Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 28.JÚNI2003 DV HELGARBLAÐ 25 DV-myndir Pjetur Freysteinn Gíslason, kokkur á Sólon, leggur hér síðustu hönd á kjúklingaspjót á svepparisotto. Risottoið er sett á pönnu smástund meðrjóma.Gaman er að elda risotto og drekka gott vín með. Salat með kjúklingastrimlum er einn af þessum léttu og Ijúffengu sumarréttum. Kjúklingaréttir eru mjög vinsælir á Sólon en þar er einnig lögð áhersla á fiskrétti. Carmen frá Chile og Pasqua frá íta I í u Er val Heiðars Birnirs Kristjánssonar hjá RJC fASQi/A Vmtm * CANTJNfc SPA VFRONA - JTAUA 3,000 Mie 12%vol Nú um hásumarið er fólk frekar á léttum nótum í víni og mat, ekki síst þegar veðrið leikur við mann- skapinn. Matreiðslan hér til hliðar er einmitt á afar léttum nótum og það var Heiðari Birnir Kristjánssyni hjá Rolf Johansen & Co. einkar ljúft að finna til ljúffeng vín með þess- um krásum. Hann leitaði fanga í Chile og á Ítalíu, hjá gamalgrónum vfnfyrirtækjum. Carmen er eitt af elstu vínfyrir- tækjum Chile, stofnað árið 1850. Á áttunda áratug síðustu aldar var farið að flytja þessi vín á alþjóða- markað en fram að því höfðu þau eingöngu verið fáanleg í Chile. Car- men var einmitt eitt af fyrstu vínum Chile sem fóru um heiminn þegar „nýjaheimsbyltingin" varð í vín- heiminum. Víngerðin er við rætur Andesfjalla, á einum fegursta stað landsins. Þar hafa ný tækni og gamlar hefðir gert Vina Carmen að einum framsæknasta vínframleið- anda Chile. Carmen Chardonnay einkennist af ferskum ávexti og góðri fyllingu. Eikin er undirliggj- andi en ekki of áberandi. Þetta vín tónar vel við fylling- una í kjúklingabringunum, sérstaklega skinkuna og tómatana. Carmen Chardonnay kostar 1090 krónur í ÁTVR. fslendingar þekkja Pasqua-vínin vel því til fjölda ára hafa Merlot og Pinot Grigio í, 1,5 lítra flöskum verið ein af mest seldu vínunum hjá ÁTVR. Þetta fyrirtæki framleiðir vín víða á ítal- íu en einna helst norðar- lega eins og í Soave og Valpolicella. Pasqua - Vigneti e Cantine er rót- gróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1925, og er nú stjórnað af sonum upphafsmannana. Pasqua Chardonnay (3 1 kassavín) er ferskt og gott vín með mjúkum ávexti og passar vel við salatið og dressinguna. Pasqua Chardonnay fæst í ÁTVR og kostar 3 1 kassi 3.160 krónur. Risotto er norðurítalskur matur sem bæði er gaman að elda og ekki síður að njóta, sérstaklega með góðu víni. Þar kemur Al- legrini Valpolicella Classico inn í myndina. Allegrini Valpolicella er frá einum besta og virtasta vínframleiðandanum í Veneto á Ítalíu. Vínin frá Al- legrini hafa fengið frábæra dóma undanfarin ár og þótt með þeim bestu sem koma frá Veneto-héraðinu. Valpolicella frá Allegrini er úr þremur þrúgum, Corvina, Rondinella og Molinara, allt klassískum ftölskum þrúg- um. Allegrini Valpolicella er ávaxtaríkt og ferskt, með góðri fyllingu, vel uppbyggt með góðu jafhvægi á milli ávaxtar og sýru. Betra er að drekka það örlítið kælt, við 14-16 gráður. Allegrini Valpolicella fæst í ÁTVR og kostar flaskan 1350 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.