Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Síða 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 2.JÚLÍ2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824-550 5810 Lopez klæðalaus Stjörnurnar vestur í Hollywood láta ekki að sér hæða þegar sól fer að hækka á lofti og hitinn að aukast. Þá kasta þær bara klæð- um, enda um fátt annað að ræða vilji maður vera utandyra, nema þá bara að stinga sér í laugina og dvelja þar langdvöl- um. Þetta kemur fram í könnun sem bandaríska blaðið New York Daily News lét gera meðal fina fólksins. Latínubomban Jennifer Lopez er ein þeirra sem hefur unun af því að ganga um á Evuklæðunum einum. „Mér finnst gaman að ganga um nak- in," segir hún og upplýsir jafn- framt að hún hafi verið alin upp við nekt. „Mamma mín var þannig gerð og systur mínar líka. Vill kaupa torf Noel í Oassis vill kaupa torf af Maine Road leikvanginum í Manchester, gamla heimavelli Manchester City liðsins. Torfið hyggst hann nota til þess að útbúa eftirlíkingu af Maine Road í bakgarðinum sínum og til þess að gera eftirlíkinguna sem líkasta leikvanginum hyggst hann einnig bjóða í nokkur sæti og eins og eitt Móska rðshnjúkar: Sólin lét bíða eftir sér og það tók meistara Þórberg marga daga að átta sig á því að þetta var líparítið í tindunum, ekki sólin, sem hann sá. Að ganga á Móskarðshnjúkum er gönguferð sem allir hafa gaman af. Fyrir þá sem ekki vita eru Mó- skarðshnjúkarnir fyrir austan Esj- una, milli hennar og Skálafells. Ysti hnjúkurinn er hæstur, 807 metrar yfir sjávarmál. Efstu hlutar hnjúkanna eru líparít og skera þeir sig því mjög úr umhverfi sínu. Frá Reykjavík séð gætu ókunnugir haldið að sól skini á tindana en svo er ekki, vegna hins Ijósa litar lípar- ítsins. Þegar Þórbergur Þórðarson var ungur og atvinnulaus í Reykjavík á öðrum áratug 20ustu aldar hafði Ásta málari boðið honum vinnu við húsamálun um leið og stytti upp og sólin færi að skína. Á hverju kvöldi gekk Þórbergur í rigningarsudda uppá Skólavörðuholt og sá sól skína á Móskarðshnjúka. Hann var því vongóður um sól og atvinnu næsta dag. En sólin lét bíða eftir sér og það tók meistara Þórberg marga Fá fjöll nálægt Reykja- vík eru eins skemmtileg til fjallgöngu og Mó- skarðshnjúkar. daga að átta sig á því að þetta var líparítið í tindunum, ekki sólin, sem hann sá. Milli Móskarðshnjúka og Skála- fells er Svínaskarð. Um skarðið liggur vegarslóði sem áður fyrr var alfaraleið milli Kjósar og Mosfells- sveitar. Slóðinn er tæplega jeppa- fær í dag en mikið notaður af hesta- mönnum. Fá fjöli nálægt Reykjavík eru eins skemmtileg til fjallgöngu og Mó- skarðshnjúkar enda er afar víðsýnt þaðan f góðu veðri. Þá er upplagt að ganga af hnjúkunum og yfir á Esjuna eftir mjóum rana sem þó er tæplega fær á vetrum. kgk@dv.is CfTSÝNI: Frá Móskarðshnjúkum er mikið og gott útsýni yfir landið. DV-mynd Gunnar V. Andrésson Reglulegt flug frá Færeyjum til Narsarssuag með viðkomu á íslandi: Leiðin greið til Grænlands í síðustu viku hófst að nýju reglulegt áætlunarflug milli Reykjavíkur og Narsarssuaq á Suður-Grænlandi en flug á þessari leið hefur legið niðri um tveggja ára skeið. Flogið verður tvisvar í viku og þetta er samstarfsverkefni Flugfé- lags Islands og færeyska flugfélags- ins Atlantic Airways. Hægt var að hefja ferðir að nýju eftir að græn- lenska heimastjórnin og ríkisstjórn Islands gerðu samkomulag sín í milli um að styrkja flug á þessari leið með opinberum fjármunum. Loftbrú frá Færeyjum Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags ís- lands, er reiknað með að í krafti áð- urnefndra samninga verði reglu- legu flugi á þessari leið haldið uppi að minnsta kosti næstu þrjú árin. Samstarfið við Atlantic Airways opnar einnig nýja möguleika. Þota „Ég á von á því að far- þegunum muni fjölga með tímanum." félagsins, sem tekur 84 farþega, fer frá Færeyjum að morgni, millilend- ir í Reykjavík og heldur áfram til Grænlands og sömu leið til baka síðdegis. Á milli íslands og Grænlands er tæplega tveggja tíma flug og nú verður í raun til loftbrú milli vest- norrænu landanna þriggja. Þau hafa í áranna rás haft með sér margvíslega samvinnu, enda eiga þau margt sameiginlegt. Flogið til austurstrandar Þá er Flugfélag fslands árið um kring með áætlunarflug tvisvar í viku til Scoresbysunds og Kulusuk á austurströnd Grænlands. Því flugi er sinnt með titstyrk "heimastjóm- arinnar. Er það hugsað sem stuðn- ingur við afskekktar byggðir á þess- um slóðum með tilliti til sam- gangna. Til Kulusuk er félagið einnig með ferðir tvisvar á dag yfir sumarmán- uðina og njóta þær vinsælda, enda gefst þar þannig ágætt tækifæri til þess að fá á einni dagstund sýnis- horn af grænlenskri menningu fyrri tíðar. Farþegum mun fjölga „Á meðan reglulegu áætlunar- flugi til Narsarssuaq var sinnt á okkar vegum vom farþegarnir á þessari leið á þriðja þúsund á ári. Ég á von á því að sá fjöldi verði svipaður fyrsta kastið en með markaðssetningu í samvinnu við ferðamálayfirvöld í Grænlandi rnuni farþegunum fjölga með tím- anum," segir Jón Karl ðlafsson. Suðurfirðir Grænlands hafa á seinni ámm orðið æ sterkara að- dráttarafl ferðarhanna. Tignarlegir jöklar, óspillt náttúra og sögufrægir staðir em einkennandi fyrir þetta svæði. í Narsarssuaq er ágætur flugvöllur og hótel og þaðan eru svo greiðar leiðir, hvort heldur er á sjó eða í lofti, til áhugaverðra áfangastaða. í SÖGUALDARBÆNUM: I Brattahlíð situr fólk við hlóða- eldinn í sögualdarbænum - og hver veit nema andi Ei- ríks rauða svífi þar yfir vötnum. FRÆKNIR FLUGKAPPAR: Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Islands, Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, og Árni Gunnarsson, markaðsstjóri Ff. BRATTAHLfÐ: Myndarlega hefur verið byggt upp í Brattahlíð og hús sem þar voru reist fyrir fáum árum eru lík því sem gerðist á víkingatimanum. Lyklarnir, sem að þeim ganga, minna frekar á listaverk en ann- að. GRÆNLENSKT LEYNDARMÁL: Kankvísir strákar í Nars- arssuaq og leyndarmáli laumað í eyra þess yngri. DV-myndir GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.