Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 24
24 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 28.JÚNÍ2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir,gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Kjúklingar Kjúklingur er ungur hænsfugl en hænsnfuglar eru afkomendur fugls af fasanaætt sem upp- runnin er í Austurlöndum fjær fyrir þúsundum ára. Slíkir fuglar voru ræktaðir bæði vegna kjötsins og eggjanna, rétt eins og við notum hænurnar nú. Fyrstu heimildir um hænsnarækt í Evrópu eru frá fimmtu öld fyrir Krist, og þá í Grikklandi. Hér á landi voru hænsni lengst af haldin vegna eggjanna en lítið borðað af kjötinu. Fyrsta uppskrift sem vitað er um af kjúklingi er frá 1800. Hún hét Hænsn-unga-steik fyrir fyrirfólk og birtist í Einföldu mat- reiðslukveri fyrir heldri manna húsfreyjur. Það segir sína sögu enda voru kjúklingar ekki al- gengir á borðum almennings fyrr en á seinustu áratugum síðustu aldar en eru nú orðnir meðal vinsælustu matartegunda. Kjúklingar eru nú til dags ræktaðir innanhúss, í búrum og á sérstöku fæði sem ræður talsvert bragðinu af kjötinu. Oftast eru þeir um eitt kíló að þyngd. Um þessar mundir er kjúklingur á afar hagstæðu verði í verslunum. Kjúklingaveisla að hætti Freysteins Gíslasonar á Sóloni Salat með kjúklingastrimlum „Það er sjálfsagt að hafa matreiðslu á létt- um nótum yfir sumarið. Kjúklingur hefur aldrei verið vinsælli og það er hægt að elda óendanlega fjölbreytta rétti úr honum. Við hérna á Sóloni erum með marga létta kjúklingarétti en við leggjum aðaláherslu á kjúkling og fisk. Og þessir réttir eru mjög vin- sælir," sagði Freysteinn Gíslason, mat- reiðslumaður á Kaffi Sólon, þegar hann var að gera þrjá létta kjúklingarétti fyrir Helgar- blað DV, sannkallaða sumarrétti. Freysteinn sagðist taka skinnið af í öllum uppskriftunum sem hér fara á eftir en þar er að finna nánast einu fituna á kjúklingnum. Réttirnir eru því ekki að- eins léttir heldur líka hollir. Salat 1 haus eikarlaufssalat 1 haus jöklasalat (iceberg) 1 haus „roman" salat 1/2 gúrka (taka kjarna úr) 10 kirsuberjatómatar 1 rauðlaukur 1 bolli fetaostur 1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar Salatsósa 2 msk. ólífuolía 4 msk. sojaolía 2 msk. hvítvínsedik 2 msk. hunang 1 msk. dijon sinnep 1 msk. engifer skvetta af sítrónusafa Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman. Allt skorið niður og blandað saman. Smávegis af nachos bætt við og sósunni blandað saman við. Takið síðan kjúkling (2 bringur) og skerið í strimla, steikið á pönnu. Gott er að setja dálít- inn hvítlauk, hunang og barbeque saman við. Skammtið salat á diska og setjið kjúkling- inn ofan á. Fylltar kjúklinga- bringur 50 g pekanhnetur 50 g rjómaostur 2 hvítlauksrif 5 sneiðar af parmaskinku 70 g af sólþurrkuðum tómötum Setjið allt saman í matvinnslu- vél og maukið létt. Skerið vasa í kjúklingabringuna og fyllið hann. Setjið á bökunarplötu og kryddið með salti og pipar og ögn af papriku. Setjið ioks smá smjörklípu ofan á og steikið í ofni í um það bil 20 mín. við 180 gráður. Gott er að bera fylltu bringurnar fram með steiktu græn- meti, lime-myntu-sósu (limesafa og myntu blandað saman) og salati. Svepparisotto með kjúklingaspjótum Takið kjúkling og skerið í bita eða strimla. Setjið á tein með grænmeti. Takið barbeque- * sósu og teriaki-sósu og blandið saman. Bætið við smávegis karríi, negul og oregano. Látið kjöt- spjótin liggja í blöndunni í nokkra tíma og grillið svo. Takið risottogrjón og setjið í pott ásamt fínt söxuðum lauk, kjúklingcíkrafti, sveppum, 1/2 bolla ólífuolíu og 50 g af smjöri. Sjóðið létt. Takið og sigtið. Hitið pönnu og steikið meira af sveppum, bragðbætið með portvíni og kryddið með salti og pipar. Setjið þá dálít- inn rjóma út á pönnuna og bætið hrísgrjóna- blöndunni við. Setjið á disk og kjúklinga- spjótið yfir. Gott er að setja svolítið pestó, furuhnetur og parmesanost yfir. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.