Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 52
56 TILVERA MÁNUDAGUR 2. JÚNl2003_ íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Sjötíu og fímm ára Gestur Friðjónsson fyrrv. umdæmisstjóri Virmueftirlits ríkisins Gestur Friðjónsson, fyrrv. um- dæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins, Austurbraut 6, Reykjanesbæ, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Gestur fæddist að Hofsstöðum í Álftaneshreppi f Mýrasýslu og ólst þar upp. Eftir venjulega barna- skólagöngu og vinnu við bústörf vann hann við skurðgröft og aðra vélavinnu í nokkur ár á vegum Verkfæranefndar ríkisins og síðar Vélasjóðs og fleiri aðila. Gestur stundaði nám við Iðn- skóla Akraness og verklegt nám í bifvélavirkjun en jafnframt náminu stundaði hann sérleyflsakstur hóp- ferðabifreiða. Að námi loknu sá hann um rekstur og verkstjórn við- gerða og viðhaldsverkstæða, m.a. fyrir Samvinnufélag Hvalfjarðar og við eigin verkstæðisrekstur. Þá sá hann um verkstjórn viðhaldsverk- stæða Fosskrafts hf. við Búrfells- virkjun og síðar Landsvirkjun. Hann starfrækti síðan aftur eigið verkstæði um árabil en frá 1981 var hann starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins og síðan umdæmisstjóri í Suðurnesjaumdæmi frá 1987. Gestur hefur búið víða eftir að hann hleypti heimdraganum. Má þar nefna Akranes, Litla-Mel í Skil- mannahreppi, Búrfellsvirkjun, Sel- tjarnarnes og Reykjanesbæ. Gestur hefur m.a. sungið með karlakórnum Svönum, Kirkjukór Akraness, hefúr sungið og setið í stjórn Skagflrsku söngsveitarinnar í Reykjavík um margra ára skeið, var formaður í Félagi harmónikuunn- enda á Suðurnesjum um nokkura ára skeið og hefur aðstoðað og leik- ið undir með kórum. Þá sinnti hann nokkuð íþrótta- og ung- mennafélagsmálum eftir unglings- árin og tók virkan þátt í starfi björg- unarsveitarinnar Hjálparinnar um árabil. Fjölskylda Gestur kvæntist 17.6. 1954 Nönnu Jóhannsdóttur, f. 20.4. 1936, húsmóður, dóttur Jóhanns Sigurðar Jóhannssonar sem stund- aði sjómennsku um langt skeið frá Akranesi og víðar og verkstjórn hjá Akranesbæ um nokkurt skeið og Ólafar Bjarnadóttur húsmóður. Börn Gests og Nönnu eru Jó- hanna Ólöf, f. 22.9. 1953, kennari, en maður hennar er Kristján Sig- urðsson og eru börn hennar Gestur Baldursson, Embla Kristjánsdóttir, Hrefna Kristjánsdóttir, Askur Krist- jánsson og Gríma Kristjánsdóttir; Ingibjörg Jóna, f. 15.7. 1957, hús- móðir, en maður hennar er Garðar Norðdahl og eru börn hennar Nanna Sigurðardóttir, Hjördís Garðarsdóttir, Haraldur Garðars- son og Vífill Garðarsson en börn Nönnu Sigurðardóttur eru Sigurrós Jónsdóttir og Ingi Þór Jónsson; Jó- hann Sigurður, f. 15.5. 1962, verk- stjóri, en kona hans er Ásta Krist- jana Guðjónsdóttir og eru börn hans Gunnur, Kristján Darri, Jó- hann Sigurður og Guðjón Andri. Dóttir Gests og Guðrúnar Krist- jánsdóttur er Elín Sigurbjörg, f. 29.7. 1953, framkvæmdastjóri, en maður hennar er Hreiðar Karlsson og eru börn þeirra Guðrún Rut og Berglind en börn Guðrúnar Rutar og manns hennar, Björns Guð- mundssonar, eru Aníta Lind og Guðmundur Hreiðar. Systkini Gests: Ólöf Friðjónsdótt- ir, f. 22.1. 1930, húsfreyja í Eystri- Leirárgörðum; Friðgeir Friðjóns- son, f. 1.10. 1931, nú látinn, vinnu- vélstjóri í Borgarnesi; Jón Frið- jónsson, f. 16.9.1939, bóndi á Hofs- stöðum. Foreldrar Gests voru Friðjón Jónsson, f. 7.11. 1895, d. 15.2. 1976, bóndi á Hofsstöðum í Álftanes- hreppi í Mýrasýslu, og k.h., Ingi- björg Friðgeirsdóttir, f. 14.10. 1906, d. 19.4. 1998, húsfreyja. Ætt Friðjón var bróðir Ólafar, hús- freyju á Álftárósi. Friðjón var sonur Jóns, b. á Hofsstöðum, Samúels- sonar, vinnumanns í Knarrarnesi, Brandssonar. Móðir Jóns var Ólöf Guðrún Jónsdóttir. Móðir Friðjóns var Sesselja Jónsdóttir, b. í Einars- nesi, Þorvaldssonar, og Oddfríðar Sigurðardóttur. Ingibjörg var dóttir Sigurjóns Friðgeirs, verslunar- manns í Borgarnesi og b. á Ytri- Rauðamel í Hnappadal, Svein- björnssonar, b. í Vogalæk, Sigurðs- sonar. Móðir Sigurjóns Friðgeirs var Þórdís Guðmundsdóttir. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Lífgjarnsdóttir, b. á Urriðaá, Hall- grímssonar, og Ingveldar Jónsdótt- ur. Sextfu ára Helga G.Vilhjalmsdóttir framreiöslumaður í Ástralíu Helga G. Vilhjálmsdóttir fram- reiðslumaður, búsett í Ástralíu en býr hjá systur sinni að Fannarfelli 10, Reykjavík, meðan hún dvelur hér á landi, er sextug í dag. Starfsferill Helga fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Austurbæjar- skólanum í Reykjavík, lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg t Hafnar- flrði og útskrifaðist frá Matsveina- og veitingaþjónaskólanum 1963. Helga var framreiðslumaður, t.d. í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, sfðan í Klúbbnum við Borgartún og loks í Glaumbæ til 1969. Hún flutti þá til Ástralíu og hefur verið búsett þar síðan. Fjölskylda Helga giftist 14.4. 1963 Sigurði Gústafssyni, f. 14.11. 1942, bifvéla- virkja. Hann er sonur Gústafs Sig- urðssonar, verkamanns í Reykjavík, og k.h., Sigrúnar Svölu Eggertsdótt- ur húsmóður. Helga og Sigurður skildu 1992. Börn Helgu og Sigurðar eru Gústaf Sigurðsson, f. 7.3. 1963, matreiðslumaður í Ástralíu; Vil- hjálmur Sigurðsson, f. 2.7. 1965, iðnaðarmaður í Ástralíu; Svala Karen Mc. Farlane, f. 3.6.1972, hús- móðir í Ástralíu, gift Ken Mc. Far- lane borgarstarfsmanni en synir þeirra eru Kyle Dylan, f. 13.11. 1994, ogCorey Jai, f. 15.10. 2002. Systkini Helgu: Anna Vilhjálms- dóttir, f. 14.9. 1945, söngkona í Reykjavík; Fríða Pálína Vilhjáms- dóttir, f. 14.7. 1947, húsmóðir í Hafnarfirði; Vilhjálmur Alfreð Vil- hjálmsson, f. 14.5. 1950, búsettur í Keflavík; Jóhannes Lárus Vil- hjálmsson, f. 27.5. 1958, búsettur í Höfnum; Guðrún Elísabet Vil- hjálmsdóttir, f. 14.7. 1963, verslun- armaður, búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Helgu voru Vilhjálmur H.A. Schröder, f. 1.6. 1916, d. 4.7. 1990, framreiðslumaður, og Sveinjóna Vigfúsdóttir, f. 24.5.1920, d. 4.4. 1988, hárgreiðslumeistari. Þau voru lengst af búsett í Reykjavík og Garðabæ en fluttu í Hafnir 1975. Helga heldur upp á afmæli sitt ásamt systrum sínum í Slysavarna- salnum, Sóltúni 20, þann 12.7. kl. 17.00 og vonast hún til að sjá sem flesta ættingja, vini og fyrrverandi samstarfsmenn. Þeim sem vilja gleðja Helgu með gjöfúm er vinsamlega bent á ferða- sjóð hennar í Islandsbanka Dal- braut, nr. 527-05-28258. Stórofmæli Laugardagurinn 28.. júní 90ára Jeremías Kjartansson, Fellaskjóli dvalarh, Grundarfirði. Sigríður Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. 85 ára Inga Magnúsdóttir, Vallengi 11, Reykjavík. Ragna Gamalíelsdóttir, Kaplaskjólsvegi 27, Reykjavík. 80 ára Jytte Karen Michelsen, Miðleiti 1, Reykjavík. 75 ára BáraJ. Olsen, Mýrarvegi 113, Akureyri. 70 ára Anna Sigurlína Steingrímsdóttir, Álftamýri 52, Reykjavík. Gísli Bjamason, Laufvangi 12, Hafnarfirði. Lára S. Einarsdóttir, Miðtúni 27, ísafirði. María Vfglundsdóttir, Ásgarði 77, Reykjavík. Trausti Runólfsson, Borgarsandi 3, Hellu. 60 ára Anna Einarsdóttir, Bergstaðastræti 56, Reykjavfk. Baldur Bjartmarsson, Melabraut 22, Seltjarnarnesi. Elín Magnúsdóttir, Hrísum, Húsavík. Eyjólfur B. Karlsson, Hátúni lOb, Reykjavík. Guðmunda Laufey Hauksdóttir, Skíðbakka 3, Hvolsvelli. Héðinn Ólafsson, Túngötu 20, Isafirði. Sigríður Ámadóttir, Aðalgötu 1, Keflavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Brunnum 21, Patreksfirði. 50 ára Anna Keneva Kunz, Aflagranda 6, Reykjavík. Birgir Sigurjónsson, Staðarbakka 16, Reykjavík. Eyjólfúr Jóhannsson, Ásgarði 22, Reykjavík. Freyja Bergþóra Benediktsdóttir, Suðurgötu 92, Hafnarfirði. Halla Kristín Sverrisdóttir, Faxabraut 12, Keflavík. Halldóra Kolbrún Ólafsdóttir, Múlasíðu 16, Akureyri. Ólafúr Pálsson, Saurbæ, Hellu. bóndi. Hann tek ur á móti gestum að heimili sínu í dag frá 21.00. Rannveig Sigurðardóttir, Drekavogi 8, Reykjavík. Stefanía Erlingsdóttir, Urðarstfg 2, Hafnarfirði. 40 ára Bóas Jónsson, Bjarkarlundi, Garðabæ. Bylgja Kristín Héðinsdóttir, Baðsvöllum 10, Grindavík. Fanney Kristjánsdóttir, Hlaðhömrum 17, Reykjavík. Guöný Lilja Bjömsdóttir, Vallarhúsum 25, Reykjavík. Halla Benediktsdóttir, Fjallalind 127, Kópavogi. Halldóra Jóhannsdóttir, Hjarðarslóð lb, Dalvík. Haraldur Ingólfsson, Smárahlíð 7L, Akureyri. Heiða Hrönn Theódórsdóttir, Snægili 12, Akureyri. Iðunn Lára Ólafsdóttir, Sigurhæð 5, Garðabæ. Inga Lára Pétursdóttir, Goðheimum 12, Reykjavík. Sigurður Óli Hilmarsson, Hólavöllum 7, Grindavík. Sólrún Guðmundsdóttir, Fjarðarstræti 57, Isafirði. Unnur Guðrún Óskarsdóttir, Hraunbæ 102d, Reykjavík. Þórður Daníelsson, Vestursíðu 20, Akuréyri. Sunnudagurinn 29. júní 85 ára Magnús Blöndal, Stóragerði 38, Reykjavík.1 80 ára Hulda Sigmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Rebekka Stfgsdóttir, Torfnesi, Hlíf 2, Isafirði. 75 ára Sigurást Indriðadóttir, Leirá, 301 Akranesi. 70 ára Eysteinn Jónsson, Sæviðarsundi 106, Reykjavik. Magnús G. Jensson, Ljósuvík 20, Reykjavík. Oddný Kristinsdóttir, Nesbala 38, Seltjarnarnesi. 60 ára Ágúst Ólafsson, Mávahlíð 13, Reykjavík. Magnús B. Einarson, Hlyngerði 9, Reykjavík. Sigmundur Karl Ríkarðsson, Melabraut 52, Seltjarnarnesi. Sigrún Guðmundsdóttir, Vesturbraut 10, Grindavík. Þuríður ísólfsdóttir, Hléskógum 26, Reykjavík. Þuríður Jóna Schiöth, Hólshúsum, Akureyri. 50 ára Ásgerður Pálsdóttir, Arnarstapa, 311 Borgarnesi. Baldur Borgþór Waage, Laugarásvegi 47, Reykjavík. Geirdís Geirsdóttir, Hverfisgötu 30, Hafnarfirði. Guðbjörg Pétursdóttir, Vesturhólum 13, Reykjavík. Guöni Guðjónsson, Hryggjarseli 1, Reykjavík. Guðný Björgvinsdóttir, Þúfubarði 19, Hafnarfirði. Hafdís Björg Hilmarsdóttir, Faxabraut 5b, Keflavík. Kristín María Indriðadóttir, Lækjargötu 34c, Hafnarfirði. Oddbjörg Friðriksdóttir, Hæðargarði 5, Reykjavík. Pálmar Hallgrímsson, Hagamel 21, Reykjavík. Ragnar Guðjónsson, Kristnibraut 22, Reykjavík. Sævar Þór Þórisson, Réttarholti 10, Borgarnesi. 40ára Bjami Valur Valtýsson, Vesturbergi 118, Reykjavík. Björg Gilsdóttir, Langeyrarvegi 9, Hafnarfirði. Elfar Rúnarsson, Sunnuflöt 10, Garðabæ. Finnur Freyr Guðbjömsson, Austurbrún 4, Reykjavík. Guðrún Ingimundardóttir, Sörlaskjóli 88, Reykjavík. Hafþór Hreiðarsson, Laugarbrekku 14, Húsavík. Helena Jónsdóttir, Faxastíg 49, Vestmannaeyjum. Jóhannes Þorgeirsson, Kópavogsbraut 74, Kópavogi. Jóndfs Sigurrós Einarsdótdr, Móholti 10, fsafirði. Kristín Sumariiðadóttir, Heiðarvegi 16, Keflavík. Petras Bacevicius, Jömndarholti 26, Akranesi. Ragna Ragnarsdóttir, Skarðshlíð 24f, Akureyri. Sigríður Lísa Geirsdóttir, Höfðavegi 3, Vestmannaeyjum. Steinunn Gunnarsdóttir, Ægisbyggð 5, Ólafsfirði. Valgarður O. Guðmundsson, Tunguseli 8, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.