Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Side 16
76 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2.JÚLÍ 2003
Útlönd
Heimurinn i hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is / erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Ekki úr Hvalveiðiráðinu
JAPAN: Junichiro Koizumi, for-
sætisráðherra Japans, sagði í
morgun að Japanar ættu ekki
að segja sig úr Alþjóðahval-
veiðiráðinu, heldur reyna að
afla sér stuðnings innan þess
fyrir að hefja aftur hvalveiðar í
ábataskyni.
Japanskir embættismenn
sögðu í síðasta mánuði að
stjórnvöld ÍTokyo myndu
íhuga að segja sig úr Hvalveiði-
ráðinu eða neita að greiða ið-
gjöldin eftir að hvalveiðiand-
stæðingum tókst að fá ársfund
ráðsins til að samþykkja tillög-
ur um frekari verndun hvala-
stofnanna.
Ársfundur Hvalveiðiráðsins
hafnaði beiðni Japana um að
fá að veiða 150 hrefnur og 150
aðra hvali í Kyrrahafi.
Kíkt á basalt
FÆREYJAR: Nokkur erlend olíu-
félög, undir forystu hins norska
Statoil, hefja í næstu viku jarð-
bylgjumælingar á færeyska
landgrunninu til að kanna
hvort þar sé olíu eða gas að
finna. Þykkt basaltlag er á hafs-
botninum á því svæði sem
kannað verður en að sögn get-
ur reynst erfiðleikum háð að
sjá undir það.
Annað skref Vegvísis til fríðar:
Brottflutningur
frá Betlehem
ísraelar munu í dag hefja brott-
flutning herja sinna frá bænum
Betlehem á Vesturbakkanum
og er það annað skrefið í yfir-
standandi friðarferli sem byggt
er á alþjóðlegum vegvísi til frið-
ar, sem stutt er af Bandaríkja-
mönnum, ESB, Rússum og SÞ.
Ferlið hófst með brottflutningi
ísraelskra hersveita frá Gaza-
svæðinu á sunnudaginn og yf-
irtöku Palestínumanna á allri
öryggisgæslu á svæðinu eftir
að helstu samtök herskárra
hreyfinga Palestínumanna
höfðu lofað að stöðva allar
árásir á ísraelska borgara og
samþykkt þriggja mánaða
vopnahlé.
Annað skrefið er tekið eftir fund
þeirra Ariels Sharons, forsætisráð-
herra ísraels, og Mahmouds Abbas,
forsætisráðherra Palestínu, í gær en
þar náðist samkomulag um að
halda fríðarferlinu strax áfram.
Þetta var fjórði fundur þeirra
Sharons og Abbas á síðustu sex vik-
um og á sameiginlegum blaða-
mannafundi fyrir fundinn voru þeir
sammála um að grafa stríðsöxina og
horfa til friðsamlegrar framtfðar fyr-
ir þjóðir sínar.
Gott andrúmsloft
Gott andrúmsloft virtist ríkja milli
ráðamanna þjóðanna sem þátt tóku
í fundinum og lofuðu forsætisráð-
herrarnir að binda enda á ofbeldið
um leið og þeir tókust innilega í
hendur. „Það ríkir enginn fjand-
skapur á milli þjóða okkar," sagði
Abbas og meira að segja þeir Shaul
Mofaz, varnarmálaráðherra Israels
og Mohammed Dahlan, öryggis-
málastjóri Palestínumanna, svarnir
fjandmenn til margra ára, sáust
stinga nefjum saman vinsamlega.
Sharon og Abbas lýstu báðir ein-
dregnum stuðningi við alþjóðaleg-
an vegvísi til friðar og sagði Sharon
að þjóð sín væri tilbúin til að færa
sársaukafullar fórnir til að tryggja
öryggi og frið fyrir botni Miðjarðar-
hafs - frið fyrir komandi kynslóðir,
frið sem allir þrá.
Eins og á Gaza-svæðinu
mun palestínska lögregl-
an taka yfir alla öryggis-
gæslu í Betlehem en á
móti munu ísraelsmenn
draga herlið sitt til þeirra
svæða sem þeir héldu áð-
ur en ófriðarbálið bloss-
aði upp.
Abbas tók undir orði Sharons og
sagði nóg væri komið af ofbeldinu.
„Við höfum þjáðst nóg og upplifað
mikinn sárauka. Það er kominn tími
til þess að þessu linni og horfa frek-
ar hughraust til friðsamlegrar fram-
tíðar sem við eigum öll skilið," sagði
Abbas.
Brottflutningur frá Betlehem
Eins og á Gaza-svæðinu mun
palestínska lögreglan taka yfir alla
öryggisgæslu í Betlehem en á móti
munu Israelsmenn draga herlið sitt
til þeirra svæða sem þeir héldu áður
en ófriðarbálið blossaði upp í sept-
ember árið 2000.
Brottflutningurinn frá Betlehem
breytir þó litlu fyrir íbúana þar sem
þeir fá ekki ferðafrelsi utan bæjarins
og eftir stendur sú ákvörðun ísraels-
manna að byggja rammgert varnar-
virki á milli Betlehem og Jerúsalem.
Hanna Nasser, bæjarstjóri í Bet-
lehem, sagði í morgun að vonandi
stæðu ísraelamenn nú við gefin lof-
orð og minnti á að síðast þegar þeir
hefðu dregið lið sitt út úr bænum
hefði það verið komið aftur eftir
nokkra daga. „Ég vona að þeir
standi við gefm loforð. Ég verð þó að
vera bjartsýnn því einhvern veginn
verða þjóðir okkar að umbera hvora
aðra til framtíðar," sagði Nasser.
Vopnahléð virðist halda
Þrátt fyrir vopnahléssamkomulag
Palestínumanna hefur komið til
einhverra átaka milli stríðandi fylk-
inga síðustu tvo daga en þó ekki al-
varlegra og virist sem vopnahléð
ædi að halda að mestu leyti.
ísraelskir hermenn skutu í gær
palestínskan byssumann til bana í
nágrenni bæjarins Tulkarm á Vest-
urbakkanum eftir að hann hafði
skotið að ísraelskum hermönnum á
eftirlitsstöð og er það önnur árásin
sem gerð er á ísraeska hermenn á
heimastjórnarsvæðunum síðan
vopnahléð var samþykkt.
Hryðjuverk ekki liðin
Sharon ítrekaði fyrir fundinn í
gær að hryðjuverkin yrðu ekki liðin
og að það yrði ekki samið um frið
við hryðjuverkasamtök. Abbas sagði
aftur á móti að hver dagur sem liði
án samkomulags væri dagur glat-
aðra tækifæra og dauði hvers
manns væri harmleikur. „Við höfum
fengið nóg af drápunum," sagði
Abbas.
Þeir félagar forðuðust að ræða
erfiðu málin, eins og landtöku-
byggðimar, flóttamannavandann
og málefni Jerúsalem, á blaða-
mannafundinum, en samþykktu
síðan á fundi sínum að skipa við-
ræðunefndir sem munu ræða fjögur
aðgreind málefni sem eru palest-
Vinsamlegt handaband: Þeir Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu og Ariel Sharon,
forsætisráðherra (sraels, takst í hendur fýrir fund sinn í gær.
ínskir fangar í ísraelskum fangels-
um, viðskipti, öryggisgæsla og upp-
bygging.
Bandaríska fréttastofan CNN
sagði frá því í morgun að ísraelar
hefðu gefið til kynna að þeir leyfðu
Yasser Arafat hugsanlega að flytja
frá Vesturbakkanum yfir til Gaza-
svæðisins. Það yrði þó án efa með
þeim skilyrðum að hann fengi ekki
að fara aftur til baka, en ferðafrelsi
Arafats er eitt af þeim skilyrðum
sem herskáar fylkingar Palestínu-
mann settu fyrir vopnahlénu.
Árásirnar halda áfram í írak:
Uppbyggingin langtímaverk
Morðið á dönsku stúlkunni:
Nauðgað og kyrkt
Danska lögreglan telur lík-
legt að tólf ára stúlkan, Mia
Teglgaard Sprotte, hafi orðið
fórnarlamb morðingja sem
býr í námunda við hana í
smábænum Benlose, norður
af bænum Ringsted á Sjá-
landi. Miu var nauðgað og
hún síðan kyrkt með
nælonsnúru á föstudag.
Norska blaðið VG hefur eftir
stjórnanda morðrannsóknar-
innar, Poul Andersen, að morð-
inginn hafi komið aftur á morð-
staðinn daginn eftir ódæðis-
verkið til að grafa lík litíu
stúlkunnar í jörðu. Lík Miu
fannst grafið nærri fótboltavelli
aðfaranótt þriðjudagsins.
Miu hafði verið saknað frá því
aðfaranótt laugardagsins. Fyrr
um kvöldið hafði hún komið
boðum til foreldra sinna um að
hún ætlaði að fara á leikvöll í
Ringsted, í aðeins nokkur
hundruð metra fjarlægð ffá
heimili hennar.
Mia hafði lofað foreldrum
sínum að vera komin heim fyrir
klukkan tíu á föstudagskvöld og
hún var passasöm að láta alltaf
vita ef henni seinkaði, Lögregl-
an gerir því ráð fyrir að hún hafi
verið myrt fyrir klukkan tíu á
föstudagskvöld.
Umbreyting íraks og uppbygg-
ing landsins eftir stríðið verður
umfangsmikið langtímaverk og
litlar líkur á því að Bandaríkja-
menn geti kallað herlið sitt burt
frá landinu á næstu árum.
„Við vissum það frá upphafi að
verkið yrði bæði langt og erfitt og
að það myndi reyna á þolrifin,“
sagði George W. Bush Bandaríkja-
forseti í ávarpi sem hann flutti í
Hvíta húsinu í gær.
Barry McCaffrey, fyrrum fjögurra
stjörnu hershöfðingi, sem tók þátt í
Persaflóastríðinu 1991, varaði við
því í viðtali við breska sjónvarpið
BBC að bandarfskir hermenn
kynnu að verða fastir í írak næsta
áratuginn.
LÍKBURÐUR: Heimamenn bera kistu klerks
eins sem lét lífið í sprengingu sem varð í
mosku í bænum Falluja í (rak í gær. Banda-
ríski herinn vísar á bug ásökunum heima-
manna um að hann beri ábyrgð á spreng-
ingunni sem varð níu að bana.
Bandarískur hermaður lést í
morgun af sárum sem hann hlaut
þegar bilalest, sem hann var í, varð
fyrir árás. Þá hafa 23 bandarískir
hermenn fallið frá því lýst var yfír
að stríðinu f írak væri lokið.
Spáir fleiri árásum
Bandarískir öldungadeildarþing-
menn, sem eru í heimsókn í Irak,
vöruðu í gær við því að frekari árás-
ir væru líklegar.
„Stríðið stendur enn yfir, hættan
er enn fýrir hendi og mjög líklega
mun manntjón hljótast af,“ sagði
þingmaðurinn John Warner,
repúblikani frá Virginíu. Engin
teikn eru á lofti um að spennan í
írak fari minnkandi og árásir á her-
menn eru daglegt brauð.