Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Side 12
12 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003
Samið um heilbrigðisnetið
Grandi í laxeldið á Djúpavogi
HEILBRIGÐISMÁL Jón Krist-
jánsson, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, undirritaði í
gær þrjá samninga um verk-
efni sem verða hluti af (slenska
heilbrigðisnetinu. Samið var
við sóttvarnalækni, landlækni
og forstjóra Tryggingastofnun-
ar ríkisins f.h. viðkomandi
stofnana. Komið verður á fót
miðlægum gagnagrunni þar
sem skráðar verða upplýsingar
um alla þá sem láta bólusetja
sig sem sóttvarnalæknir síðan
varðveitir. Þá verður safnað
með rafrænum hætti upplýs-
ingum um vistun frá sjúkra-
stofnunum í landinu en með
því er verið að undirbúa sam-
ræmda, rafræna söfnun og úr-
vinnslu gagna um vistun á
sjúkrastofnunum. Þriðji samn-
ingurinn, sem undirritaður var
í gær, er samningur um nýtt
sérfræðireikningskerfi sem
nota á í samskiptumTrygg-
ingastofnunarog sérfræði-
lækna sem eru á verksamningi
viðTR. Verkefnið gengur út á
að koma á rafrænum sending-
um sérfræðilæknareikninga til
TR sem verða hluti af nýju
samskiptakerfi við læknana.
FISKELDI: Útgerðar-og fisk-
vinnslufýrirtækið Grandi hefur
keypt 70% hlutafjár fiskeldisfyrir-
tækisins Salar Islandica á Djúpa-
vogi. Tilgangur þess félags er eldi
sjávardýra og hefurfýrirtækið
þegar hafið laxeldi í Berufirði. Þar
hefur Salar Islandica heimild til
framleiðslu á allt að 8.000 tonn-
um af laxi. Þegar hefur verið
sleppt 400.000 seiðum en nokkur
ár munu væntanlega líða þar til
heimildin til framleiðslu verður
fullnýtt og starfsemin skilar um-
talsverðum tekjum. Kaupverð
hlutarins var ekki gefið upp en
fjármögnun kaupanna er með
eigin fé. Hingað til hefur aðkoma
Granda að fiskeldi átt sér stað í
gegnum hlut í Stofnfiski, Fiskeldi
Eyjafjarðar og chileska fiskeldis-
fýrirtækinu Salmones Friosur.
Svamlað í Nauthólsvíkinni
KRÆKLINGSVEIÐAR: Það er um að
gera að nýta veðrið til að veiða
kræklinga. Eins og sjá má af andlitum
þessara Nauthólsvíkurgesta er
einbeitingin ílagi.enda nauðsynlegt
þegar bera þarf björg í bú.
Sólarlandafarar hafa löngum vit-
að að þá sé aldeilis ekki amalegt að
geta brugðið sér á ströndina þegar
vel viðrar. Við sem höldum okkur
hér heima fyrir höfum kannski ekki
alveg sömu tækifæri til þess - og
þó, því á góðviðrisdögum er hægt
að skella sér í Nauthólsvíkina. Hún
jafnast alveg á við sólarstrendumar
á góðum dögum og eru bæjarbúar
sífellt að átta sig betur á því. Júní-
mánuður komst nálægt því að slá
hitamet í höfuðborginni í ár og hafa
því mörg tækifærin gefist til að
sprikla aðeins í Nauthólsvíkinni.
Ljósmyndari DV leit þar við fyrir
skömmu og fangaði stemninguna
sem var fjömg, enda nóg hægt að
gera á góðviðrisdögum ef hug-
myndaflugið er í lagi.
HÁTT UPP í HIMININN: Það er að
sjálfsögðu klassísk afþreying á
ströndinni að skella flugdreka á loft. Þá
þarf að byrja að hlaupa með hann en
að því loknu má fá sér sæti og njóta
afraksturs erfiðisins.
ALLUR ER VARINN GÖÐUR: Þegar sólin skín er nauðsynlegt að hafa sólarvörnina á
næstu grösum og passa að allir séu vel varðir fyrir geislunum.