Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 16
76 DVHELGARBLAÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ2003 DvHelgarblað Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Snæfríður Ingadóttir Netfang: polli@dv.is - snaeja@dv.is Sími: 550 5808 Atvinnu- hermaðurinn Guðsteinn Sævarsson hefur verið í rúm 10 ár í frönsku útlendinga- hersveitinni. Hann segirfrá reynslu sinni í bardögum og friðargæslu. 10 þúsund eyrnapinnar Rósa Sigrún Jónsdóttir saumaði saman 10 þúsund eyrnapinna og bjó til listaverk sem hún sýnirfyrir hönd íslands í Svíþjóð. Fetað um Fimmvörðuháls Blaðamaður DV gekk með Útivist yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessu og tók púlsinn á þreytunni, söngnum og gleðinni. Bls. 26 Bls. 29 Bls. 19 Enginn erverri þótt hann hnerri Flnerrinn er, ásamt til dæmis geispan- um, eitt af þeim líkamlegu fyrirbrigð- um sem maðurinn hefur litla sem enga stjórn á. Þegar þörfin gerir vart við sig er lítið annað að gera en að láta undan henni. Það er jú hægt að stoppa hvort tveggja - halda aftur af sér - en yfirleitt er afleiðing þess einhver ónotatilfinn- ing, líkamleg eða andleg, eins og lík- amanum hafi verið freklega neitað um eitthvað sem honum var nauðsynlegt. Það er enda ekki fjarri lagi, að minnsta kosti þegar um er að ræða hnerra. Eins og flestir vita hnerrar fólk þegar það kitlar í nefið eða fmnur fyrir einhvers konar ertingu eða pirringi þar um slóðir. Hnerrinn er leið líkamans til að reyna að losna við ert- inguna, eða það sem henni veldur, út úr nef- inu. Áreitið getur verið af ýmsum toga, til dæmis veirusýkingar í öndunarfærum, agnir sem valda ofnæmisviðbrögðum, reykur, mengun, ilmvötn, krydd og kalt loft. Ryk og aðrar agnir úr feldi dýra og blómafrjókom eru algeng ástæða hnerra þegar fólk er með ofnæmi fyrir slíku. Það sem gerist við hnerra er í stuttu máli þetta: Sérstök stöð heilans fær skilaboð um ert- ingu innan i nefinu. Heilinn sendir svo aftur skilaboð til allra vöðvanna sem þurfa að vinna saman svo hnerrinn geti orðið. Vöðvar sem taka þátt i að búa til hnerrann eru magavöðvamir, brjóstvöðvamir, þindin, vöðvar sem stýra raddböndunum og vöðvarn- ir í aftanverðum hálsinum auk vöðvanna sem stjóma augnlokunum. Hinir síðastnefndu skila kannski ekki miklu af ógnarkrafti hnerrans en án þeirra gerðist einfaldlega ekki neitt því það er staðreynd að maðurinn getur ekki hnerrað með augun opin. Hnerrinn verð- ur þvi ekki nema „augnlokavöðvarnir" dragi fyrir í tæka tíð og augun lokist í þá örskots- stund sem hnerrinn varir. Hin sérstaka stöð heilans - sem kalla mætti „hnerrastöðina - sér um að láta vöðvana vinna saman i réttri röð þannig að það sem ertingunni veldur þeytist út úr nefinu. Kraft- urinn er ekki sparaður því hraði agna sem frussast út úr vitum manns við hnerra hefur mælst upp undir 160 kílómetrar á klukku- stund. Hnerrað við sólinni Um það bil einn af hveijum fimm til einn af hverjum fiórum, 20 til 25 prósent fólks, hnerr- ar þegar það horfir í bjart ljós. Á ensku er þetta kallað photic sneeze reflex. Eiginleikinn er erfðafræðilegur. Enda þótt fólk hafi eigin- leikann ekki i blóðinu hnerra margir þegar þeir lenda skyndilega í björtu ljósi. Flestir hafa væntanlega kynnst hinni mjög svo óþægilegu tilfinningu sem fylgir því að hafa búist við hnerra, jafnvel farið gegnum öll „for- stig“ hans nema hvaö svo lætur hnerrinn á sér standa á síðustu stundu. Eitt ráð til að reyna að koma í veg fyrir þetta er að horfa snöggt í bjartan ljósgjafa, þó ekki sólina ef við- komandi vill halda óskertri sjón. Það gæti los- að um stífluna. Dæmigerðar aðstæður þar sem „ljósnæmur hnerri" gæti átt sér stað er þegar gengið er út úr kvikmyndahúsi út í sólarljós. Innan tveggja til 15 sekúndna er líklegt að fólk sem hefur þennan eiginleika hnerri einu sinni til tvisvar. Fieiri hvítir menn en þeldökkir og asískir eru næmir fyrir ljósi á þennan hátt en það er jafnáberandi meðal kvenna og karla. Sumir geta haft stjóm á viðbrögðunum, eink- um vegna þess að þeir búast við hnerranum. Rannsakað hefur verið hvort máli skipti hver bylgjulengd ljóssins er en enginn munur reyndist þama á milli. Hægt er að koma í veg fyrir hnerra vegna ljósnæmi með því að nota sólgleraugu. Þeir sem hafa þennan eiginleika gera sér oft ekki grein fyrir honum og halda að allir hnerri undan skæru Ijósi en hinir sem gera það ekki koma yfirleitt af fiöllum þegar þeir era spurðir um þetta og eiga erfitt með að trúa á fyrirbærið. Tvær kenningar era einkum uppi um hvað veldur hnerra vegna ljóss. Önnur er sú að hann verði vegna samspils sjóntauga og kjama þrenndartaugarinnar svokölluðu í miöheilanum. Þrenndar- eða þríburataugin er heilataug sem liggur til andlitsins og greinist í þrjár kvíslar. Önnur kvísl þrenndartaugar- innar sér nefslímhúðinni fyrir skyntaugum. Talið er að taugaboð sem fara upp sjóntaugina af völdum hins skyndilega bjarta ljóss valdi einhvers konar dóminó-viðbrögðum, þannig að boð fara niður þrenndartaugina, sem aftur virka sem erting i nefi og hnerri hlýst af. Samkvæmt hinni kenningunni er talið að þegar augun pirast í skyndilegri skærri birtu herpist tárasekkimir saman þannig að tár renni niður táragöngin inn í nefholið, valdi ertingu þar og hnerra í kjölfarið. fín@dv.is Þýtt og endursagt af www.urbanlegends.com og www.kidshealth.org. Hnerra-perrar Enska orðið fetish þýðir í stuttu máli að eitthvað hafi kynörvandi áhrif á fólk. ís- lenska orðið yfir þetta er blæti sem verður að teljast misheppnuð orða- smíð og verður hér því notast við enska orðið. Eitthvert einkennilegasta fetish sem um getur, jafnvel á Netinu, þeim suðupotti mannlegrar fjöl- breytni, er hnerra-fetishið. Fræðast má nánar um hnerra-fetish á sér- stakri heimasíðu, www.sneezefetish.org, sem haldið er úti til kynningar á fetishinu og í fjöl- mörgum ítarlegum netdagbókum sem „hnerra-perrar" halda. Tekið skal fram að með þessari nafngift er engan veginn gefið í skyn að hér sé um eitthvað vafasamt að ræða. Þvert á móti virðist þetta mjög meinlaust og saklaust og síðurnar bera þess merki að hnerra-perrarnir séu ofúrvenjulegt fólk sem skammast sín ekkert fyrir hneigðina og hafi af henni lúmskt gaman. Enda er ekkert að því að vera nettur perri í sjálfu sér á meðan ekki er um að ræða hneigð sem kemur á einhvern hátt niður á öðrum. Á síðunni www.sneezetetish.org er hnerra- fetish skilgreint svo, í lauslegri þýðingu: „Hnerra-perri [aftur, þetta er íslenskun rímelskandi blaðamanns) er sá sem örvast kynferðislega við hnerra (stundum annarra manna hnerra, stundum eigin hnerra). Örvunin getur hlotist af því að sjá hnerra,. heyra hnerra eða einungis af tilhugsuninni um hnerra. Allt frá kynhneigð til aðstæðna hverju sinni skiptir máli og hver hnerra-perri sér hlutina sínum augum." Á þessari síðu má einnig finna tengla á íjöl- margar síður þar sem hnerra-perrar segja ít- arlega og hreinskilið frá fetishinu og greina það niður í smæstu smáatriði. Hér er engan veginn um einhvers konar klám að ræða heldur einlæga en óneitanlega nokkuð sér- stæða umræðu um þetta efni. Að sjálfsögðu má svo finna á stöku stað .wav-skrár þar sem heyra má hnerra af öllum stærðum og gerð- um. Flestir virðast hnerraperrarnir eiga það sameiginlegt að hafa uppgötvað þessa hneigð snemma á ævinni og mörgum finnst afar óþægilegt að hnerra fyrir framan aðra - enda svo sem skiljanlegt ef tekið er með í reikninginn hversu erótískt fyrirbæri hnerr- inn er fyrir þá. Á einni heimasíðunni, bondi.beastlet.com, kemur fram að um 600 manns hafi skráð sig í hin og þessi netsamfélög hnerra-perra hvar sem er í heiminum. Þar er enn fremur reynt að útskýra hvað sé svona kynþokkafullt við hnerrann sem flestir aðrir upplifa sem mjög hversdagslegt og jafnvel ógeðslegt fyrirbæri. Það er mjög mismunandi meðal hnerra- perra hvað heillar þá við hnerrann. Fyrir suma er það hversu berskjaldað fólk sé með- an það hnerrar. Að hnerra séu ósjálfráð við- brögð sem fólk eigi erfitt með að hafa stjórn á og það sé nokkuð sem gildi um alla, óháð styrk, völdum eða þjóðfélagsstöðu. Sumum flnnst líka gaman að sjá fólk sem alla jafna er mjög rólegt og yfirvegað missa stjórnina augnablik í ofsafengnum hnerra. Þetta er skylt hvað öðru. Mörgum hnerra-perrum finnst hins vegar umhyggjuhlið hnerrans mest heillandi - fyrir þeim felur hann það í sér að hugsa um einhvern sem á bágt, er með kvef eða flensu. Enn aðrir hafa svo iíkt hnerr- anum við fullnægingu og þá er tengingin nú einföld. Það er enda lífseig flökkusaga að hnerri sé „7 eða 10 prósent fúllnæging" en fyrir utan það að hvort tveggja er ósjálfráð viðbrögð líkamans og ekki hægt að stöðva þau þegar vissu stigi er náð verður ekki sagt að um sama fyrirbærið sé að ræða. fin@dv.is 'mmmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.