Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Page 10
10 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 ARÐSEMI: Ný þriggja hæða gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklu- braut á þessari mynd eru unnin af Sigurði Val Sigurðssyni, (náinni sam- vinnu byggingaverkfræðinganna Haralds Óskarssonar og Haralds Sig- þórssonar hjá Línuhönnun.Þau yrðu væntanlega mjög arðsöm til lengri tlma litið. Vegagerðin og samgöngunefnd Reykjavíkurborgar hafa nú til skoðunar svipaða hugmynd um þriggja hæða gatnamót en þar yrði hringtorgið á efstu hæðinni. Þriggja hæða gatnamót á mótum Krínglumýrarbrautar og Miklubrautar: Gætu fækkað slysum um 80% Vinnuhópur Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar hefur unnið greiningu á mögulegum lausnum á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbraut- ar. Hópurinn hefur nú skilað af sér áfangaskýrslu þar sem farið er yfir helstu valkosti með tilliti til kostnaðar, fækkunar slysa, umferðarálags og annarra um- ferðartæknilegra þátta. Fjórar tillögur um ný gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar hafa verið lagðar fyrir sam- göngunefnd borgarinnar með áfangaskýrslu vinnuhóps sem marka á framtíðarstefnu í málinu. Ein þeirra, og sú tilkomumesta, gerir ráð fyrir gatnamótum á þrem hæðum á þessum stað, með gerð stokka út frá gatnamótunum í aust- ur og vestur eftir Miklubraut. Þetta er svipuð tillaga að þriggja hæða gatnamótum og kynnt var í DV í mars. Talið er að þriggja hæða gatnamót á þess- um stað geti fækkað umferðarslysum um 80%. Gerð mislægra gatnamóta í og við Reykjavík hefur sýnt sig að skila miklum árangri í fækkun árekstra og slysa og tilheyrandi lækkun á tjónakostnaði. í skýrslu sem lögð HUGSANLEGAR BREYTINGAR: Hugmynd að gatnamótum Lönguhlíðar og Stakkahlíðar. var fyrir umferðarnefnd kemur m.a. fram að þriggja hæða lausn er umferðartæknilega best og með henni næst mesti árangur í fækkun umferðaróhappa og minnkun á tafatíma. Þessi lausn er mjög arð- söm. Hún innifelur einnig bestu lausn með tilliti til hávaðamengun- ar og fyrir gangandi og hjólandi. Einnig er möguiegt að koma fyrir ágætis lausn á skiptistöð fyrir al- menningsvagna við gatnamótin. Auk þess má ætla að þessi lausn ýti undir bætta nýtingu svæða vestan Kringlumýrarbrautar vegna greið- ari aðgengis umferðar. Undir þetta tekur Jónas Snæbjörnsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar í Reykjavfk og á Reykjanesi, í samtali viðDV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.