Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 17 f < Bush sendir ríki út í kuldann BANDARÍKIN: Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu ákveðið að hætta allri hernaðaraðstoð við 35 lönd, þar á meðal Kólumbíu og sex ríki sem vilja komast inn í NATO vegna þess að þau styðja Alþjóðlega glæpadómstólinn og hafa ekki und- anþegið Bandaríkjamenn hugsan- legri málsókn. Tólf lönd til viðbótar voru sett á bannlista en þau höfðu ekki þegið neina aðstoð á þessu ári. Ráðstafanirnar nú eru enn einn liður- inn í atlögu stjórnar Georges W. Bush gegn Alþjóðlega glæpadómstólnum, sem settur var á laggirnar í fyrra og á að lögsækja þá sem hafa gerst sekir um stríðsglæpi og þjóðarmorð. Bandaríkjamenn undirrituðu stofn- samning dómstólsins 1998 en Bush óttast að hann muni verða notaður í pólitískum tilgangi. ítalar teknir við formennsku í Evrópusambandinu: Engar prédikanir, takk Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, svarar fullum hálsi þeim sem hafa dregið í efa hæfni hans til að veita ráð- herraráði Evrópusambands- ins forsæti vegna ailra spill- ingarmálanna sem hann er flæktur í. ítalíu tók við for- mennsku í ESB í gær og gegn- ir henni næstu sex mánuðina. „Við skulum orða þetta á kurt- eislegan hátt: Enginn getur tekið ríkisstjórnina, sem ítalska þjóðin kaus, í kennslustund í siðferði," segir Berlusconi í dagblaðsgrein sem birtist f dag. Mótmæli áformuð ítalski forsætisráðherrann ávarpar Evrópuþingið í dag þar sem hann mun gera grein fyrir þeim málefnum sem ítalar munu setja á oddinn innan ESB næstu sex mánuðina. Ekki er þó búist við að þingmenn verði mjög mót- tækilegir fyrir boðskap hans. Þingmenn græningja áforma að efna til mótmæla þar sem þeir SVARAR FULLUM HALSI: Silvio Berlusconi, forsætisráðherra ftalíu, tók við forystu i Evrópusambandinu í gær. Hann hefur svarað gagnrýnisröddum um hæfni hans til verkslns fullum hálsi. munu hefja á loft borða með áletruninni: „Allir eru jafnir fyrir lögunum". Þar vísa þeir til þess að ítalska þingið samþykkti nýlega lög sem veita Berlusconi og nokkrum öðrum æðstu mönnum ríkisins friðhelgi frá lögsóknum á meðan ítalar eru í forsæti ESB. Af þeim sökum neyddist dómstóll f Mílanó til að slá á frest réttar- höldum yflr Berlusconi sem ákærður er fyrir að hafa borið mútur á dómara. Hættuiegur Evrópu Fjölmiðlar um alla Evrópu hafa haldið uppi gagnrýni á Berlusconi síðustu daga. Þýska dagbiaðið Berliner Zeitung sagði meðal annars í gær að menn myndu ekki vilja taka í höndina á Berlusconi af fúsum og frjálsum vilja. Franska dagblaðið Libér- ation sagði hann hættulegan fyrir Evrópu og annað franskt blað, Le Monde, taldi að eindreginn stuðningur hans við stefnu Bandaríkjanna myndi valda ágreiningi við leiðtoga ýmissa annarra Evrópulanda. Berlusconi sagði sjálfur á mánudag að hann myndi reyna að koma aftur á vinsamlegum samskiptum Evrópu og Banda- ríkjanna en þau biðu nokkurn hnekki vegna Iraksstríðsins. Fyrir þá sem ganga yfir Fimmvörðuhálsinn er tilvalið er að gista á Hótel Eddu Skógum. Þar er líka gott að dvelja og njóta fegurðar náttúrunnar og nálægðar jökla og fossa. Upplýsingar og pantanir 444 4000 • www.hoteledda.is Pakgluggar Opnanlegir að neðan Öryggisgler ÁLTAK Valin Pine viður Stillanleg öndun Tvöföld vatnsvörn Stórhöfði 33 • Sími: 577 4100 Fax: 577 4101* www.altak.is BÓNUSVÍDEÓ Leigan í þínu hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.