Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉmiR LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003
Útlðnd
fflmmufmmpma&ktim
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is / erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Færeyjar nær sjálfstæði
FÆREYJAR: Færeyingar færðust
enn einu skrefinu nær sjálf-
stæði þegar þeir Anfinn Kalls-
berg, lögmaður Færeyja, og
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur,
skrifuðu á fimmtudag undjr
samkomulag um yfirtöku Fær-
eyinga á eigin málefnum.
Samkomulagið gerir ráð fyrir
að frá og með næsta sumri geti
Færeyingar fengið að ráða öll-
um eigin málefnum nema þeim
sem snerta sjálfstæði eyjanna,
utanríkis- og öryggismálin og
hverjir geti gerst ríkisborgarar.
„Þetta er gott og skynsamlegt
samkomulag sem er til komið
að frumkvæði Færeyinga,"
sagði Anfinn Kallsberg þegar
hann lýsti yfir ánægju sinni
með það.
Vígreifur enn
SUÐUR-AFR(KA: Nelson Mand-
ela, fyrrum forseti Suður-Afríku,
gagnrýndi Bush Bandaríkjafor-
seta enn í gær vegna fraks-
stríðsins og lét að því liggja að
hann myndi ekki vilja hitta
Bush þegar hann kæmi í fyrstu
heimsókn sína til Afríku í næsta
mánuði. Mandela hefur sagt að
það hafi verið rangt að fara í
stríð án samþykkis SÞ.
Herskáir Palestínumenn fallast á vopnahlé:
ísraelar eru
tortryggnir
ísraelskir ráðamenn tóku yfir-
lýsingu palestínsku harðlínu-
samtakanna Hamas um
vopnahlé með nokkurri tor-
tryggni í gær. Háttsettur heim-
ildarmaður Reuters fréttastof-
unnar innan ísraelsku ríkis-
stjórnarinnar sagði að vopna-
hléssamkomulag, sem hreyf-
ingin skrifaði undir, „væri ekki
pappírsins virði."
Hamas lýstu því yfir í gær að
ákveðið hefði verið að láta af öllum
árásum á ísraela. Talið er að yfirlýs-
ingin geti orðið til að auka líkurnar
á að svokallaður Vegvísir að friði,
sem nýtur stuðnings stórveldanna,
nái fram að ganga.
„Hamas hafa grannskoðað þróun
mála og komist að þeirri niðurstöðu
að boða eigi vopnahlé eða afnám
aðgerða," sagði Ahmed Yassin sjeik,
einn stofnenda Hamas, í samtali við
fréttamann Reuters.
Síðdegis í gær bárust
svo fregnir afþví að
ísraelar og Palestínu-
menn hefðu komist að
samkomulagi um brott-
flutning ísraelskra her-
manna frá Gaza.
Síðdegis í gær bárust svo fregnir
af því að ísraelar og Palestínumenn
UTBOÐ
F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í
Sævarhöfða - bergskering.
Verkið felst einkum í að lagfæra um 250 m hamravegg við
Sævarhöfða gegnt Björgun.
Helstu magntölur eru:
Gröftur og fjarlæging á jarðvegi: 1.600 m3
Losun, gröftur og fjarlæging á klöpp: 4.600 m3
Bergboltar: 150 stk
Girðing: 300 m
Ásprautun: 140 m3
Drenholur: 100 stk
Verkinu skal lokið fyrir 1. október 2003.
Útboðsgögn verða seld á kr. 5000 á skrifstofu okkar, frá og með 1.
júlí 2003.
Opnun tilboða: 10. júlí 2003, kl. 14.00, á sama stað.
GAT85/3
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í
sökkla, grunnplötu og jarðvegsskipti á lóð fyrir nýjan leikskóla við
Kléberg á Kjalarnesi.
Helstu magntölur eru:
Gröftur: 10.000 m3
Fylling: 7.700 m3
Mót: 450 m2
Bendistál: 10.500 kg
Steinsteypa: 120 m3
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 skilatryggingu, frá
kl. 13.00, 30. júní 2003.
Opnun tilboða: 15. júlí 2003, kl. 10.00, á sama stað.
FAS86/3
F.h. Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er leitað eftir tilboðum í fram-
reiðslu og dreifingu á mat í nokkra af grunnskólum Reykjavíkur.
Útboð þetta er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar frá og með 1. júlí nk.,
gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 12. ágúst 2003, kl. 10.00, á sama stað.
FRÆ87/3
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - 101 Ravkjavik - Slmi 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang iarerhus.rvk.is
JARÐARFÖR Á GAZA: Palestínumenn bera lík herskárra félaga sinna til hinstu hvílu í Noseirat-flóttamannabúðunum á Gaza í gær.
Mennirnir voru drepnir í árásum ísraelskra hermanna fyrir dögun í gærmorgun. Stofnandi hinna herskáu samtaka, Hamas, sagði í
gær að þau hefðu ákveðið að hvíla vopnin í baráttunni við (sraelsríki. Þá féllust (sraelar á að kalla hermenn heim frá Gaza.
hefðu komist að samkomulagi um
brottflutning ísraelskra hermanna
frá Gaza og Vesturbakkaborginni
Betlehem. Að sögn ísraelskrar sjón-
varpsstöðvar er hugsanlegt að
brottflutningurinn hefjist þegar eft-
ir helgi.
Hamas verði leyst upp
Ahmed Yassin sagði að vopna-
hléð væri skilyrðum háð, svo og
tímatakmörkunum. Hann neitaði
að gera frekari grein íyrir því né
segja nokkuð um hvenær tilkynnt
yrði um vopnahlé.
Hamas-líðar, sem hafa eyðingu
Ísraelsríkis á stefnuskrá sinni, hafa
orðið hundruðum ísraelskra borg-
ara að bana með sjálfsmorðsárás-
Heimildarmaðurinn gaf
til kynna að ísraelsk
stjórnvöld kynnu að
halda að sér höndum í
árásum sínum á leið-
toga herskárra Palest-
ínumanna.
um sínum. Bandarísk stjórnvöld
hafa kallað Hamas „óvini friðarins".
ísraelski heimildarmaðurinn sem
Reuters ræddi við í gær ítrekaði þá
bjargföstu kröfu að Mahmoud
Abbas, forsætisráðherra palest-
ínsku heimastjórnarinnar, leysti
upp Hamas og önnur herská sam-
tök, í samræmi við ákvæði Vegvísis-
ins að friði og sem staðfest voru á
fundi Abbas með George W. Bush
Bandaríkjaforseta og Ariel Sharon,
forsætisráðherra ísraels, 4. júní.
Heimildarmaðurinn gaf til kynna
að ísraelsk stjórnvöld kynnu að
halda að sér höndum í árásum sín-
um á leiðtoga herskárra Palestínu-
manna. Hamas-liðar hafa sagt að
slíkum árásum verði að linna áður
en hægt verði að boða vopnahlé.
Hann sagði jafnframt að palest-
ínska heimastjórnin yrði að standa
sig í að ganga milli bols og höfuðs á
harðlínumönnum. Heimastjórnin
segir það geta leitt til borgarastríðs.
Robin Cook heldur gagnrýni sinni áfram:
Skýrsla bresku stjórnarinnar
um íraksmálið var ekki rétt
Robin Cook, fyrrum utanríkis-
ráðherra Bretlands, hélt því
fram í gær að helstu fullyrðing-
arnar í skýrslu bresku stjórnar-
innar um meint gjöreyðingar-
vopn íraka frá því í september í
fyrra hefðu einfaldlega ekki
verið réttar.
„í mínum huga varðar mestu að
það sem okkur var sagt til að rétt-'
læta strfðið hefur reynst vera ósatt,
nú þegar stríðinu er lokið," sagði
Cook í viðtali við breska ríkisútvarp-
ið í gær.
Hann sagði að deila stjórnvalda
við BBC um hvort skýrslan hefði
verið „poppuð upp" væri til þess
eins fallin að breiða yfír það sem
skipti máli, nefnilega að innihaldið
EKKIÁNÆGÐUR: Robin Cook, fyrrum ut-
anríkisráðherra Bretlands, er ekki alls
kostar ánægður með framgöngu stjórn-
valda í deilunni um skýrslu um gjöreyð-
ingarvopnaeign Saddams Husselns.
hefði verið rangt.
Bæði bresk og bandarísk stjóm-
völd hafa verið sökuð um að hafa
ýkt stórlega gjöreyðingarvopnaeign
Saddams Husseins íraksforseta.
Nær þrír mánuðir eru liðnir síðan
honum var steypt af stóli en engin
slík vopn hafa fundist, þrátt fyrir
umfangsmikla leit.
Robin Cook sagðist vera bæði
furðu lostinn og áhyggjufullur yfír
því að stjórnvöld héldu enn til
streitu fullyrðingum sínum um að
skýrslan hefði verið rétt.
„Við munum ekki komast til
botns í því hvemig við enduðum í
Irak með réttlætingu sem ekki er
rétt. Við verðum fyrst að viður-
kenna að margar staðreyndanna
vom einfaldlega rangar," sagði
Robin Cook.