Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 24
24 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 28.JÚNÍ2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir,gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Kjúklingar Kjúklingur er ungur hænsfugl en hænsnfuglar eru afkomendur fugls af fasanaætt sem upp- runnin er í Austurlöndum fjær fyrir þúsundum ára. Slíkir fuglar voru ræktaðir bæði vegna kjötsins og eggjanna, rétt eins og við notum hænurnar nú. Fyrstu heimildir um hænsnarækt í Evrópu eru frá fimmtu öld fyrir Krist, og þá í Grikklandi. Hér á landi voru hænsni lengst af haldin vegna eggjanna en lítið borðað af kjötinu. Fyrsta uppskrift sem vitað er um af kjúklingi er frá 1800. Hún hét Hænsn-unga-steik fyrir fyrirfólk og birtist í Einföldu mat- reiðslukveri fyrir heldri manna húsfreyjur. Það segir sína sögu enda voru kjúklingar ekki al- gengir á borðum almennings fyrr en á seinustu áratugum síðustu aldar en eru nú orðnir meðal vinsælustu matartegunda. Kjúklingar eru nú til dags ræktaðir innanhúss, í búrum og á sérstöku fæði sem ræður talsvert bragðinu af kjötinu. Oftast eru þeir um eitt kíló að þyngd. Um þessar mundir er kjúklingur á afar hagstæðu verði í verslunum. Kjúklingaveisla að hætti Freysteins Gíslasonar á Sóloni Salat með kjúklingastrimlum „Það er sjálfsagt að hafa matreiðslu á létt- um nótum yfir sumarið. Kjúklingur hefur aldrei verið vinsælli og það er hægt að elda óendanlega fjölbreytta rétti úr honum. Við hérna á Sóloni erum með marga létta kjúklingarétti en við leggjum aðaláherslu á kjúkling og fisk. Og þessir réttir eru mjög vin- sælir," sagði Freysteinn Gíslason, mat- reiðslumaður á Kaffi Sólon, þegar hann var að gera þrjá létta kjúklingarétti fyrir Helgar- blað DV, sannkallaða sumarrétti. Freysteinn sagðist taka skinnið af í öllum uppskriftunum sem hér fara á eftir en þar er að finna nánast einu fituna á kjúklingnum. Réttirnir eru því ekki að- eins léttir heldur líka hollir. Salat 1 haus eikarlaufssalat 1 haus jöklasalat (iceberg) 1 haus „roman" salat 1/2 gúrka (taka kjarna úr) 10 kirsuberjatómatar 1 rauðlaukur 1 bolli fetaostur 1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar Salatsósa 2 msk. ólífuolía 4 msk. sojaolía 2 msk. hvítvínsedik 2 msk. hunang 1 msk. dijon sinnep 1 msk. engifer skvetta af sítrónusafa Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman. Allt skorið niður og blandað saman. Smávegis af nachos bætt við og sósunni blandað saman við. Takið síðan kjúkling (2 bringur) og skerið í strimla, steikið á pönnu. Gott er að setja dálít- inn hvítlauk, hunang og barbeque saman við. Skammtið salat á diska og setjið kjúkling- inn ofan á. Fylltar kjúklinga- bringur 50 g pekanhnetur 50 g rjómaostur 2 hvítlauksrif 5 sneiðar af parmaskinku 70 g af sólþurrkuðum tómötum Setjið allt saman í matvinnslu- vél og maukið létt. Skerið vasa í kjúklingabringuna og fyllið hann. Setjið á bökunarplötu og kryddið með salti og pipar og ögn af papriku. Setjið ioks smá smjörklípu ofan á og steikið í ofni í um það bil 20 mín. við 180 gráður. Gott er að bera fylltu bringurnar fram með steiktu græn- meti, lime-myntu-sósu (limesafa og myntu blandað saman) og salati. Svepparisotto með kjúklingaspjótum Takið kjúkling og skerið í bita eða strimla. Setjið á tein með grænmeti. Takið barbeque- * sósu og teriaki-sósu og blandið saman. Bætið við smávegis karríi, negul og oregano. Látið kjöt- spjótin liggja í blöndunni í nokkra tíma og grillið svo. Takið risottogrjón og setjið í pott ásamt fínt söxuðum lauk, kjúklingcíkrafti, sveppum, 1/2 bolla ólífuolíu og 50 g af smjöri. Sjóðið létt. Takið og sigtið. Hitið pönnu og steikið meira af sveppum, bragðbætið með portvíni og kryddið með salti og pipar. Setjið þá dálít- inn rjóma út á pönnuna og bætið hrísgrjóna- blöndunni við. Setjið á disk og kjúklinga- spjótið yfir. Gott er að setja svolítið pestó, furuhnetur og parmesanost yfir. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.