Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR28. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 43
Rachel sækirum
skilnaðfrá Rod
Nýsjálenska ofurfyrirsætan og
ljóskan Rachel Hunter hefur loks
sótt um lögskilnað frá eiginmanni
sínum, hrukkupopparanum með
gaddavírsröddina, sjálfum Rod
Stewart. Þau hafa verið skilin að
borði og sæng í fjögur ár og hafa á
þeim tíma átt í ótal ástarævintýrum
með öðrum.
Hunter, sem er ekki nema 33 ára,
sagði í skilnaðarumsókninni, sem
hún lagði fram í Los Angeles, að
ósættanlegur ágreiningur væri með
þeim Rod um allt og alla. Eða svo
gott sem. Rod og Rachel gengu í
hjónaband fyrir þrettán árum. Hún
var tvítug en hann 45 ára. Þau eiga
tvö ung böm sem Rod er ákaflega
hændur að.
ÆVIN7ÝRALEG
TÍSKA
SVONA
ERUÞAU
Mioill lýsir
Dorrit, Davíö,
Björfcog
Björgólfi Thor
EKKI
BARAÍ
'
TTUR
TRÚARINNAR
Kyniíf á
nystáriegum
stöðum
bækur - matur - anyrtmg - stjörnuspá - piátlar - föt
Nýtt Líf
FYRIR KROFUHARÐAR KONUR
Monica lítt
hrifin afgrindhoruðum
Italska leikkonan Monica
Bellucci, sem um þessar mundir
gerir garðinn frægan í framhalds-
myndinni um Matrix, vandar am-
erískum stallsystrum sínum ekki
kveðjurnar. Hún segir hreint út að
þær þori ekki að vera bara „venju-
legar konur“, auk þess sem þær séu
margar hverjar alveg grindhoraðar.
„Allt of margar bandarískar kvik-
myndaleikkonur og fyrirsætur líta
út eins og börn. Þær halda kannski
að karlmenn kjósi heldur þá gerð
kvenna sem hugsanlega höfðar til
verndarhvatar þeirra," segir Mon-
ica í viðtali við vefmiðil sem fjallar
um kvikmyndir og efni þeim tengt.
Sjálf er Monica kona með alvöru-
kúrfur og hvelfdan barm og er stolt
af.
„Ég hef aldrei verið hrædd við að
vera alvörukona. Það kann að
hljóma gamaldags en ég held jú að
karlmenn vilji frekar konur með
línur. Þeir eru ekki hrifnir af skinni
og beinum. í Bandaríkjunum getur
karlmaður sagt við konu að hún sé
falleg. Enda þótt konan hafi gengist
undir fjölda fegrunaraðgerða,
stundi líkamsrækt í tvo tíma á dag
og eyði of fjár í föt verður hún
áreiðanlega móðguð af því að
henni finnst karlmaðurinn koma
fram við sig eins og kjötstykki," seg-
ir hin 34 ára gamla Monica sem
hefur aldrei látið lappa upp á neitt
á fögrum kroppi sínum.
„Eg stunda ekki líkamsrækt og
myndi aldrei fara í fegrunaraðgerð.
En mér finnst gaman þegar mér eru
slegnir gullhamrar,“ segir Monica
sem er hrifin af séntilmönnum.
-
Drew kastaðist
út úr bíl á ferð
Hollywood-leikkonan Drew
Barrymore hafði svo sannarlega
heppnina með sér þegar hún
kastaðist út úr bíl á 65 kílómetra
hraða við upptökur á framhalds-
myndinnni um englana hans Kalla.
„Sætísbeltið losnaði og ég kastað-
ist út úr bflnum. Ég slasaðist en sem
betur fer fór allt vel að lokum," sagði
Drew í viðtali við ameríska þátta-
stjómandann Jay Leno.
Verið var að taka upp bflaeltínga-
leik þegar óhappið varð. En þetta var
ekki eina óhappið sem Drew varð
fyrir við upptökumar því skömmu
síðar meiddi hún sig illa í rófubein-
inu þegar henni var kastað á stól.
Önnur leikkona í myndinni, Lucy
Liu, varð svo fyrir því óláni að eldur
kviknaði í buxunum hennar.
SUMARBLAÐ MEÐ EFNI VIÐ ALLRA HÆFI
Jafnskemmtilegt
í bústaðnum, á ströndinni og uppi í sófa!
EIGINKONUR
ÁTRÚNAÐARGOÐA
Hvernig er að eiga mann sem
(kven)þjóðin dýrkar og dáir?
NAMM, NAMM
Spennandi réttir
að hætti hinnar
„islensku Nigellu".
UZZLÉTUNDAN: Bandaríska djasssöngkonan Lizz Wright lét undan óskum sjónvarpsleik-
arans fræga, Bills Cosbys, og söng aukalag á fyrsta degi Playboy-djasshátíðarinnar í Los
Angeles um helgina. Cosby var kynnir og veislustjóri. Hátíðin í ár er sú 25. sem haldin hef-
ur verið undir merkjum karlaritsins vinsæla.
MÓÐURMISSIR
Viðtöl við þrjár konur
sem allar misstu
mæður sínar á
unglingsaldri.
EKKI BARA
í RÚMINU