Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 26
26 ÚV HÉLúAfWL/W LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 íslendingurinn Guðsteinn Sævarsson fór 22 ára til Frakklands og gekk í frönsku út- lendingahersveitina og hefur verið þar í rúm 10 ár og er orðinn liðþjálfi. Hann tal- ar við DV um ímyndina, ástæðurnar og hvað það sé erfitt að drepa mann. Það eru fáar hersveitir í heiminum sem eru sveipaðar eins mikilli dulúð og leyndardómi og Franska útlendingahersveitin. Þangað fóru þeir sem vildu flýja fortíð sfna, láta sig hverfa og verða hluti af illvígustu sveitum málaliða í heiminum en í sveitinni er hermönnum gefið nýtt nafn. Ekki er tekið við þeim sem hafa framið alvarlega glæpi eins og morð eða nauðgun en önnur afbrot lætur sveitin sér í léttu rúmi liggja. í bókum Svens Hassels um ævintýri þýskra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, sem nutu mikilla vinsælda á íslandi árum saman, var sagt frá hópi hermanna. Einn þeirra var Litli legjónarinn sem var örkumlaður eftir dvöl sína í frönsku útlendingahersveitinni. Hann var harðsvíraður drápari sem sat við varðeldinn á kvöldin, brýndi rýting sinn og raulaði: Kæri dauði, komdu fljótt. Annar skrautiegur persónuleiki var Porta sem lék á flautu og píanó og átti ketthng sem hét Jósep Stalín. í bókum eins og Hersveit hinna fordæmdu og Dauðinn á skriðbeltum lásu heilar kyn- slóðir íslenskra ungmenna um afrek þessara snillinga. Guðsteinn Oddur Sævarsson er 33 ára fs- lendingur sem hefúr verið hermaður í frönsku údendingahersveitinni í tíu og hálft ár og gegnir nú stöðu liðþjálfa í sveitinni. Hann er í fallhlífardeild og sérgrein hans er það sem er kallað „urban warfare" eða bardagar í þétt- býli. FallhlífardeUdin sem sveit hans tilheyrir hefur bækistöð í Calvi á eynni Korsíku og það- an eru hermennirnir sendir um allan heim, ýmist til friðargæslu í löndum eins og Serbíu og Króatíu eða til ýmissa Afríkulanda. Guð- steinn hefur komið til allra heimsálfa nema einnar og dvalist Iangdvölum f skógum Suð- ur-Ameríku, barist við uppreisnarmenn í Kongó, á Fílabeinsströndinni, í Kosovo og tekið þátt í slíkum verkefnum í fleiri löndum en tölu verður á komið. Hann er meðalmaður á hæð, með harð- neskjulegt, skarpleitt andlit, varkárt augnaráð og stór eyru. Þegar maður tekur í höndina á honum og sér hann hreyfa sig fær maður á til- finninguna að hann sé bara bein og sinar. Guðsteinn fór frá íslandi 22 ára, staðráðinn í að verða hermaður. Hann vildi fara alla leið og þótt fslendingar hafi gegnt herþjónustu á Norðurlöndum fannst Guðsteini sjálfsagt að fara alla leið á toppinn sem honum fannst vera Franska útlendingahersveitin og flaug til Frakklands og sótti um inngöngu og komst inn. „Ég las líka Sven Hassel þegar ég var krakki og sjálfsagt hefur Litli legjónarinn verið það fyrsta sem ég sá um útlendingahersveitina. Mér fannst hann flottur karakter. Hann hafði verið geltur sem ég hef sloppið við," segir Guðsteinn. „Það ganga margir strákar með þetta í mag- anum en hérna heima er Landhelgisgæslan eini kosturinn. Ég vildi bara gera þetta með stæl." Fann mig strax í þessu Það er aðeins hægt að ganga í sveitina í Frakklandi og þangað flaug Guðsteinn án þess að tala stakt orð í frönsku sem er málið sem þjálfunin fer fram á. Hann hafði ekkert stundað íþróttir nema fótbolta og svolítið hlaup. „Mottó sveitarinnar er að ef maður vill þá getur maður. Það sannaðist á mér í inntöku- prófinu." Síðan tók við grunnþjálfun í íjóra mánuði þar sem áhersla er lögð á frönskunám og lík- amsþjálfun. Síðan tekur við framhaldsþjálfun sem Iýkur aldrei. Ég fann mig strax í þessu. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem vinnu en þetta er auðvitað lífsstíll sem ég kann mjög vel við. Maður verð- ur að gefa sig í þetta 150%. Auðvitað koma dagar þegar maður spyr sig: hvern djöfulinn er ég að gera hérna? en það er ekki auðvelt að komast út úr þessu." - Það er ágætlega borgað að vera í hersveit- inni en í dag fá nýliðar 1000 evrur á mánuði en þegar þeir fara í leiðangra til útlanda þre- faldast launin. Guðsteinn segir að þetta sé reyndar einn best launaði her f heimi. Her- stöðin á Korsíku er heimili hans þar sem hann deilir herbergi með sex öðrum og á einn skáp sem er tveggja metra breiður og það er allt og sumt. „Það er enn ágætur agi f sveitinni en við höfum samt linast aðeins síðan ég gekk í hana." - Þetta hljómar skuggalega í ljósi þess að grunnþjálfun lýkur með 160 kílómetra göngu undir fullum vopnum og búnaði. Það þarf að hlaupa átta kílómetra með 11 kílóa bakpoka á minna en klukkustund og hlaupa 100 metra með 40 kílóa sandpoka í fanginu. Helst á skemmri tíma en 20 sekúndum. Guðsteinn er með lægstu gráðu undirfor- ingja sem þýðir að hann stjórnar lítilli sveit manna á vettvangi og tekur því minni þátt í bardögum en áður en sveitirnar eru nú orðið aðeins við friðargæslu og forðast fyrir vikið bardaga en lenda oft milli tveggja elda þegar verið er í Afríku að fást við uppreisnarmenn eða borgarastyrjaldir. Stórt hlutverk sveitar- innar er að vera tilbúin að bjarga Evrópu- mönnum út úr landinu ef til átaka kemur. „Við stóðum á brú í Kosovo fjóra og hálfan mánuð og vörðum hana fyrir stríðandi fylk- ingum. Það var kastað t' okkur grjóti og sví- virðingum sem við skildum sem betur fer ekki." Börn með Kalasnikov - Fyrr á 20. öld var franska údendingaher- sveitin sveit málaliða og þeir eru enn málalið- ar í hefðbundnum skilningi þess orðs en þeir heyra undir frönsku ríkisstjórnina. „Það má segja að við gerum það sem bandarísk yfirvöld vilja ekki gera. Þeir fara inn og sprengja allt upp en síðan koma evrópskar hersveitir og annast friðargæslu og það er okkar hlutverk í dag. Afríka er svo leikvöllur okkar þar sem við fáumst við verkefni sem eru pólitískt flóknari og erfiðari. Við vorum á Fílabeinsströndinni síðast og það var eitt það versta sem sveitin hefur lent í síðan í Chad um 1980. Við vorum undir stöðugum árásum sem við máttum varla svara og vorum sendir algerlega tómhentir inn og þurftum að grafa skotgrafir með höndunum. Við stöndum alltaf f miðj- unni og það gerðum við þarna líka. Þama stóðum við andspænis kornungum drengjum og stúlkum með Kalasnikov-riffla, útúrmgl- uðum, sem vom að myrða heilu þorpin. Þama kostar Kalasnikov-riffill 1000 krónur ís- lenskar. Þeir eiga ekkert að éta en þeir eiga nóg af vopnum. Það vom framin ijöldamorð nánast fyrir framan okkur en pólitískt var ástandið þannig að við máttum alls ekki grípa inn í. Við vörð- um okkur þegar á okkur var ráðist og vörðum ákveðnar línur. Sókn er besta vömin en við ATVINNUHEPMAÐUR: Guðsteinn Oddur Sævarsson er 33 ára ístendingur sem hefur verið í frönsku útlend- íngahersveitlnni í tíu og hélft ár. Hann er fallhlífarher- maður með gráðu liðþjálfa og sérhæfður í „urban warfare" sem er bardagi í þéttbýii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.