sögn, þannig að þetta
getur ekki verið svo
slæmt. Ég er ekki beint vel
undir þetta búin, en hikaði
þó aðeins við spegilinn áður
en ég fór að heiman. Vona
bara innilega að ég fái ekki
einhverjar hallærislegar
spumingar eins og: „Ef þú
værir dýr hvaða dýr myndirðu
vilja vera?“ eða „Hvað er það
rómantískasta sem þú getur
hugsað þér?“. Það er þrúgandi
þögn í salnum þegar ég geng
inn og þeir þátttakendur sem
fyrir em mæla mig út. Ég lít
snöggt yfír hópinn og mér til
mikils léttis sé ég kunnuglegt
andlit gamallar skólavinkonu og
tylli mér hjá henni. Henni virð-
ist líka létt við að sjá mig. Kemur
ekki sérlega á óvart að maður
kannist við einhvern, svona er nú
ísland alltaf lítið. Ég mæli sam-
keppnisaðilana út. Jú, þónokkrar
pæjur hérna, ömgglega aðdáend-
ur „Sex and the city" þáttanna
eins og ég.
Einrt á hvítum sokkum
Þátttakendum er úthlutað lista
með nöfnum þátttakenda af hinu
kyninu. Við þennan lista á maður að
merkja ef það er einhver sem maður
hefur áhuga á að hitta aftur. Ef báðir
aðilar merkja hvor við annan lætur fyr-
irtækið mann vita og fólkinu er þá
komið í samband hvort við annað.
Til þess að komast að því hvort
maður hafi einhvern áhuga á
því að kynnast viðkomandi
nánar hefur maður sjö mínút-
ur. Nákvæmlega sjö mínútur.
Klukkan er stillt og stelpunum er sagt að setj-
ast við borð sem em dreifð um salinn. Strák-
arnir deila sér svo niður á borðin en eftir sjö
mínútur skipta þeir um borð og þannig geng-
ur þetta koll af kolli þar til allir hafa talað við
alla. Til að auðvelda samræðurnar fær maður
í hendurnar spjallpunkta til að styðjast við ef
samtalið er að sigla í strand. Þetta em frekar
staðlaðar spurningar eins og: Lestu mikið?
Áttu gæludýr? Hefúrðu búið er-
lendis? og Hvað er best í
fari þínu? Fyrsti maður
sem sest við borðið
hjá mér er 28 ára
tæknimenntaður
maður, barnlaus
og reyklaus.
Hann virðist
vera prýðispiltur
með passlegan
húmor fyrir sjálf-
um sér. Bæði höf-
um við dvalið lengri
tfma í Chile og höfum
um nóg að
spjalla. Mér
fmnst við
varla vera
komin í
gang þegar
klukkan
hringir,
sjö mín-
úturnar
og það er kominn tími til að skipta. Ég kinka
kolli til skólavinkonunnar á næsta borði, við
emm báðar sammála
um að þetta virðist
ekki vera svo
mikið mál.
Næsti
kandídat er
37 ára. Hann
er í tölvu-
geiranum.
Hefur verið
að taka ein-
hver fög í há-
skólanum því
að hann missti
vinnuna síðastliðið
haust og það
er of-
fram-
boð
af
„Hja mer er sestur
einn 36 ára.
Myndarlegur maður en
virðist ekki vera á sér-
lega góðum stað
í lífinu. Er reyndar í
spennandi vinnu en
tiltölulega nýskilinn
og enn að vinna sig
út úrþeim málum."
tölvugæjum á markaðnum þannig það hefúr
ekki gengið sem skyldi að fá vinnu. Virkar
sem góður gæi, og þrátt fyrir falleg brún augu
er hann ekkert fyrir mig, hvítu sokkarnir
draga hann niður. Það er líka frekar tragískt
að tala um atvinnuleysi og hvernig hann fær
dagana til að líða. Veit þetta er ömurlegt
ástand því ég var einu sinni líka atvinnulaus í
þrjá mánuði. Klukkan er sett aftur í gang og
hjá mér er sestur einn 36 ára. Myndarlegur
maður en virðist ekki vera á sérlega góðum
stað í lífínu. Er reyndar í spennandi vinnu en
tiltölulega nýskilinn og enn að vinna sig út úr
þeim málum. Hann virðist óömggur og les
spumingamar af hjálparblaðinu til að halda
samræðunum gangandi. Mér líður eins og í
munnlegu prófi en ég er viss um að einhverj-
ar stelpurnar í salnum hljóta að setja x við
hann.
Keyrðu frá Keflavík á mótið
Þá er kominn tími á stutta pásu. Helming-
urinn fer að reykja en hinir reyklausu ráfa
eirðarlausir um. Ég vel að fara með reykingá-
liðinu þó ég reyki ekki og það kemur í ljós að
það er góð ákvörðun. Tvær vinkonur úr
Keflavík em að kveikja sér í og þær virðast
hressar. Munar ekki um að bmna í bæinn fyr-
ir hraðstefnumót sem þetta enda ekkert að
gerast f Keflavík og menn uggandi um fram-
tíð vallarins. Sem sagt ekki seinna vænna
en reyna að krækja sér í fyrirvinnu hugsa
ég. Ég er eiginlega hissa á því hvað and-
rúmsloftið er óþvingað, samræðurnar
ganga vel og það er mikið hlegið. Maður
kemur léttari f lund inn í salinn eftir pás-
una og klukkan er sett í gang á ný. Hjá
mér sest 28 ára maður sem á ættir að rekja
til Skandinavíu. Segist vera tölvunörd og eiga
ógrynni af lögum og dvd-myndum sem
hann hafi hlaðið niður af Netinu. Seg-
ir mér skemmtilega sögu af því
hvernig hann og barnsmóðir
hans kynntust. Sameiginleg
óbeit okkar á reykingum verð-
ur einnig að umtalsefni og
grillveisla sem hann fór í um
síðustu helgi. Virkar
skemmtilegur. Næstigæiá
ekki mikinn séns. 31 árs
með eitt bam, reyklaus.
Virðist ekki mjög spenn-
andi því hann gerir
voða lítið í frítímanum.
Hann segist nærri hafa
guggnað á því að mæta
hingað í kvöld. Segist vera
feiminn, en ég get nú ekki séð
það. Má líka eiga það að hann
brosir mikið og fallega. Þá er
komið að þrítugum iðnaðar-
manni. Sá er bæði hress og
flottur en kannski nokkuð
ánægður með sig. Ég spyr hann
hvað sé að honum fyrst hann sé
enn barniaus og konulaus orðinn
þetta gamall. Hann segist bara
hafa passað sig vel, vill ekki eign-
ast barn með hvaða konu sem er,
vonandi komi þó einhvern tíma
að því. Síðastur í röðinni er 34 ára
hávaxinn maður sem er eins og
klipptur út úr amerískri bíómynd
hvað klæðaburðinn snertir. Hann
er að mála í sumar en er í háskól-
anum á veturna. Talar allt of rólega
og mér dettur í hug hvort hann sé
ekki búinn að vera of lengi innan
um öll eiturefnin í málningunn.
Úff hvað þessar sjö mínútur eru
lengi að líða! Loksins hringir klukk-
an og mótinu er þar með formlega
lokið. Nú er bara eftir að merkja við
listann hvort það sé einhver af þess-
um sjö gæjum sem ég hef áhuga á að
hitta aftur. Sýnist sem gamla skóla-
vinkonan sé komin í góð mál, en
persónulega verð ég að segja að
enginn af þessum gæjum heillaði
mig neitt sérstaklega. Klukkan er
hálftíu á þriðjudagskvöldi og það
hefði verið hægt að eyða kvöldinu
verr.
(Þess má að lokum geta að
þótt blaðamaður DV hafi ekki
fúndið draumaprinsinn á þessu
hraðstefnumóti þá voru samt
fjögur pör frá þessu kvöldi sem
ætla að hittast aftur, samkvæmt
upplýsingum frá
hradstefnumot.is.)
- snaeja@dv.is
Áhuga á að kynna þér málið?
Kíkið á heimasiður hinna tveggja
fyrirtækja á Islandi sem bjóða upp á
stefnumót á methraða:
www.hradstefnumot.is og
www.speeddater.is
i
TrT