Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ2003 tlt VI (.'•> 57 \ áro Hringur Hjörleifsson skipstjóri að Ósi í Skilmannahreppi Hringur Hjörleifsson skipstjóri, Ós II, Skilmannahreppi, verður sjötugur á mánudaginn. Starfsferill Hringur fæddist á Sólvöllum á Flateyri í Önundarflrði og ólst þar upp. Hann var í barnaskóla á Flat- eyri, stundaði nám við Héraðs- skólann að Reykjum í Hrútaflrði í einn vetur, stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stýrimannaprófí 1954. Hringur byrjaði tólf ára að róa frá Flateyri, var síðan á bátum frá Flateyri með Sölva Ásgeirssyni skipstjóra og Angantý Guðmunds- syni. Þá var hann á bátum frá ísa- fírði í nokkur ár. Hann var á togar- anum Sólborg um skeið. Hringur flutti á Akranes 1955 og var þar skipstjóri um árabil, m.a. með Aðalbjörgu, Höfrung og Heimaskaga. Þá var hann stund- um á togurum á sumrin, s.s. á Guðmundi Júní frá Flateyri. Hann flutti aftur til Flateyrar 1961 og var þar skipstjóri á bátum, s.s. Mumma, Hilmir II og Sóley. Hringur kom í land 1972, flutti þá til Grundarfjaröar og varð framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundaríjarðar til 1982. Hann byggði þá upp það fyrirtæki sem rekið var af SÍS. Hringur flutti til Reykjavílkur 1982 og kom þá að rekstri ýmissa frystihúsa, m.a. Þórkötlustaða- frystihússins í Grindavík. Hringur flutti á Rif á Snæfells- nesi 1983, festi þar kaup á frysti- húsi og starfrækti það til 1988. Þá flutti hann aftur til Reykjavíkur þar sem hann var búsettur til 1993. Hann flutti þá til Fáskrúðs- fjarðar þar sem kona hans var stöðvarstjóri Pósts og síma. Hring- ur festi þá kaup á trillu sem hann Áttatíuog fimm áro gerði fyrst út frá Fáskrúðsfirði en síðan frá Flateyri þar sem hann reri í þrjú sumur. Hringur og kona hans fluttu frá Fáskrúðsfirði 1998, festu kaup á húsinu Ós II í Skilmannahreppi og hafa búið þar síðan þar sem Hringur ræktar kartöflur. Fjölskylda Hringur kvæntist 1955 Sigrúnu Halldórsdóttur, f. 30.1. 1934, fyrrv. stöðvarstjóra hjá Pósti og síma. Hún er dóttir Halldórs Gunnars- sonar, skipstjóra á ísafirði, og k.h., Guðbjargar Bárðardóttur hús- móður. Dóttir Hrings er Sigrún, f. 28.2. 1954, búsett í Bárðardal, gift Jónasi Sigurðarsyni og eiga þau þrjú börn. Börn Hrings og Sigrúnar eru Halldór Gunnar, f. 13.7. 1951, starfsmaður hjá Hitaveitu Suður- nesja, búsettur í Hafnarflrði; Guð- björg, f. 4.2. 1955, húsmóðir í Grundarfirði, gift Páli Guðmunds- syni netagerðarmanni og eiga þau tvo syni; Hjörleifur, f. 18.3. 1956, starfsmaður hjá Austurbakka, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Elínu Baldursdóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjár dætur; Sigrún Edda, f. 15.2. 1958, skrifstofumaður, bú- sett f Reykjavík, gift Hafsteini Jónssyni, umsjónarmanni Mýrar- húsaskóla, og eiga þau þrjú börn; Hinrik, f. 20.8. 1959, skipstjóri, bú- settur í Reykjavík, en kona hans er Ingibjörg Þráinsdóttir, starfsmað- ur hjá Nýsköpunarsjóði, og á hann tvö böm frá fyrra hjónabandi. Systkini Hrings: Hjördís Hjör- leifsdóttir, f. 1926, fyrrv. skóla- stjóri, búsett að Mosvöllum í Ön- undarflrði; Ingibjörg S. Hjörleifs- dóttir, f. 1929, húsmóðir á ísaflrði; Ásdís Hjörleifsdóttir, f. 1930, fyrrv. skólastarfsmaður í Kópavogi; Kristjana Hjörleifsdóttir, f. 1932, sjúkraliði í Bergen; Finnur Torfi Fljörleifsson, f. 1936, héraðsdóm- ari í Borgarfirði; Örn Hjörleifsson, f. 1939, skipstjóri, nú búsettur í Ytri-Skeljabrekku. Foreldrar Hrings: Hjörleifur Guðmundsson, f. 1896, d. 1984, verkstjóri og pípulagningarmaður á Sólvöllum, og k.h., Sigrún Jóns- dóttir, f. 1899, d. 1974, húsmóðir. Ætt Hjörleifur var sonur Guðmund- ar, útvegsb. í Görðum, Jónssonar, b. í Breiðadal, Andréssonar. Móðir Hjörleifs var Gróa, systir Finns í Hvilft, föður Hjálmars, fyrrv. forstjóra Áburðarverksmiðj- unnar. Gróa var dóttir Finns, b. í Hvilft Magnússonar, alþm. þar, bróður Ragnhildar, langömmu Snorra skálds og Torfa, sáttasemj- ara Hjartarsona. Magnús var son- ur Einars, dbrm. í Kollafjarðarnesi, Jónssonar. Sigrún var dóttir Jóns, búfræð- ings á Veðrará, Guðmundssonar, b. á Ketilsstöðum, Pantaleonsson- ar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Jóns á Breiðabólsstað, langafa Friðjóns Þórðarsonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Hallsstöðum á Fellsströnd, Jónssonar. Móðir Sigrúnar var Guðrún • Ingibjörg, dóttir Jóns, b. á Arnar- nesi í Dýrafirði, bróður Torfa, langafa Einars Odds Kristjánsson- ar alþm. Jón var sonur Halldórs Torfasonar, bróður Magnúsar, langafa Jóns Sigurðssonar forseta. Torfl var sonur Mála-Snæbjarnar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg, systir Finns, afa Marsellíusar Bernharðssonar. Guðný E. Hjartardóttir fyrrv. húsfreyja aö Blálandi á Skagaströnd Guðný Einarsína Hjartardóttir, Sæborg, Ægisgrund 14, Skaga- strönd, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðný fæddist að Bráðræði á Skagaströnd og ólst upp á Skaga- strönd. Hún stundaði barnaskóla- nám á Skagaströnd en eftir hún gifti sig var hún lengst af húsfreyja í Blálandi, Skagaströnd. Hún er nú til heimilis á Sæborg, dvalar- heimili aldraða á Skagaströnd. Fjölskylda Guðný giftist 26.12. 1949 Ágústi Jakobssyni, f. 11.2. 1902, d. 1.6. 1989, verkamanni. Hann er sonur Jakobs Guðmundssonar, f. 21.8. 1865, d. 18.6. 1932, og Þórdísar Al- exöndru Stiesen, f. 9.11. 1875, d. 6.7. 1948, húsmóður. Börn Guðnýjar og Ágústs eru Þórir Ágústsson, f. 11.2. 1948, d. 24.9. 2000; Sigríður S.A. Ágústs- dóttir, f. 8.7. 1949, sjúkraliði í Reykjavík, gift Guðmundi Guð- mundssyni og eru börn þeirra Ágúst Már, f. 26.12. 1970, og Þór- dís, f. 23.8. 1972; Kristinn Þorvarð- ur Ágústsson, f. 1.2. 1952, bfla- smiður í Reykjavík, kvæntur Guð- finnu Þorgeirsdóttur og eru börn þeirra Guðný Júlía, f. 22.1. 1973, Sóley Dögg, f. 3.6. 1975, og Einar Már, f. 16.1. 1983; Hallbjörn Þrá- inn Ágústsson, f. 8.11. 1954, vél- virkjameistari í Reykjavík, kvænt- ur Elínu Helgu Jóhannesdóttur og eru börn þeirra Jóhanna Guðný, f. 10.1. 1980, og Benjamín Árni, f. 21.3. 1982; Guðrún Þórunn Ágústsdóttir, f. 14.9. 1959, bóndi að Háleggsstöðum, sambýlismað- ur hennar er Jóel Berg Friðriksson og eru börn þeirra Ágústa Lóa, f. 23.3. 1990, Friðberg Rúnar, f. 7.9. 1994, og Þórir Árni, f. 1.6. 2001. Systkini Guðnýjar: Hólmfríður Hjartardótdr, f. 31.12. 1909, d. 15.12. 1991, húsmóðir á Skaga- strönd; Bæring Júní Hjartarson, f. 27.6. 1911, d. 30.12. 1991, verka- maður, síðast í Lundi í Varmahlíð; Ólína Guðlaug Hjartardóttir, f. 16.8. 1912, d. 27.7.1983, húsmóðir í Dagsbrún á Skagaströnd; Sigurð- ur Hjartarson, f. 28.9. 1913, d. 8.5. 1914 úr lungnabólgu; Viktoría Margrét Hjartardóttir, f. 25.1. 1915, fyrrv. starfsstúlka við heimil- ishjálp, búsett í Reykjavík; Sigur- björg Kristín Guðmunda Hjartar- dóttir, f. 26.9. 1916, d. 14.7. 1985, húsmóðir í Vík á Skagaströnd; Þórarinn Þorvaldur Hjartarson, f. 12.1. 1920, d. 28.1. 1991, formaður á Skagaströnd; Sveinn Guðvarður Hjartarson, f. 17.4. 1921, d. 22.11. 1961, vélstjóri og útgerðarmaður á Skagaströnd; Georg Rafn Hjartar- son, f. 27.5. 1923, d. 13.9. 2001, múrari í Reykjavík; Hjörtur Ást- finnur Hjartarson, f. 22.3. 1925, d. 22.11. 1961, formaður á Skaga- strönd; óskírður drengur Hjartar- son, f. 7.8. 1926, d. 13.9. 1926; Kristján Arinbjörn Hjartarson, f. 21.4.1928, iðnverkamaður á Grund á Skagaströnd; Sigurður Hjartarson, f. 7.2. 1930, bóndi og umsjónarmaður á Staðarbakka í Helgafellssveit; óskírður drengur, f. 13.9. 1931, d. 24.10. 1931; Hall- björn Jóhann Hjartarson, f. 5.6. 1935, tónlistarmaður, veitinga- maður og útvarpsstjóri á Skaga- strönd. Foreldrar Guðnýjar voru Hjört- ur Jónas Klemensson, f. 15.2.1887, d. 6.2. 1965, formaður í Vík á Skagaströnd, og k.h., Ásta Þórunn Sveinsdóttir, f. 21.7.1891, d. 30.12. 1960, húsfreyja. Höfuðstafír Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Netfang: ria@ismennt.is Þáttur 84 í dag byrjum við á vísu eftir Leif Haraldsson: Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. Á Ingólfskaffi er ég í fæði án þess að éta það. Vel gerð vísa og skemmtileg. Leifur orti eitt sinn vísur sem hann kallaði Stolið og stælt: Af ljóðagerð minni ég hef mér ei hælt því hjá mér hann Pegasus skokkar. Menn segja, að ég hafi stolið - og stælt stóm þjóðskáldin okkar. En - þeir, sem nú mest er hér hossað og hælt fyrir hugmyndagnótt sinna ljóða, hafa í viðlögum stolið - og stælt stórskáld annarra þjóða. Næst er gömul vísa sem ég veit ekki höfúnd að: Eitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir hratt og létt; tuttugu rottur títt og ótt tættu og reyttu á sléttri stétt. Þórarinn Eldjárn var sem kunnugt er sæmdur riddarakrossi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Umræða varð um orðuveitinguna inni á leirlistanum. Björn Ingólfsson bjó til nýyrðið að „kryssa“ sem merkir þá væntanlega að hengja kross á einhvern. Síðan orti hann: Leirkerar hljóta af ýmsu arð, einn er þar jafnan fyrstur. Fagnaði þjóðin þegar varð Þórarinn Eldjárn krysstur. Og Þórarinn sendi sjálfur inn eftirfarandi vísu: Það er skammgóður vermir hins skrifandi manns að skarta með riddarakrossi, nema dagurinn byrji hjá blýanti hans með brennheitum yddarakossi. Hér er dæmi um fimmrím, þ.e. hér ríma saman tvö orð sem eru fimm atkvæði. Þetta man ég ekki til að hafa heyrt nema einu sinni áður. Við endum á limru eftir Þórð Helgason. Þegar tölvurnar héldu inn- reið sína í h'f okkar hér varð einn kunningi hans svo gjörsamlega upp- numinn af þessum tækjum að hann var vart viðmælandi nema á ein- hvers konar tölvumáli og hætti nánast að sinna nokkru öðru. Tók þó fyrst steininn úr þegar konan hans fékk delluna líka og samtöl þeirra snerust eftir það ekki um annað en tölvur og tengd tól. Varð þá ein- hverjum að orði hvemig ástalíf þeirra myndi þróast í framhaldi af þessu. Þá orti Þórður: Hún loksins í rúminu lent er og leitar síns manns eins og kennt er. Hún starir hann á og sfynur afþrá og hvíslar: „Hjartað mitt, - enter." smáauglýsingablaðið -berðu saman verð og órangur Sama verð á smáauglýsingum alla daga 500 kr. 700 kr. 950 kr. Smáauglýsing dn myndar, pöntuð d www.smaauglysipgar.is Smáauglýsing dn myndar, pöntuð hjd DVeðal slma Smáauglýsing með mynd, pöntuð hjá DV,I slma eða d www.smaauglysingar.is Við birtum - það ber árangur f <c \~ <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.