Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 25
LAUGARDAGUR 28.JÚNI2003 DV HELGARBLAÐ 25 DV-myndir Pjetur Freysteinn Gíslason, kokkur á Sólon, leggur hér síðustu hönd á kjúklingaspjót á svepparisotto. Risottoið er sett á pönnu smástund meðrjóma.Gaman er að elda risotto og drekka gott vín með. Salat með kjúklingastrimlum er einn af þessum léttu og Ijúffengu sumarréttum. Kjúklingaréttir eru mjög vinsælir á Sólon en þar er einnig lögð áhersla á fiskrétti. Carmen frá Chile og Pasqua frá íta I í u Er val Heiðars Birnirs Kristjánssonar hjá RJC fASQi/A Vmtm * CANTJNfc SPA VFRONA - JTAUA 3,000 Mie 12%vol Nú um hásumarið er fólk frekar á léttum nótum í víni og mat, ekki síst þegar veðrið leikur við mann- skapinn. Matreiðslan hér til hliðar er einmitt á afar léttum nótum og það var Heiðari Birnir Kristjánssyni hjá Rolf Johansen & Co. einkar ljúft að finna til ljúffeng vín með þess- um krásum. Hann leitaði fanga í Chile og á Ítalíu, hjá gamalgrónum vfnfyrirtækjum. Carmen er eitt af elstu vínfyrir- tækjum Chile, stofnað árið 1850. Á áttunda áratug síðustu aldar var farið að flytja þessi vín á alþjóða- markað en fram að því höfðu þau eingöngu verið fáanleg í Chile. Car- men var einmitt eitt af fyrstu vínum Chile sem fóru um heiminn þegar „nýjaheimsbyltingin" varð í vín- heiminum. Víngerðin er við rætur Andesfjalla, á einum fegursta stað landsins. Þar hafa ný tækni og gamlar hefðir gert Vina Carmen að einum framsæknasta vínframleið- anda Chile. Carmen Chardonnay einkennist af ferskum ávexti og góðri fyllingu. Eikin er undirliggj- andi en ekki of áberandi. Þetta vín tónar vel við fylling- una í kjúklingabringunum, sérstaklega skinkuna og tómatana. Carmen Chardonnay kostar 1090 krónur í ÁTVR. fslendingar þekkja Pasqua-vínin vel því til fjölda ára hafa Merlot og Pinot Grigio í, 1,5 lítra flöskum verið ein af mest seldu vínunum hjá ÁTVR. Þetta fyrirtæki framleiðir vín víða á ítal- íu en einna helst norðar- lega eins og í Soave og Valpolicella. Pasqua - Vigneti e Cantine er rót- gróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1925, og er nú stjórnað af sonum upphafsmannana. Pasqua Chardonnay (3 1 kassavín) er ferskt og gott vín með mjúkum ávexti og passar vel við salatið og dressinguna. Pasqua Chardonnay fæst í ÁTVR og kostar 3 1 kassi 3.160 krónur. Risotto er norðurítalskur matur sem bæði er gaman að elda og ekki síður að njóta, sérstaklega með góðu víni. Þar kemur Al- legrini Valpolicella Classico inn í myndina. Allegrini Valpolicella er frá einum besta og virtasta vínframleiðandanum í Veneto á Ítalíu. Vínin frá Al- legrini hafa fengið frábæra dóma undanfarin ár og þótt með þeim bestu sem koma frá Veneto-héraðinu. Valpolicella frá Allegrini er úr þremur þrúgum, Corvina, Rondinella og Molinara, allt klassískum ftölskum þrúg- um. Allegrini Valpolicella er ávaxtaríkt og ferskt, með góðri fyllingu, vel uppbyggt með góðu jafhvægi á milli ávaxtar og sýru. Betra er að drekka það örlítið kælt, við 14-16 gráður. Allegrini Valpolicella fæst í ÁTVR og kostar flaskan 1350 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.